Leita í fréttum mbl.is

Blómabað og bleikur veruleiki

Ég ætla að gefa þér blóm í tilefni dagsins. Og hvert er tilefnið spyrð þú.

Og ég segi ...bara!

200523756-001

Kannski bara af því að það var nóg súrefni til að anda að okkur í dag og að sú viðleitni sem við sýnum hvern dag til að halda okkur á lífi skilar sér í því að við erum enn hér. Það er næg ástæða til að fá blóm fyrir ....ekki satt? Það er ekkert smá átak að halda sjálfum sér gangandi. Anda, næra sig, baða, hvíla, vinna, blikka augum, greiða sér, anda aftur og oft, kyngja og horfa. Hefur þú nokkurn tímann þakkað þér sjálfum og virt allt sem þú gerir daglega til að halda þér á lífi? Blómin eru frá þér til þín með þakklæti fyrir að elska sjálfa/n þig það mikið að þú ert enn hér!!!

 

Ég gekk eftir undarlegri götu í undarlegum bæ í dag.

Kom þar að húsi sem hafði fallegar bleikar dyr og undurfögur hvít blóm fyrir utan. Bankaði laust og lítið svín kom till dyra. "Vertu velkomin frú" sagði það um leið og það brosti fallega til mín. Eins og það hefði beðið komu minnar og bauð mér inn. Hafði ekki tekið eftir því áður að svín hefðu svona geislandi bros.

200504248-001

Ég hugsaði með mér að ég hefði ekki mikinn tíma til að skoða mig um þar sem ég yrði að drífa mig heim áður en Eiríkur stigi á svið í Eurovison með íslenska lagið. Það væri líka gott að komast í gott bað áður og slappa aðeins af.

Ég bara verð að komast í vatn og liggja í bleyti reglulega. Það eykur allt flæði..sérstaklega hugmyndaflæði og hægir á huganum. Tala nú ekki um ef í baðinu fljóta rósablöð. En það er auðvitað draumur hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég gekk eftir löngum gangi.

Svínið gekk á eftir mér og brosti með sjálfu sér eins og það læsi hugsanir mínar. "Má bjóða frúnni að koma með mér hérna inn" sagði það og benti á aðrar bleikar dyr. Ég elti og það sem við mér blasti var hrein dýrð. Núna situr sæta svínið og bloggar fyrir mig. Ég er að slappa af í draumi. Kem með smá blómabaðvatn fyrir ykkur hin þegar ég kem aftur heim. 

200509768-001

Ahhhh....Njótið blómanna og súrefnisins.

Þið eruð svo rosalega dugleg að vera til.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yndislegt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt Æði

www.zordis.com, 10.5.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband