Leita í fréttum mbl.is

Að róla sér um miðja nótt í tunglskini.

Kyrrð í húsinu.

Sofið í öllum rúmum og litla ömmustelpan sefur vært uppi á lofti með mömmu sinni og frænku..og annarri frænku og einum frænda. Ekki alveg öll í sama rúmi en samt í sama rými. Uppi.

Ró í hjartanu. Ég sef í sjálfri mér og hugsunum mínum. Skoða þær betur í dagsbirtunni.

Sumt lítur bara betur út í deginum en það gerir um nóttu í húmi. Sumt er fallegra í fölleitri birtu..ég t.d er undurfögur við rétta kertaljósið en þess agalegri í skjannahvítu ljósinu.

Tunglið getur samt verið bæði fagurt um miðjan dag og miðja nótt. Hef aldrei séð sólina gera það að vera til um miðja nótt. Tunglið kann og getur bæði. Pant vera tunglgyðja. Óg vera dularfull og hál...með ál.

kona með ála

Vantar verönd fyrir utan húsið mitt með svona rólandi bekk sem brakar í. Svo ég geti setið úti og hugsað með stjörnunum. Svona hús þar sem allt gerist í í öllum alvöru bíómyndum. Þegar hjónin setjast út eftir daginn í nóttina og finna svörin. Róla sér og hugsa og vita.

Rólur eru róandi. Synd hversu margir fullorðnir róla sér sjaldan. Fúlt að missa af rennibrautarlistaverkinu í London. Risarennibrautir fyrir stressaða borgarbúa í Tatesafninu. Hefði haft gott af eins og einni bunu. En hugsa mig bara út á verönd og túnglið er auðvitað oftast á sínum stað með sinn kyngimagnaða kraft. Allar konur eiga að eiga tungl, verönd og rólu. Og heila nótt bara fyrir sig.

draumahúsið

Þá væri þessi heimur betri.

Þegar konan finnur og notar viskuna sína óhefluð og sterk.

Í tunglskininu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rólaði mér reyndar í gær með henni Jenny úti á róló.  Var hreint yndsilegt að þeysast upp í loftið.  Barninu fannst brjálæðislega fyndið að amma rólaði.  Langar líka í verönd og vindóróa sem rétt heyrist í í mildri næturgolunni.  Takk fyrir pisti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Eitt af því sem mig VANTAR í garðinn er róla. Hef séð svo sætar með skyggni yfir. . . Kósý, kósý

Guðrún Þorleifs, 16.4.2007 kl. 05:17

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislega angurvær teksti, gæti líka hugsad mér svona rólu til ad leysa gátur lífsins og braudsins í.

med rauda sokka.

ljós til thín katrín med sofandi fólk á loftinu.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 08:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað þessi pistill virkaði vel á mig.  Ég þarf einmitt eitthvað svona núna, þegar skapið mitt er eins og ólgandi hafsjór, vegna þess að mér finnst óréttlætið alveg að fara með mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er yndislegt og fallegt

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, þú ert svo yndislega rómantísk Snætrýna mín.  Mér finnst oft eins og þú viljir bara yfirgefa líkamann. Sleppa því að dragnast með þetta hulstur. Mér líður stundum svona líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 17:14

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona rólur ættu að vera til við hvert heimili, hjartanlega sammála!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2007 kl. 17:34

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Jón Steinar...ég man nefninlega alveg hvernig það er að vakna á morgnana eftir flakk sálarinnar um nætur. Einu sinni varð mér hreinlega óglatt að finna "kjötlyktina" af sjálfri mér þegar ég kom úr undursamlegri sálarferð og vildi bara úr þessum þunga líkamshlunki sem ég er bundin af alla daga. Núna er ég soldið að læra að vera bæði...en úff hvað það er stundum gott að róla sér bara. Þá finnur maður minna fyrir þyngslunum og enn betra að synda

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:32

9 Smámynd: Hugarfluga

Æ, mig langar að geta skrifað eins og þú, afþví að ég skil svo margt sem þú segir en gæti aldrei komið því svona vel í orð. Rólan mín virðist vera eitthvað ryðguð og það ískrar í keðjunni þegar ég róla mér. Held ég þurfi bæði að fara í megrun og fá mér góða smurolíu.

Hugarfluga, 16.4.2007 kl. 22:05

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndisleg lesning.  Ég vildi líka óska að ég ætti verönd með rólu. En ég bý núna í blokk og er þó sem betur fer með sólsvalir þar sem er friðsælt og fullt af blómum sem ég rækta.

Stundum á kvöldin og nóttunni,  sé ég líka tunglið og stjörnurnar út um opna gluggana á svölunum.
Það vantar bara róluna, en hérna við hliðina á blokkinni er fallegur róluvöllur og ég róla mér stundum þar þegar barnabörnin eru í heimsókn og nýt þess að finnast ég fljúga frjáls í loftinu eins og fuglarnir.

Svava frá Strandbergi , 16.4.2007 kl. 22:17

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var ég búin að segja ykkur eitt?

Að bloggið mitt væri ekki samt án ykkar. Athugasemdirnar ykkar eru alveg helmingurinn á móti pistlunum og gefa þeim svo allt annað og mikilvægara vægi.

Takk kærlega fyrir að vera alltaf svona dugleg að setja inn athugasemdir. Mér þykir verulega vænt um það

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband