Leita í fréttum mbl.is

Englar á hlaupabrautum?

Einu sinni var kona

húsmóðir

vinnukraftur

þreytt

móðir

sem vildi meira en vera bara þreytt

og alltaf á eftir því sem henni fannst skipta máli.

 Með gemsann límdann við eyrað, hver átti að vera hvar og ég of sein til að vera þar sem ég átti að vera. Flýtið ykkur var viðkvæðið. Við erum of sein. Öll fjölskyldan var of sein til að lifa þessu lífi. Ansans. Aldrei neinn tími og allir alltaf pirraðir og þreyttir og vildu ekki eiga samskipti enda var orkan á þrotum fyrir eitthvað almennilegt eftir hlaup dagsins.

Uss!!!!

life

Núna göngum við hægt um lífsins dyr...borðum minna, eigum minna og krefjumst minna.

Þrífum og þvoum líka minna sem er nútíma lúxus...ekki satt?Joyful

Látum okkur nægja hvort annað, látum okkur nægja grænmetissúpur og brauð, gamla skó og slitnar flíkur og skóg. Náttúru og bláklukkur sem eru ekki á hraðferð. Faðmlög og nærveru í rólegheitunum. Við erum sko ekki flottust. Toppurinn er skakkt klipptur og strípurnar agalega upplitaðar. Leigan frekar lág. En við erum hér og nú og njótum lífs. Elskum hvort annað á rólegu nótunum og höfum tíma. Liggjum og lesum eða höngum í garðinum og spekúlerum í hvort helginni sé betur varið í göngutúr með nývöknuðum bláklukkum sem syngja hljóðlega eða spennandi eldamennsku úr grænmeti sem þarf að notast.. fyrr en seinna!

200459499-001

Iss mér er sama þó ég eigi ekki dragtina,eða skóna með tánni...hárið á mér er um allt og það er svo í lagi þar til ég kem heim í borgina mína á landinu mínu. Þá sé ég að ég fell ekki í kramið svona úfin og alsæl. Og verð vansæl yfir hárinu og laginu á tánnum á skónnum mínum. Úrelt tíska.

Held ég haldi mig hér.

 Með bláklukkum og dádýrum sem eru bara og anda rólega og horfa hægt. 

 Af því að þar er svo gott að vera til á eigin forsendum og hætta að hlaupa og keppast við að vera betri en þú.

Stíga af hjólinu.

Er ekki fyndið að flestir eru á harðahlaupum við að halda sér á lifsgæðakappshjólinu og loksins þegar þeir eiga fría stund henda þeir sér á hjólið í líkamsæktinni flottu þar sem allir keppast við að hlaupa enn meir á tilbúnu hlaupabrautunum??? Svitna meir en sá á næstu braut.

 Allir út að hlaupa!!!!Ekki stoppa.

Andaðu og hugsaðu og finndu. Hvar ertu týnd/ur???

10122649

Engill í snjókomu???

Hvar er eiginlega sólin???

Andaðu.

Það er svo mikið fjör að vera til í rólegheitunum!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er bæði falleg og samt líka fyndin færsla því ég sé englana fyrir mér á hlaupabrautunum og pæli í hvort þeir leggi saman vængina á meðan þeir hlaupa.

Svava frá Strandbergi , 26.4.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég kannast við þessa konu, komin alveg á ystu nöf með orkuna sína ... já, hef séð þessa konu langþreytta og vansæla með allt of mörg borðstofuborð og matarstell heima hjá sér!  Allt of marga skó (þótt mér finnist konur verða eiga mörg pör, já og veski í stíl )   Það er gott að geta snert jörðina og elskað án mengunar við þá tilveru sem mennirnir skapa ..... 

www.zordis.com, 26.4.2007 kl. 06:29

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn. Góð færsla. Hér í DK hleyp ég í skóginum og hleð sálina gleði yfir fegurð og margbreytileika hans. Svo fór ég til Íslands og þar varð ég að fara í ræktina, hlaupa á hlaupabretti, vúpps... ekki minn stíll enda lenti ég út í vegg! Æ,æ ekki gott Ekki meira þannig bull.

Nú þeysi ég í gleði um stíga og stræti á hjólinu mín yndislega, sé nýja staði, finn lyktina af lífinu, golan strýkur mér(  stundum dálítið harkalega) um kinn og ég er svo glöð!

Knús 

Guðrún Þorleifs, 26.4.2007 kl. 08:05

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gangan í vinnuna í morgun var yndisleg. Sjávarilmur í lofti, sólin rétt skriðin úr sæ, spáð 15 stiga hita. Og bráðum, bráðum fer bláklukkan að blómstra. Vissir þú Katrín að bláklukkan er blóm Austurlands? Eg.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.4.2007 kl. 08:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heilmikill friðarboðskapur hjér þér í dag Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 08:38

6 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

:)

gerður rósa gunnarsdóttir, 26.4.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband