Leita í fréttum mbl.is

Vinningshafi í sögu og ljóðakeppninni

Zordis hlaut flest atkvæði að þessu sinni fyrir frábæra sögu sína og ljóð. Zordis mín þú sendir mér bara meil kbaldursdottir@gmail.com og lætur mig vita hvaða eftirprentun þú hefur valið úr galleríinu og ég sendi þér hana um hæl. Þarf að fá nafn og heimilisfang. Kærar þakkir fyrir þátttökuna.

Hér kemur svo vinningssagan og ljóðið sem varð til út frá þessum myndum sem má sjá hér.http://www.katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/196598/

Smámynd: www.zordis.com

 

Myndirnar koma í réttri röð og ég stíg hér á stokk með heita putta og heitar tær! 

Sagan mín er um ást og mann! 

Heart

Dreyminn og gleyminn horfði ég á uppdúkað borðið. Raunveruleikinn var svo fjarri mér, reyndist eins og gömul svarthvít bíómynd sem missir aldrei gildi sitt. Ég gat ekki annað en tímasett fund okkar á þessum degi, ég varð bara að sjá þig á ný, þig sem stalst hjarta mínu og yfirgafst mig. Tár mín eru sem lækur í landi sem enginn sér og jörð sem engin snertir. Hjartlaus og hryggur ég biðla til þín eftir öll þessi ár. Lífið er ekki til þar sem tré lífsins hefur klofið sál mína. Ég er ekkert í engu án þín.

Í heimi þar sem enginn býr, þar sem hljóðið sefur og allt líf er slökkt hef ég verið og dormað. Hef legið við hliðina á öðrum hjartlausum persónum sem geta ekki meir. Þrátt fyrir fegurð heimsins tókst þú sýn mína og gerðir mig að engu í sjálfum mér. Ég elska þig samt og teygi anga mína til að snerta raunveruleikann, finna til á ný, gráta tárum eins og ég hafi aldrei gert annað.

Eftir jörð er annar heimur eins og annar dagur, annar engu betri, enginn ilmur og þó! Í heimi þar sem ástin er sýnileg sem tindrandi ljós verð ég, aleinn án þín. Ég er einn með sjálfum mér og verð að horfa framan í mig og taka mér eins og ég er. Ég er mín eigin ásýnd, þræll ástar sem er ekki endurgoldin.

Og, þó ....... til að elska þarf ég að byrja á sjálfum mér. Hvernig er hægt að elska án þess að vita hvað ást sjálfsins er, elska sjálfan mig. Ég lofa því að byrja að elska smátt og smátt ..... Ég mun láta mér líða eins silkimjúkum glöðum hundi sem er elskaður af öllum. Vera eins og ofur rogginn rakki sem konur á mínum aldri elska og tilbiðja. Þótt svipur minn sé súr þá verð ég elskaður af konum með ilm sem ganga í háhæluðum skóm, í pilsi með jakka í stíl.

Í huganum set ég hönd mína í greipar, keppist í takt við tímann að finna elskuna sem yfirgaf mig, fyrir karlinn í tunglinu. Karlinn sá hefur enga spegilmynd og er kaldur eins og ég var. Ég hef uppgötvað ástina og get horft í allar áttir, tiplað á taflborði lífsins og boðið þér upp í eilífðardans. Ég finn ilm af nátthúmi og heyri hvíslið sem mér berst í víndinum. Ég sé þig í fjarska þar sem þú situr og segir karlinum þínum sögur.

Í fjarlægðinni snerti ég hönd þína og bið þig afsökunar á lífi sem ég stal.

Með fangið fullt af Ást til þín,

Við stígum saman hamingjusöm.

Til framtíðar horfum elskan min,

Um litrík ástarinnar höf.

Ástareldur innra með,

svíður hjartarætur.

hrifninguna óspart kveð,

í draumaheimi um nætur.

Kannski finn ég hjarta mitt á ný og kem ef þú bara vilt það Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst þessi saga mjög góð en sorgleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju Zordís.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 11:21

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju Zordis

ljós steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 15:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju Zordís.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: www.zordis.com

Það má segja að ég sé lánsöm skvísa!  Takk fyrir mig .....  Ég var búin að ákveða að mig langaði í mynd (eftirprentun) e. Katrínu og hún gerði mér það kleift með þessum hætti.  Takk innilega fyrir að hafa greitt leiðina Katrín töfrakona! 

www.zordis.com, 8.5.2007 kl. 08:10

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekki þakka mér darling..það varst þú sem skrifaðir og skáldaðir. En þú verður að senda mér mail kbaldursdottir@gmail og láta mig vita hvaða mynd þú vilt og hvert ég á að senda hana. Ég þykist samt vita hver þeirra verður fyrir valinu

Bæ bæ

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband