Leita í fréttum mbl.is

Hundrað þúsund englar og frábært útsýni.

kona

Ég er komin aftur heim....Heim er samt umdeilanlegt hugtak. Þýðir það að ég er komin aftur í húsið sem ég skildi eftir hér..eða er ég komin aftur til sjálfrar mín? Og ef ég er komin til sjálfrar mín eru það þá mín endanlegu heimkynni?

 Ég er allavega hér.

Og ferðin var dýrð og dásemd því hún opnaði augun á mér fyrir hlutum sem ég hafði ekki áður séð eða sett í samhengi við mig og mitt líf. Hversu lengi og langt er hægt að ganga blindandi á sjálfa sig?

Lærði margt og uppgötvaði margt. Sé betur. Skil betur. En alls ekki allt. Svo raðast atburðir saman og fólk og upplifanir...inn í það blandast draumar og sýnir og einn góðan veðurdag finnur maður pússlið sem vantaði og veit hvað er hvað.

Þá heldur maður heim á leið. Heill og glaður í hjartanu og samlagast öllum hinum sem eru búnir að finna sitt pússl. Í dag hafa englar setið um hvert einasta fótspor mitt. Himnarnir opnast og sólin skinið inn í skúmaskotin. Allt er eins og það á að vera.

Hinn gullni lykill á sínum stað í minni hendi til að ljúka upp hirslum leyndardómanna.

Opnist mín sál og mitt hjarta.

lykillinn

Eftir að hafa íhugað og skoðað ýmislegt og dreymt mikilvægan draum sem tengdi sumt saman og setti í ljós.....er ég loksins komin aftur heim. 

Skrifa nú lífsbókina sjálf og tek ábyrgð á því sem þar stendur og ritast jafnóðum og ég lifi. Stundum í takt og stundum eins og dansari sem stígur á tær meðleikara sinna því hann finnur ekki taktinn. Taktinn við hjartsláttinn og lífið.  Tónana sem lífið yrkir um og kennir þér að humma með þrátt fyrir lagleysi.

Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt eða gamalt.

margir raunveruleikar

 Endurmuna raunveruleikann.

Að hann á sér jafnmargar myndir og við erum mörg. Að minn raunveruleiki er ekki réttari en þinn og að við leikum hlutverk i þeim öllum.

Að það sem ég sé út um minn glugga ...í gegn um mín augu á jafn mikinn rétt á sér og þitt útsýni.

Þess vegna dæmir maður ekki og nýtur útsýnisins. Takk fyrir þitt útsýni og megir þú njóta míns.

Gott að vera komin aftur heim!!!!

Hundrað þúsund englar samankomnir á einum stað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góðan og fallegan pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin heim og ekki svíkur bloggið þitt

Guðrún Þorleifs, 13.4.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkomin heim, elskan mín og gott að ferðin þín var svona ljúf og fengsæl. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: www.zordis.com

Gott að geta andað að sér hluta af þér á ný!  Yndið eitt gerir lífið jafn gott og það er .......... takk fyrir að vera til, fyrir að sjá og finna.  Gleði á góðu kvöldi! 

www.zordis.com, 13.4.2007 kl. 19:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það er gott að þú ert komin Katrín mín.  Og uppfull af ljósi og kærleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 20:17

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin heim og megi englarnir gæta þín.

Svava frá Strandbergi , 13.4.2007 kl. 21:47

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Velkomin heim kæra Katrín, þetta hljómar svo dásamlega, þú hefur snert sálina, alheimin, og allt

það er gott að fá þig aftur 

Ljós til þín í heim

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.4.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hitti svo margt gott fólk sem kveikti von og bjartsýni. Fólk sem þorði að spyrja spurninganna og taka við svörunum þó þau væru ekki vinsæl en samt sönn. Var að koma úr mat og labbaði bara og naut umhverfisins. Bátaskurður með veitingastöðum við vatnið..fólk að borða og spjalla.... veðrið yndælt og ég bara að hugleiða með sjlafri mér hvað allt væri gott. Frelsistilfinning og tilfinning um að þurfa ekki að vera neitt nema ég áreynsluaust.

Labbaði fra hjá vegg utan um blómabeð af marglitum túlípönum. Litirnir sungu sig inn í mig og ég ákvað að setjast þar og horfa á mannhafið. Þar sátu tvær konur á spjalli. Þær voru að tala um trúrasystem og hvernig hægt væri að uppræta innri trú um sjálfan sig sem hefði verið plantað í æsku. Ég blandaði mér í samræðurnar og sagðir þeim hvað ég héli um málið. Þær störðu undrandi á mig og svo á hvor aðra. Þögðu og horfðu. Hvað? Spurði ég.

Veistu sagði önnur þeirra..ég varpaði fram spurningu til þessarar ókunnu konu sem situr við hlið mér og hún sagði nákvæmlega það sama og þú segir núna. Og það sem meira er. Við vorum að rökræða þetta og þá sagði hún...ef það leynist Meistari í þessu mannhafi mun hann koma og segja þér það sama ef það er það rétta fyrir þig að heyra. Um leið birtist þú og settist og endurtókst allt sem ég hafði sagt! Merkilegt.

Ég hins vegar var ekkert og var ekki að reyna að vera neitt. Var bara að labba og lenti þarna. Og sagði eitthvað sem ég man ekki einu sinni hvað var..bara það sem kom mér fyrst í huga. Svona held ég nefninlega að lífið noti okkur oft til að koma skilaboðum á framf´ri þar se Þau eiga að heyrast. Sérstaklega þegar við erum bara opin og áreynslaust að lifa.  Við verðum óafvitandi englar með skilaboð fyrir þá sem þurfa. Svoleiðis trúi ég að lífið sé. Ekki við að tala eða gera..heldur vitund sem sér og veit hvað þarf og notar okkur til að koma skilaboðunum á framfæri fyrir þann sem þarf. Gaman að fá stundum að vera þátttakandi í því.

Svo núna hlusta ég vel og mæti öllum sem á leið minni verða með því hugarfari að þeir séu útsendarar. Ekki alltaf fyrir mig heldur líka kannski fyrir þá. Maður veit aldrei. Einn kennara minn sagði alltaf ...það að vera responsible er að responde to what is there. That is how you live in the NOW. To responde from your heart to what is there....here!

Ég held að það sé mikið til í því.

Ljós og takk til ykkar allra.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er öldungis frábært að upplifa svonalagað. Þú ert svo hugljómuð, að það er smitandi. Svoleiðis dreifirðu þessu góða (sem þú kallar engla, svo fallega) í kringum þig. "Rose grows where my Rosemary goes".  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:48

10 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Velkomin heim. Hélt satt að segja að þú ætlaðir aldrei að koma þér "heim". Takk fyrir kveðjuna. Núna líður mér eins og ég hafi týnt einhverju, veit ekki hverju, en mér líður bölvanlega án þess að blogga. Held að ég skelli inn nokkrum orðum á morgun. Eru ekki undantekningar á öllum reglum?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 23:58

11 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Sæl! Takk fyrir kommentið! Og velkomin heim aftur, þetta hefur verið mikil upplifun hjá þér ég get trúað því því ég væri til að upplifa svona líka en maður á nóg tíma. Rosaleg gaman að lesa bloggið hjá þér það er svona eins og hálfgjör draumur :P

Lúðvík Bjarnason, 14.4.2007 kl. 01:09

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já það er raunverulega draumur. Get ekki beðið eftir að vakna á morgnana og lesa hér hvað mig var að dreyma..hehe

Er stundum ekki laveg viss um hvað er draumur og hvað veruleiki...rennur alveg saman í eitt á köflum. Skiptir það svo sem einhverju máli???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband