27.4.2007 | 15:21
Eyja til sölu kostar eina tölu.
Það er aldeilis að jörð kallar....Hreingerningar, þvottakarfan full og brakandi þurrkur úti. Ég er nefninlega að orkuspara og nota ekki þurrkarann nema í ýtrustu neyð. Skúra skrúbba og bóna..nei ég lýg því. Það þarf ekkert að skúra hér enda allt teppalagt í mínu húsi. Meira að segja baðherbergið OG eldhúsið. Eins gott að missa ekki egg eða brauðsneið á hvolf þar.
Húsmóðir veltir fyrir sér hvort henni hugnast að gera helgarhreingerninguna núna.
Verður undarleg á svip þegar hún hugsar um stórhreingerningu og skrúbb.
Hmmm.
Hvernig var aftur þessi brúsi sem alltaf er verið að auglýsa með sjálfhreinsandi stormsveip sem fer um hús og heimili og gerir allt skínandi fínt?
Ég í súpermarkaðinn að kaupa þannig brúsa. Eins gott að ná tappanum af.
Þegar allt er orðið hreint og fínt verða sett blóm á stofuborðið og ávextir í eldhússkálina. Muna að vökva svo kryddjurtirnar í eldhúsglugganum og blessa garðálfana sem skoppa alsælir um garðinn eftir að við settum niður litríku sumarblómin.
Allt er nefninlega vænt sem vel er grænt..ég ætla nú ekkert að tala um stjörnmál hér, hvorki græn né blá, enda er mér annt um geðheilbrigði mitt og læt ekki slíkan gauragang ná á mér tangarhöldum. Hækkaður blóðþrýstingur og bölv fylgir þessum ósóma og mun betra að láta tímann líða við að horfa á kryddjurtirnar vaxa og þvottinn þorna.
Já og eitt enn.
Um helgina ætla ég að fara um grundir grænar með nýjasta nýtt. Svona undratól sem finnur fyrir mann olíu eða gull. Og ef ég verð heppinn og finn þannig nægtir í tonnatali kaupi ég kannski Íslandið og geri það sem mér finnst að ætti að gera þar.
Er það ekki annars rétt hjá mér að eyjan sú sé til sölu???
Góða og ævintýralega helgi öll sömul!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Jú rétt - eyjan er til sölu, að hluta til seld. Auðmenn innlendir og erlendir kaupa jarðir í miklum móð, fá með því vatnsréttindi þannig að vatnið verður ekki lengur þjóðareign, virkjað verður hér og þar og styttist í skilti sem á stendur „óviðkomandi bannaður aðgangur“ vona að þú finnir mikið af gulli
góða helgi.
Pálmi Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 15:32
Ég hélt að þú ætlaðir að fara að leita að vatni kona góð! Njóttu helgarinnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 16:03
Góða helgi
bara Maja..., 27.4.2007 kl. 16:23
Ævintýrin taka engan enda! Ég ætla að kaupa færeyjar bara ..... Finn kanski Olíu þar og get diggað við litlu feitu færeyingana úr Götu og Þórshöfn .... átt mörg fótboltalið og látið Eivör syngja fyrir mig á hotel Havnia þegar mig langar .... svo býð ég ykkur öllum í skerpiket og spik á útmánuði.
G - Óða helgi gullgrafarastelpa!
www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 16:39
Er komin aftur í tölvusamband og vildi bara kommenta á bloggið þitt að þú vissir að ég væri ekki búin að gleyma þér og farin að halda framhjá þér! hehehe
Hugarfluga, 27.4.2007 kl. 19:18
Er einmitt að þvo þvotta. Aftur og aftur sama þvottinn. Einum hundanna finnst nefnilega mjög gaman að stela þvottinum af snúrunni og velta upp úr mold. Líklega ekki nógu vel þvegið hjá mér.
gerður rósa gunnarsdóttir, 27.4.2007 kl. 19:29
Eigðu guðdómlega helgi .. vorið kemur af fullum krafti til Íslands á sunnudaginn! Ferðu ekki að koma?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.