26.4.2007 | 11:07
Verðlaunasagan!!!
Til hamingju óskráður soll með söguna þína hún fékk langflestu atkvæðin enda skemmtilega skrifuð og dularfull. Þú mátt núna senda mér mail kbaldursdottir@gmail.com eftir að þú hefur valið þér print af einu málaverki eða teikningu í galleríinu mínu og færð þá sent með hraði.
Soll (Óskráður, IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:28
Myndirnar sem sögurnar voru skrifaðar eftir eru í færslu hér neðar sem heitir Ég gef þér 5 myndir og þú skrifar sögu.
Innilega til hamingju og kærar þakkir fyrir þátttökuna þið öll
Athugasemdir
Já til hamingju og nú erum við orðin forvitinn um hver þú ert. Hvurnig væri nú að gefa upp nafnið þitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 12:14
Híhí, stíllinn á sögunni er svo augljós að eftir fyrstu málsgreinina var ég með á hreinu hver væri höfundurinn.
Ibba Sig., 26.4.2007 kl. 12:54
Iss, Ibba, þú hefðir ekkert vitað það ef ég hefði ekki sagt þér það! :P
Svala Jónsdóttir, 26.4.2007 kl. 18:43
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Föstudagurinn þrettándi
Föstudagurinn 13. apríl byrjaði eins og hver annar dagur. Það var rigning, svo að ég greip með mér regnhlíf áður en ég lagði af stað í vinnuna. Ég fer alltaf af stað á slaginu átta og gef mér góðan tíma til að ganga niður í bæ.
Ég var varla kominn út á gangstétt þegar svartur köttur kom hlaupandi yfir götuna og skaust inn í húsasund. Eflaust hefði einhver séð þetta sem slæman fyrirboða, sérstaklega á þessum degi, en ég er ekki hjátrúarfullur maður.
Þennan dag virtist rigningin koma úr öllum áttum, svo ég hraðaði mér áfram. Neðarlega á Laugaveginum hafði einhver skilið eftir stiga sem hallaðist upp á húsinu. Ég ákvað að ganga undir stigann, bara til þess að sýna að ég væri ekki hræddur við hindurvitni.
Mér varð litið til hliðar, þegar ég bjóst til að ganga undir stigann. Í kjallara hússins var kaffihús, sem ég hafði aldrei tekið eftir áður. Þó að klukkan væri ekki orðin hálf níu var búið að opna og freistandi ilmur af kaffi barst út um hálfopnar dyrnar. Ég ákvað að vera djarfur og fá mér einn kaffibolla, áður en bankinn opnaði.
Stúlkan við afgreiðsluborðið var með sítt, svart hár og fallega græn augu undir síðum toppi. Hún talaði með örlitlum hreim, sem gerði hana enn meira aðlaðandi. Ég pantaði cappucino og fékk mér sæti. Skömmu síðar kom stúlkan með kaffibollann. Hún hafði skreytt froðuna með mynd af páfugli. Ég þakkaði henni fyrir og hún brosti til mín. Viltu ekki frekar sitja hérna á bak við? sagði hún, og benti á þungt, dökkgrænt flauelstjald sem hékk við endann á salnum.
Venjulega hefði ég setið kyrr og klárað kaffið, en eitthvað við þessa stúlku gerði mig forvitinn, svo ég fór á eftir henni á bak við tjaldið. Þar tók við lítill glerskáli og þaðan var hægt að ganga út í trjágarð. Í garðinum var margt fólk saman komið og einhver sýning virtist vera í gangi. Þarna var töframaður með pípuhatt sem lék sér að því að kasta alls kyns hlutum upp í loftið, trúðar sem skemmtu áhorfendum og piltur sem lék á flautu.
Það hafði stytt upp og engin bleyta var sjáanleg í garðinum. Ég leit í kringum mig eftir stúlkunni, en sá hana hvergi. Þá tók ég eftir svarta kettinum sem spásseraði á milli fólksins. Var þetta sami kötturinn og ég hafði séð fyrr um morguninn? Nei, það gat ekki verið. En ég ákvað samt að elta köttinn og fljótlega sá ég stúlkuna aftur við enda garðsins. Hún benti mér að setjast hjá sér og við horfðum saman á skemmtunina.
Allt í einu varð mér litið á klukkuna. Hún var næstum orðin níu og ég var orðinn of seinn. Á tíu ára ferli hafði ég aldrei komið of seint. Ég stóð snögglega upp, svo að skvettist úr kaffibollanum. Stúlkan reyndi að fá mig til að vera lengur, en ég varð að fara. Ég tróðst í gegnum mannfjöldann og það virtist vera helmingi fleira fólk þarna en mér hafði sýnst í fyrstu. Loksins komst ég þó fram fyrir græna tjaldið, inn á kaffihúsið og út á stétt.
Það var aftur byrjað að rigna þegar ég kom út og ég hljóp við fót niður Bankastrætið. Ég kom sveittur og andstuttur í vinnuna og muldraði einhverjar afsakanir, um leið og ég kom mér fyrir á mínum stað. Mér varð samt lítið úr verki, aldrei þessu vant. Allan daginn sá ég fyrir mér grænu augun og vonbrigðin í svip stúlkunnar, þegar ég fór. Ég hafði ekki einu sinni spurt hana að nafni!
Eftir vinnu hraðaði ég mér upp Bankastrætið. Ég var ekki lengi að finna húsið, þó að stiginn væri horfinn. Þarna var kaffihúsið ennþá, en stúlkan var ekki lengur að afgreiða. Í hennar stað var kominn feitur maður með þunnt hár og fýlusvip. Ég spurði hann hvort stúlkan sem hefði verið að afgreiða um morguninn væri við, en hann þóttist ekki skilja mig. Það vinnur engin stelpa hér, svaraði maðurinn stuttaralega. Bara ég og konan.
En ég kom hingað um hálf níu og hún var á bak við afgreiðsluborðið, mótmælti ég. Við opnum ekki fyrr en klukkan tíu, sagði maðurinn og sneri sér að kaffivélinni. Ég æddi að enda kaffihússins og svipti græna tjaldinu til hliðar. Þar blasti við mér grár veggurinn. Hvar er garðskálinn? spurði ég manninn. Það hnussaði í honum. Garðskálinn? Hvað heldurðu að þetta sé? Hér er bara þessi salur og svo eldhúsið á bak við.
Ég hrökklaðist út á gangstéttina og gekk heim. Þar reyndi ég að dreifa huganum, en það eina sem ég gat hugsað um var stúlkan. Hver var hún? Hvaða fólk var þetta? Hvaðan komu þau? Ég leitaði að upplýsingum um erlendan sirkus eða töframenn sem gætu hafa verið í heimsókn, en enginn slíkur hópur var í bænum. Ég setti smáauglýsingu í dagblaðið, en enginn svaraði.
Stundum sé ég dökkhærðar stelpur með sítt hár og elti þær uppi, en það er aldrei hún. Mig dreymir hana á nóttunni og þegar ég vakna heyri ég óminn af flautuleik. Ég hef mörgum sinnum farið aftur á kaffihúsið og ég hef skoðað alla bakgarða við Laugaveginn, en ég hef aldrei fundinn garðinn aftur.