Leita í fréttum mbl.is

Kosning hafin um bestu söguna...endilega vertu með.

Jæja þá er fresturinn útrunninn til að semja sögu um myndirnar 5. Þið verðið bara að skrolla niður að færslunni  Ég gef þér 5 myndir og þú skrifar sögu hér á blogginu því ég kann ekki að setja link. Kosningin stendur  til kl 10.00 í fyrramálið og þá verður sigurvegarinn kynntur!! Ég þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir og við getum vonandi endurtekið leikinn síðar. Þessar sögur voru hver annarri skemmtilegri. Vinningshafinn fær svo að velja sér eftirprentun af einu málverkanna í gallerínu mínu og fær það sent til sín. Vinsamlegast kjósið og setjið atkvæði ykkar í athugasemdir við færsluna þar sem sögurnar eru. Höfundar mega kjósa..bara ekki sjálfa sig!

Vegna nokkurra fyrirspurna kem ég því hér með á framfæri að eftirprentun af stærð A4 kostar 4.500 kr og stærð A3 kostar 6.500 kr. Pantanir eru teknar í gegnum e mailið mitt kbaldursdottir@gmail.com

Og fyrst þetta er svona tilkynningatafla gleður það mig innilega að tilkynna að við bloggvinkonur sem þekkjumst ekkert nema í gegnum bloggið höfum fengið inni í Ráðhúsi Reykjavíkur með samsýningu sumarið 2008 í ágúst. Þessi litla hugmynd sem kviknaði hér er að verða að raunveruleika...já svona getur margt gerst skemmtilegt. Veit þið eruð öll spennt að koma og sjá okkur og við jafnspenntar að sjá ykkur. Frábær leið til að kynnast betur. Við erum 4 sem höfum staðfest þátttöku en það er Guðný Svava sem heldur utan um þetta heima. Við hinar erum nefninlega staðsettar á spáni, grikklandi og englandi. Ipanama. zordis, Zoa, Elín Björk og ég.

p025               

Zordís

gerdur malverk

ZOA

scan0010hef_arfruin_7

Guðný Svava

sköpun

Katrín

c_documents_and_settings_all_users_documents_my_pictures_kodak_pictures_2007-04-25_100_6193

Elín Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Flott framtak. Hvar get ég séð eitthvað meira um þetta? Eg.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín þetta eru allt frábærar sögur, en síðasta sagan frá Soll er algjörlega í sérflokki.  Ég vel hana.  En þetta er frábært framtak og ég tek það fram að mér fannst allar sögurnar góðar. Það var samt eitthvað dularfullt og flott við þá síðustu sem ég get ekki fest fingur á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ég er virkilega vonsvikin yfir viðbrögðunum...það vantar ekki að fólk hafi komið inn á síðuna og lesið...það vantar bara að fólk bregðist við. Segi hvað því finnst og hvað það velur. Þannig er það líka í læifinu. Þér er fært fullt af góðum hlutum, þú bara tekur ekki eftir þeim og bregst ekki við þeim. Hér hefur fullt af fólki skrifað sögur til að gefa af sér með sköpunargáfu sinni..en þeim mætir tómlæti. So What????Hefur það eitthvað með mig/þig að gera. Læt bara það sem er gjöf fljóta framhjá. Skemmti mér yfir því en það er ekki mitt að bregðast við eða gefa til baka. Þetta er okkar nútíma mein. Takk Asthildur Cesil fyrir að vera með. Þetta er vandamál þjóðar í hnotskurn og manns. Ég vil fá en gleymi að gefa til baka og þakka fyrir. Já ég er smá vonsvikin yfir viðbrögðunum. En þið sem skrifuðuð og tókuð þátt.....þúsund sinnum takk takk. Sögurnar ykkar voru frábærar. Senið mér öll mail og þið fáið öll verðlaunin ykkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: www.zordis.com

Já, er þetta ekki sniðugt.  En, það að vera vonsvikin er ekki hægt, gleðjast yfir því að fólk kom og fór .... Aðalmálið að vera með og halda áfram að vera memm og leika sér saman þar til klukkan er orðin svo margt að sólin bæði sest og rís!  Viltu vera memm?

www.zordis.com, 26.4.2007 kl. 06:20

5 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég ætlaði að kjósa en ég komst hvorki eitt né neitt inn á síður í gærkveldi. Gafst upp og fór að lesa bók. Kíki á þetta núna.

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.4.2007 kl. 06:49

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já það er rétt hjá þér Zordís mín....nú er ég hætt að vera vonbrigið og er orðin vongóð í staðinn af því að að eru nokkrir búnir að kjósa og við höfum sigurvegara klukkan 10.00. Mér finnst samt allir sem toku þátt vera sigurvegarar og allt fólk sem lætur eftir sér að skapa og leika sér og vera til er bara flott!!!

Sögurnar eru hér fyrir neðan í færslu sem heitir Gef þér 5 myndir og þú skrifar sögu.... og þar er líka kosið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 08:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til að vera með þá þarf maður að taka þátt.  Ekki bara taka  (lesa) heldur líka gefa (kommentera) Mér fannst þetta frábært framtak hjá þér Katrín mín og mér fannst líka frábært hjá þeim sem sendu inn sögur.  Það voru því forréttindi að fá tækifæri til að lesa og fylgjast með.  Ég segi bara takk fyrir mig þið öll sem tókuð þátt í þessu.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 08:43

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

2008 Ráðhús Reykjavíkur - hlakka strax óskaplega til. Takk

Pálmi Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 18:36

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vertu bara velkominn Pálmi. Mér sýnist að sýningin verði í endan ágúst fram í miðjan september.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband