3.5.2007 | 20:54
Skrítnir draumar og villandi tölur. Kosningatölur???
Það er ekkert eins og það á að vera í dag. Meira að segja moggabloggsteljararnir eru í rugli. Ég er með hundruði heimsókna sem og aðrar vinkonur mínar ...við erum samt flestar á sama róli svona dagsdaglega. Núna er allt á blússi og ég veit ekki hvort mér líkar. Þetta er eins og að vera partur af leikritinu. Vera partur af einhverri samkeppni sem maður skilur ekki. Við hvað er verið að keppa og hvar??? Þjónar mér ekkert að tölur rjúka upp en engin ærin ástæða til. Mér finnst bara fínt að hafa mína daglegu bloggvini hér og spjalla við þá í gegnum kommentin...engin ný komment frá neinum nýjum en hundruðir heimsókna og enginn segir neitt eða kommentar???
Nei ég er ekki að kaupa þetta. Gengur ekki upp!!!! Ef maður tæki svona flug allt í einu sæjust þess einhver merki einhversstaðar. En það er ekki svo. Gæti alveg hlýjað egóinu undir vængjum....en samt svo augljóst að einhver stjórnar einhversstaðar.
Passar ekki.
Vissi það bara þegar ég vaknaði í morgun að þessi dagur væri ekki eins og hann sýndist. Dreymdi að Ómar Ragnarsson væri að keyra um á stórum svörtum forstjórajeppa um göturnar og horfa niður á almúgann. Íklæddur svörtu frakka og svörtum hönskum. Merkilegur með sig og nennti ekki að tala við fólk. Keyrði framhjá litlum verlsunum þar sem hálsmen voru til sölu eftir mig, sem ég hefði hannað sem voru tveir fiskar spyrrtir saman og neðan úr sporðunum hengju glitrandi þræðir. Og í draumnum fannst mér fiskarnir tákna kristsvitund að mæta annarri vitund hér á jörð og þræðirnir væru merki þess að það myndi breiðast út. Og ég þurfti svo að komast á ákveðinn stað en enginn vildi taka mig þangað. Svo ég lagði af stað ein en eftir langa göngu áttaði mig loks á áttinni sem ég þurfti að fara. Sömu átt og Ómar og hans bíll. Í átt að einhverri birtu bak við fjöllin.
Ummm..skrítið.
Hvaða form talar til okkar þarna??? Hver er leiðin?
Kannski á morgun verður þetta allt skýrt en í dag er það í loftinu.
Hvað snýr fram og hvað snýr aftur? Hvað er eiginlega hvað?
Horfðu í spegilinn og mundu ásjónu þess sem segir satt.
Núna eru mikilvægir tímar..við verðum að sjá hvað er hvað.
Hlustaðu og skoðaðu.
Þessi draumur segir að ekki er alllt sem sýnist og þú verðir að vera vakandi og sjá.
Hvað???
Bara rosalega skrítinn dagur eitthvað.
Og metaðsókn að blogginu.
Hmmmm.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Vissulega búinn að vera öðruvísi dagur, annasamur og uppúr hádegi varð ég eins og gömul blaðra .... andlaus en stýrði frá mér depurð og hugleti. Það er nebbl. ekkert að og bara jákvæðni sem ég vill hlýja mér að! Svona er lífið í daglegu draumalífi mínu. Ómar karlinn í draumi, nafnið boðar mannfagnað sem þú ferð í eða stendur fyrir (kanski metaðsókn hér á bloggslóðinni) Geta líka verið fréttir eitthvað tengt hlut sem fólk álítur gleymt ...... Þú hittir einhvern áhrifaríkann og kemur þínu á framfæri Katrín mín.
www.zordis.com, 3.5.2007 kl. 21:27
Allt er að umpólast - vitum ekki hvað snýr upp né niður - bíðum átekta og öndum. Takk fyrir þetta Katrín mín!
Vilborg Eggertsdóttir, 3.5.2007 kl. 21:29
Merkilegt sem þú segir Þórdís mín í samhengi við það sem ég orðaði í kvöld. Að ég vildi ekki skapa eitthvað sem tilheyrði ekki okkar tímum...að ég yrði að vera sönn því sem væri innra með mér og skítt með þó að aðrir sæju það ekki núna. Það kæmi þá í ljós seinna.Þegar ég væri löngu dauð..eða ekki. Maður verur bara að segja og vera það sem manni finnst réttast hverju sinni.
Jafnvel þó enginn annar samsinni manni. Bara þá er maður sáttur!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 21:43
Og já tré eitt talaði sko til mín á morgungöngunni minni í gegnum skóginn. Ég stóð lengi og hlustaði á ókennilegustu hljóð sem ég hef nokkru sinni heyrt. Frá fallegu og gömlu tré. Blogga um það síðar. En það var merkilegt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.