Leita í fréttum mbl.is

Gestur að koma að heiman..pöntunarlistinn lítur svona út!!

Ég nudda bara saman höndum og hugsa mér gott til glóðarinnar því það er gestur á leiðinni frá Íslandinu góða á miðvikudaginn. Þetta er það sem okkur bráðvantar hérna megin við hafið.

Remúlaði, remúlaði og remúlaði. Tími kominn á ærlegt pulsupartý.

Já og pítusósa, pítusósa og pítusósa. Tími líka kominn á ærlegt pítupartý.

Flatkökur og hangikjet

Harðfiskur og íslenskt smjer...vinir mínir hér hlaupa út þegar ég opna pokann. Frábær gestafæla.

Skyr og sjúrmjólk

Möndlur

Lambahryggur...MEÐ puru

Norðurljós...skilst að söluverð á þeim hafi aldrei verið hærra

Kosningastemmning og Eurovisionstemmning

Blár Capri

Útisundlaugar...tvær ættu að duga

Fjöll og dal og bláan sand ásamt útsýni yfir hafið

Ráðhúsið..ég þarf að kíkja á hvernig aðstaðan er fyrir sýninguna næsta sumar

Ef það er yfirvigt sendi ég reikninginn á núverandi stjórnarflokka því ég sé að þeir borga ALLT sem fólkið vill núna. Heppin er ég að þetta er nokkrum dögum fyrir kosningarnar.

Já það fæst nefninlega ekki ALLT í útlöndum.

Nú bara vona ég að gesturinn sé einn af þeim sem les bloggið mitt.Smile

200194796-001

Endilega látið mig vita ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe hélt fyrst að þú vildir blátt Capri súkkulaði og hugsaði með mér að þú værir búin að búa of lengi úti vegna þess að ég held að það sé ekki til lengur.  Eða var það grænt?? Skil vel löngun þína í ofangreint matarkyns.  Norðurljósin eru stórlega ofmetin (segi sonna).  Síjú og smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ef ég lauma að þér svona 50 krónum ... viltu þá kjósa Eirík í Evróvisjón?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hefur gleymt oragrænum baunum, lakkrískonfekti og skyri. 

Verst að það er ekki ég sem er að koma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Ibba Sig.

Capri súkkulaði  Jenný, hvað ertu eiginlega gömul. Þetta fékkst síðast í búðum hér árið 1873.

En að öðru. Haldiði að maður hafi gott upp úr betli hér á landi? Ég þarf nefnilega að redda mér hellings pening á morgun. Á svo hrikalega kröfuharða kunningja í útlöndum

Ibba Sig., 7.5.2007 kl. 20:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nú bara svo græn.....hvað er blár capri?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nammi, namm, mig langar líka í þetta allt saman enda er ég ekki enn búin að borða kvöldmatinn.
Sendi þér með hraði, rauðu norðurljósin sem ég sá eitt sinn á jólanótt í Arnarfirði.

Svava frá Strandbergi , 7.5.2007 kl. 20:16

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Allt sem þú nefndir hér að ofan er satt &

 Oj, oj, hér er einn ofsa gamall = Prins Póló, Rauður Opal, Egils appelsín, ógeðsleg hveitibrauðs samloka með hangiketi eða rækjum, lakkrísrör, Malta, Síríus-súkkulaði með lakkrísræmu, perubrjóstsykur. Oj, oj, oj, hvílíkur viðbjóður - hvílíkur unaður, hvílílur söknuður:

Ásgeir Rúnar Helgason, 7.5.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: www.zordis.com

Norðurljósin eru eins og jólin .... gaman að upplifa þau sjaldan!  Við skulum ekki falla fyrir sölutrixinu frá því í den

Skrítið með Ísland og allar gjafir þess, þá langar mig aldrei í neitt þaðan, finnst reyndar æði að kaupa mér baunir frá Kaffitár

Simple things are nice!  Hey ... Ég get sent þér 2 sundlaugar, eg á 3 útisundlaugar "honest"  Sendi þær án vatnsins þar sem það er eins og gull Spániá!  Faðmur til þín tilhlökkunarstelpa! 

www.zordis.com, 7.5.2007 kl. 20:26

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég rifja upp óskalistann frá því ég var í Ammmmríku: Blár opal, grænar baunir, fjallagrasapaté, harðfiskur, lifrarpylsa, Siríus súkkulaði, Malt & Appelsín, hangikjöt, flatbrauð, kæfa frá Reyðarfirði, reyktur lax, graflax-sósa, hörð krónuterta.  Það er eins og maður verði fyrir ákveðnum, afmörkuðum heilaskemmdum þegar maður ferðast til útlanda. Hæhójibbijei og jibbijeijæ, það er kominn.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband