Leita í fréttum mbl.is

Bloggað í blíðunni!!!

Jehey!! 26 stiga hiti...bongóblíða og verið að setja saman grillmatseðilinn.

Frú Alice Þórhildur er á leiðinni að njóta veðurblíðunnar með ömmu sinni og Sunneva í eldhúsinu að hræra saman himneskt kryddsmjör fyrir bökuðu kartöflurnar. Getur ekki verið lengur í sólskininu og gerir bara þarfari hluti innandyra. Amman sprangar hins vegar úti á brjóstunum löðruð í sólarolíu og býður nágrönnum í gleði og þeir fá að mæta svo framarlega sem þeir skrúfa á sig hausinn rétt!!!!

sól og snjór

Sendum sólarkveðjur til ykkar heima!!!

Man núna hvað það var sem freistaði mín með því að fara til fjarlægra sólarlanda.....nennti ekki lengur að njóta lífsins út um gluggann. Ég vildi bara vera þar í alvörunni...og ekkert gluggalíf fyrir mig . Nei takk!!!

Hvort mynduð þið grilla kjúklingabringur eða kótilettur...pylsur eða bara allt af þessu?

Og hvað skyldum við drekka með gómsætum grillmatnum? Best að ná í skræpótta sólhattinn minn svo kona fái ekki sólsting. Vá hvað lífið er gómsætt og dásamlegt.

Gott að vera ég núna.

útsýni ömmu

Vantar reyndar hafið...en sonur minn sér alveg um að gera öldur í garðinum sem myndast úr vatnsslöngunni.

Hann er mesta krúttið. Fór í ferð með vini sínum og fékk með sér nokkur pund til að kaupa sér sælgæti og drykki en neitaði sér um það allt til að færa mömmu sinni undurfagurt  glerhjarta með alvöru blómi innan í. Himinblátt og mjúkan koss með þeim orðum að hann ætti bestu mömmuna. Svo hann má sprauta eins og hann lystir vatninu um allan garð. Bara ekki á grillið.

Njótið dagsins elskurnar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Grillaðu þetta allt saman. Er með þér í anda, krúttið mitt. Kíktu bara á síðuna mína, var að henda inn nýju bloggi með mynd af Tomma á gluggaveiðum. Þar sést hafið, reyndar silfurlitað ... Megi dagurinn verða dásamlegur hjá ykkur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verði ykkur að góðu, bæði af mat og sólskini.  Vildi að ég væri þarna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 14:49

3 Smámynd: www.zordis.com

Orðið Hryllingur í merkingu sem er góðo og yndisleg á við!  Ætli við höfum ekki gælt við svipað þegar við létum til skarar skríða.  Eigum ofurfjöll og yndisleg börn sem njóta góðs af skræpóttum konum sem eiga hatta eða voru það skræpóttir hattar ..... Smúts á ljúfa konu á hrikalega flottum degi!  Já, Katrín ... lífið getur verið yndislegur Hryllingur! 

www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar dásamlega, vá vildi að ég væri með, í busluvatni.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 16:44

5 Smámynd: Ibba Sig.

Iss, ég toppa þetta auðveldlega. Var í veislu með Geira Goldfinger í dag.

Ibba Sig., 15.4.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bon appetite.  Hljómar svo sannarlega vel Katrín mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 19:51

7 identicon

Margt er líkt með skyldum sonur minn kom í dag með vin sinn og spurði elsku besta mamma megum við fá vatnsslönguna vegna þess að ÞAÐ ER SVO HEITT en í staðinn fengu þeir GULLPENINGA til þess að fara í bakaríið

Kv Hulda www.blog.central.is/810 

Hulda (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 20:05

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Katrín. Nýbúin að fatta að þú ert hin eina sanna Katrín Snæhólm sem ég var sýsla ýmislegt með hérna á árum áður. Þú flutt til landsins aftur en svo farin í frí erlendis greinilega Gaman að heyra frá þér og fáum okkur kaffi saman við tækifæri. Njóttið ykkar í sólinni og knús til allra.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:35

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já halló Frú Margrét. Við búum í englandi en skreppum heim í frí öðru hverju. Já þá fáum við okkur kaffisopa alveg endilega!!! Veit ekki hvenær ég verð á ferðinni næst en það gæti verið fljótlega eða seinna..hehe.

Já Hulda mín...þeim kippir í kynið frændunum

Sem betur fer var ég að ljúga því að ég hefði verið úti á brjóstunum...veit alveg að þið trúðuð því mig...annars væri ég jafnrauð á þeim og bringunni...og það væri örugglega ekki gott!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 22:08

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alltaf sama gleðin hér, ekkert vol og væl. Ég myndi grilla þetta alltsaman og drekka fullt af Pinot Noir með. Uhhhmmmm....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband