Leita í fréttum mbl.is

Norðvestan rok og Miss Potter með mikilvæg skilaboð til mín.

Unaðslegur sunnudagsmorgun.

Þó það sé enn snemmt svona af sunnudagsmorgni að vera er ég búin að borða morgunmúslíið mitt og hugleiða enn einn daginn af mínu 40 daga prógrammi. 40 dagar eru töfradagar. Það er hægt að umbreyta öllu og komast að nýjum skilningi á þessum tíma. 40 dagar og 40 nætur.

Strákarnir farnir út að spila og keppa í krikketi en við mægðurnar ætlum að kúldrast og horfa á Miss Potter sem var einstök kona sem skapaði einstakar sögur og myndskreytingar fyrir börn. Ég held að þetta sé akkúrat myndin sem ég þarf að horfa á núna.

 Þið vitið.

 Stundum koma til manns bækur eða tónlist..jafnvel dulbúnir englar sem ókunnugt fólk með mikilvæg skilaboð þegar við þurfum á að halda. Ég held að Miss Potter eigi við mig erindi núna. Mjög mikilvægt erindi.

10104650

Svo ég hlusta vel og heyri raddir úr fjarskanum og skynja nýjar ímyndir sem leysa upp gamla hnúta.

Lykillinn er í hendi og lásinn opinn. Hlekkirnir uppleystir og það skín dagsljós inn í kytruna.

Tímabært að uppgötva að vindur getur ekki bara verið mótvindur

Hann getur líka verið meðvindur.

Verði Rok!

200021893-001

Miss Potter bíður.

Theodóra mín bíður.

Og ég er hætt að bíða.

Eigið góðan sunnudag með sælu og sálarljósi.

Kirkjusóknin er góð í dag víða um land

 ef fólk leyfir sér að vera í sjálfu sér.

200333562-001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegur Sunnudagur, spænski mæðradagurinn .... Gjafir frá börnunum, rjúkandi kaffi og listsköpun!  Englarnir eru alllstaðar tilbúnir að leiðbeina, bíða eftir kallinu okkar! Kanski ég kalli á listaengilinn til að stýra penslinum ljúfa ....  Eigðu ljúfan dag!

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gaman að horfa á Miss Potter. Eigðu góða dag mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Hugarfluga

Eigðu góðan dag sunnu og megi vindarnir blása þér kjark og líf í brjóst.

Hugarfluga, 6.5.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Eigðu góðan dag og þið öll. Falleg færsla hjá þér eins og alltaf

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 12:16

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þarna ertu þá Margrét. í nótt biðum við saman eftir gamla blá hafnarfjarðarstrætó. Soúm á horninu neðst á Suðurgötunni og þú svo fín með þinn þykka rauða magnaða makka og varalit. Við þurftum að komast á merkilegan fund eða skóla í breiðholtinu en klukkan var að verða hálftvö og við áttum að vera mættar klukkan tvö. Draumurinn fór svo í að finna út úr þessu öllu saman. Finna símanúmer ..sem einhver ungur maður í sturtu í sérkennilegu húsi hafði undir höndum..til að við gætum  látið vita af þvi að okkur seinkaði aðeins og yrðum að bíða eftir gamla strætó.

Það var gaman að hitta þig aftur Magga mín....þó það hafi bara verið á draumasviðinu.

Já og Miss Potter. Takk fyrir hjálpina. Alveg vissi ég að þú geymdir fyrir mig leyndarmál og minningu. Núna ætla ég að gera mig sunnudags sparifína og rölta upp á kaffihús og hlusta á söngkonu í eftirmiðdaginn. Jamm.

Og ekki gleyma að kjósa í sögu og ljóðakeppninni. Fresturinn rennur út á miðnætti í kvöld.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband