4.5.2007 | 13:51
Geðveikt góð gubbupest
Jæja...ég spratt svoleiðis framúr eins og fjöður sjöþrjátíu í morgun til að gá hvort ég væri enn svona fræg og vinsæl og hjúkkett..hún er yfirstaðin þessi geggjun sem átti sér stað í gær.
Langt yfir 500 heimsóknir
Mætti halda að ég hefði verið að blogga um kynlíf annarra miðað við vinsældir en þannig kona er ég bara ekki. Ég er of mikil pempía til að geta skrifað um eitthvað sem er fyrir neðan mitti nema skó. Ein vinkona mín á það til að ætla að fara að segja mér frá hvílubrögðum sínum og mannsins hennar en ég flýti mér alltaf að troða upp í hana 5 molum og hella meira kaffi í bollann hjá henni. Vil bara halda mínum saklausu ímyndum sem flögra um minn fína koll daglega hreinum, og læt engan troða í minn haus sínu subbulega kynlífi. Ó nei takk. "Not my cup of tea! eins og við hefðarfrýr segjum hér í englandi.
Þetta var samt furðulegur morgun.
Þegar halda átti af stað í morgungönguna og heilsa upp á talandi tréð og anda að sér fersku lofti ákvað ég að vera heima án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sem var eins gott því stuttu seinna fékk ég þessa líka hroðalegu magapínu sem hefur haldið mér í bólinu í allan dag. Og af því að ég er pempía fer ég ekkert nánar út í hvers vegna það er best fyrir mig að vera bara heima og nálægt ákveðnu herbergi í húsinu. Það er bara svoleiðis.
Anyway. Það sem ég ætlaði að segja var að eftir hrikalegar kveisur og gjörninga lá ég eins og steindauð fluga undir sæng og fékk eina bestu hugmynd sem ég hef fengið sl tvo daga. Hún bara datt í hausinn mér eins og lítill dropi dettur í vatn og svo byrjaði hún að stækka og stækka og verða magnaðri og magnaðri með hverjum andardrættinum sem ég tók. Núna bara veit ég að ég verð heimsfræg. Og líka auðkýfingur.
Það er bara ekkert annað í spilunum þegar maður fær svona mikið af góðum hugmyndum. Þið vitið að þær eru búnar til í kristalshellum á himnum og detta svo niður í hausa þar sem er pláss fyrir þær? Ég hlýt að vera frekar höfðustór miðað við hvað ég fæ rosalega margar hugmyndir. Það hefur samt enginn sagt neitt.
Hugmyndin tengist líka broti úr draumnum sem mig dreymdi í fyrrinótt. Tveir fiskar og vitundir sem mætast. Núna bara verð ég að finna mér risastúdíó þar sem ég get gert bæði stór olíumálverk og magnaða skúlptúra sem þið fáið auðvitað að sjá þegar þið komið á samsýninguna okkar Í ráðhúsinu 2008.
En fyrst verður kveisan að klárast. Tekur ekki svona sólarhring vanalega að losna við svona magapöddur?
Annars er ég hæstánægð með þessa kveisu og gubbupest...lít á þetta sem hreinsun á líkama og sál og fæ heilan dýrðardag í rúminu þar sem ég get bara lesið og lært allt sem ég þurfti, á milli þess sem ég gubba í rauða fötu og....já. Algerlega frábært bara.
Erum að stúdera þetta EFT sem ég setti inn link á um daginn. Emotional Freedom Techniques. Þetta er magnað fyrirbæri og virkar sko vel. Ég er t.d hætt að naga neglurnar og sit hér og pikka á lyklaborðið og lít út eins og bankamær um hendurnar. Svo fallegt! Núna vantar mig bara hring á hvurn fingur. Best að draga að sér demantahringa í tugatali með þessu nýja lögmáli sem allir eru að tala um.
Fór ekki einhver að sjá The Secret í Háskólabíói í gær eins og ég sagði ykkur??
Hvernig var fyrirlesarinn?
Bæ.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Þú ert heimsmet í skemmtileg -
og skringilegheitum, Katrín mín.
Svava frá Strandbergi , 4.5.2007 kl. 14:11
Uss fékstu gubbu pest ekki var það nú gott jæja eins og þú sagðir þá er þetta hreinsun á líkama og sál og þetta batnar fljótt ekki sá ég myndina.Secret á eftir að sjá hana. Hafðu það gott Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2007 kl. 14:11
Hrikalega er gaman að heimsækja þig .... Oooog þótt þú sért hálf ofanífötu þá er það fínt. Ég elda mér bara kaffið sjálf og veit nákvæmlega það sem þú ert að tala um og skynja þig ..... Ég hef aldrei átt fleiri esmeröldur og gull eftir að ég fór að æfa mig í huganum! Nú fer ég og næ mér í aðra hluti eins og .............. Ég fæ stundum kúlur af þungum kristölluðum hugmyndum
Life is wonderful! Láttu þér batna sæta geit!
www.zordis.com, 4.5.2007 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.