Leita í fréttum mbl.is

Ömmur og flugfiskar

sýn

Orð.

Einskis verð þegar þau eru mælt af munni þess sem meinar ekki.

Öll orðin sem maður segir ekki þegar þau þurfa að heyrast. Látin liggja og rotna af því að á bak við þau er ekki hugrekkið til að segja "Mér finnst". "Mér líður".

Og því sem lengra líður þorir viðkomandi ekki að gefa þeim líf. Vagga bátnum sem lekur samt sem áður.... því með orðunum væri hægt að fylla upp í götin. Svo sekkur alllt. Ósögð orðin drekkja því sem var hægt að bjarga frá drukknun.

Er stundum að velta fyrir mér hvað má segja og hvenær og hvenær satt má kyrrt liggja. Er ekki alltaf flink í því. Er sagt að ég hafi erft það frá ömmum mínum að liggja ekki á orðum mínum. Að segja það sem er augljóst. Svo er manni stundum hent út í myrkur og sorta fyrir orðin. Líka þegar þeim fylgir bara góð meining. Fer svo mikið eftir þeim sem heyrir hvað hann nemur.

heads

Uss!

En ömmur mínar voru kjarnakonur og eru enn. Bæði hér og hinu megin.

Kenndu mér svo margt skemmtilegt. Um hvernig maður gerir slátur og prjónar sokk. Hvernig túllið felur sig í skýjum og hvernig Alþingishúsið þarf að vera skúrað fyrir klukkan sex um morgun. Fimm kall í lófa og harðfiskmylsna sem treat eftir hafragrautinn. Og maður megi ekki segja ósatt eða halda að maður sé eitthvað.

Hver kannast ekki við setningar eins og..."Hvað heldurðu eiginlega að þú sért"?

Ekki vera neitt og alls ekki halda að þú sért eitthvað.

 Þetta er gamaldags. Maður má halda að maður sé eitthvað og að það sé gott að vera eitthvað. Allavega maður sjálfur. Ef þú ert ekki þú...hvað ertu þá?. Hvað getur þú þá haldið að þú sért eiginlega ekki? Hmm.....

gullfiskur fer

Hentu þér bara upp úr skálinni þar sem allir hinir eru...og líttu ekki til baka.

Vertu fiskur á flugi án vatns.

 Leyfðu engum að halda þér þar út af sínum eigin ótta við að yfirgefa gullfiskabúrið.

Fiskar geta víst flogið!!!Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst bara alveg við hæfi að setja sjálf inn komment áður en ég fer að sofa. Svo ég sofi rótt. Elska nætur þegar aðrir fjölskyldumeðlimir sofa vært og ég ein vaki. Bestu stundirnar til að vinna og hugsa og husta á tónlistina sem þeim finnst ekki "COOL"

Mömmur eru sérvitrar og þurfa sínn sérvisku moment!!! Geta hlustað í friði á sína tónlist og opnað rauðvín sem heitir "Storyteller" Vá er það ekki mikið ég??? Maðurinn fékk sér göngu í bæinn í dag og sá svona flösku og fannst hún vera tilvalin gjöf til mín eftir ævintýralegan dag og fjarveru. Hann fékk bara sögur í gegnum símann. "You storyteller"...sagði hann og brosti..."moi the Hero"

Svo ég opnaði hana þegar allir voru farnir í draumaland og fékk mér staup af rauðum göfugum drykk sem losar mig við öll hlutverk.

Rifja bara upp minningar og afgreiði þær jafnóðum sem eitthvað sem söng mig í svefn einu sinni.

Túllið túllið taktu mig og berðu mig upp til skýja...hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja..

Góða nótt bloggvinir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 01:28

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Skemmtileg færsla. Já, þetta með ömmurnar, ég man þá tíð að ef manni var hrósað var sussað á viðkomandi og sagt. 'Það á aldrei að hrósa börnum svo að þau heyri'.
Ég var nú svo framúrstefnulega þenkjandi að ég hugsaði alltaf.
'Af hverju ekki'?

Svava frá Strandbergi , 14.4.2007 kl. 02:13

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn og enn og aftur takk fyrir skemmtilegt blogg. Alveg ertu frábær! Hér í DK eymir enn mikið eftir af svo nefndum Jantelov. Þau gengu í stórum dráttum út á að bæla einstaklinginn. Öðruvísi hugsun og tjáning og þú ert litin hornauga Sem betur fer er þetta að breytast. Samfélagið þarf á því að halda að frelsi til hugsana og athafna sé ekki einskorðað við bælingu og höft.

Knús til þín, frá einni sem heldur stundum að hún sé eitthvað

Guðrún Þorleifs, 14.4.2007 kl. 06:50

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg lesnig, og  minning kemur fram, "hvað heldurðu eiginlega að þú sért", ég er sammála þér guðmundur, þetta er bara öfund og leið til að halda fólki þar sem allir skilja. því ef einn setur höfuðið upp úr skálinni, þá neiðir það hina til að "tage stilling til " því þessi möguleiki er fyrir hendi. eins og í dæmisögu Platóns, með hellisbúana og ljósið. 

Ljós til þín á fallegum laugardegi.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 07:17

5 Smámynd: www.zordis.com

Orðin eru beitt vopn og það er víst betra að nota orðin rétt og byggja upp í stað þess að brjóta niður!  Ömmur eru yndislegar!  Eg var að enda við að faðma bréf frá minni ömmu mús, er hvílir sig á himnum!  Æj hvað þetta verður dásamlegur dagur!  Smúts á þig Katrín og koddu með meira konfekt í skálin! ......

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 08:03

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Orð eru auðvitað stórhættuleg. Stundum betra að þegja en segja. En ég öfunda þig af því að hafa þekkt ömmur þínar, mínar voru báðar látnar þegar ég komst á það stig að geta haft vitræn samskipti við annað fólk. Þetta skýrir kannski margt

Ingi Geir Hreinsson, 14.4.2007 kl. 09:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki myndi ég þora að taka sjensinn á að hoppa upp úr skálinni og reyna að fljúga nema ég væri á einhverjum sterkum efnum  Ég er of jarðbundinn til þess. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 10:14

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Cesil mín það að segja að þú sért jarðbundinn er eins og að segja að ég sé jarðbundinn... Eða að tunglið sé mjög jarðbundið.

Svo held ég að þú sért einhvernveginn þannig týpa að þú hafir alltaf verið frekar utan við skálina en syndandi oní.

Ömmur eru mikilvægar og ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þær svona lengi og mikið í mínu lífi. Svo núna vanda ég mig mjög að vera æðisleg amma fyrir litlu krúttin mín.

Svo er best að segja ekkert meir...svo maður móðgi nú enga fiska.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:24

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var alinn upp hjá ömmu minni og tel það hafa verið mér til happs.  Góður pistill.  Ég held að ég sé eitthvað.  Eitt stykki boddí og með sál sem er arfadugleg að fljúga og vegur nákvæmlega 23 gr.  Njóttu dagsins.

P.s orð eru dýrmæt en oft á útsölu því miður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:30

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

En svona eftir á að hyggja þá erum við..ég og tunglið, reyndar mjög jarðbundin þó við sýnumst alltaf vera einhversstaðar svífandi hátt hátt á himni..

Varpa svo fram spurningunni "Hver heldurðu að þú sért?"

Tónninn í röddinni lýsir áhuga og löngun til að vita og heyra þína hlið...og spurningin er ekki sett fram í hæðni eins og oftast er með þessa spurningu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 11:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe takk fyrir þetta Katrín mín, jamm allavega hef ég ofta verið utanvið .......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband