Leita í fréttum mbl.is

Með vitring á annari öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni!

Þetta er endurbirt færsla síðan í janúar á þessu ári og er sett fram sem stuðningur fyrir Ómar Ragnarsson og gegn þessari kæru á hann fyrir náttúrurspjöll sem ég er yfir mig hneyksluð á.

Mætur maður hallaði sér yfir öxlina á mér áðan og rýndi á bloggið mitt. "Ef þú ætlar að ná árangri á blogginu verður þú að tala um það sem allir hinir eru að tala um" sagði hann.

Held honum finnist ég ekki nægilega pólitísk eða þenkjandi á stjórnmálasviðinu. Og hvað er það að "ná árangri" á blogginu? Ég held ég verði bara árangurslaus bloggari og haldi mig við það markmið mitt að halda geðheilsu langt yfir áttrætt og skipta mér ekkert að því sem er greinilega að gera ykkur hin gráhærð og skrifa bara um það sem mér liggur á hjarta hveru sinni óháð öllum vinsældarlistum.

Þetta segir vitringurinn sem situr á öxlinni á mér..og ég tek fullt mark á honum. Ætla samt að tala um einn mann sem allir hinir eru að tala um. Hann gerir mig nefninlega alls ekki gráhærða. Hann gleður mitt litla hjarta og gefur mér von. Og þannig fólk nenni ég að tala um og hugsa um.

Við Ómar eigum okkur nefninlega langa sögu. Kynntumst fyrst þegar ég var aðeins fjögurra ára og afi kom heim einn daginn með litla vínilplótu sem hann setti á fína grammófóninn í stássstofunni. Þar lærði ég að baka og loka og læsa allt í stáli..eða var það áli.? Man ekki alveg. Svo kenndi Ómar mér það að það er allt hægt þegar hann söng um bílinn sem sem skrölti áfram þó hann væri bara á þremur hjólum. Og Ómar hefur haldið áfram að gera allt sem öðrum hefur þótt óhugsandi.

Núna er hann t.d að gera allt sem hann getur til að vekja upp sofandi stjórnmálamenn sem gera venjulegt fólk gráhært langt fyrir tímann og rænir það geðheilsu. Ómar passar líka uppá allt sem er raunverulega dýrmætt. Það að hafa skoðun og kjark og fylgja því eftir sem manni finnst rétt sama hvað hver segir. Hann stendur líka vörð um landið og náttúruna meðan sumir aðrir lita á sér hárið.

Ég held að ég sé bara vel sett með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni. Set hér inn ljóð eftir sjálfa mig sem Vitringurinn hvíslaði eitt sinn í eyra mér og tileinka það hér með baráttunni fyrir landinu okkar, náttúrunni og plánetunni. Og Náttúrunnanda íslands númer Eitt Ómari.

200516425-001

Því bænin svo heit

brennandi biður

um líkn þína, Móðir.

Á krossgötum stendur

rennandi á

kitlar þar ókunnar strendur.

Stattu þar einn

og horfðu þar á

fegurstu ljóðlínur heims

er á heljarþröm stendur

og bíður þess eins

að þú vaknir

og þvoir þínar hendur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Áfram Ómar, hann er frábær, alveg sammála!

Sammála þér með "árangur" á blogginu. Held að maður sé ekkert  bættari með marga gesti. Magn er ekki málið, heldur gæðin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.5.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er fólk sem yrkir svona ljóð sem gefur manni von um betri heim.

Árni Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 19:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nú bara skrifa ég ekki neitt. Ég er að gráta. Hvílíkt comment.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.5.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það eru fleiri sem gráta Katrín mín. Ég tárast vegna fegurðar ljóðsins þíns og þinna fallegu hugsana.

Svava frá Strandbergi , 10.5.2007 kl. 22:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar er góð manneskja og hugsjónamaður.  Því miður virðist hann hafa látið manneskju teyma sig áfram út í fen haturs.  Og ég veit hvað ég er að tala um.  Hann á það ekki skilið að vera þannig vafinn inn í lygi og ómerkilegheit.  Ég verð reið þegar ég hugsa um það.  Ég veit meira en ég læt uppi.  Og reiði mín er réttlát. 

Það er erfitt þegar hugsjónin mætir græðginni.

Það er erfitt þegar góð manneskja er umvafinn lyginni.

Það er erfitt að réttlæta það að sá sem heldur að allir séu einlægir, séu það ekki.

Það er  sífellt að koma betur í ljós. 

Megi allir góðir vættir vaka yfir góðum manneskjum og vernda þær fyrir lyginni og óheiðarleika samfélagsins. 

Af því að óheiðarleikinn er ekki alltaf meðvitaður, heldur sprottin af innra ástandi sem ekki gerir sér alltaf grein fyrir því að það sé einmitt reyndin.

Svo að ég vil líka biðja fyrir þeirri manneskju og vona að hún nái að vinna úr sjálfri sér og finna allt það góða sem hún á inn í sér, en hefur ekki fundið.

Ekki þrátt fyrir góð ráð, væntumþykju og fórnfýsi.  Því var öllu kastað fyrir róða því miður.

Því uppskerum við eins og við sáum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 22:42

6 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Já ég held að vinsældir í bloggi skipta engu máli, það er kannski að þú náir til fleira fólk en mest af áf því fólki sem leitar af vill bara tala um júróvision eða kosningar efast um að það sé í einhverju sáluleit að leita að einhverjum speglum.... en hvað veit ég :P

 Fallegt ljóð ;)

Lúðvík Bjarnason, 10.5.2007 kl. 22:51

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jæja nú er ég með þurra hvarma og brosi móti sólu. Takk fyrir kommentin þið öll..ekki láta bugast þó þið öll teljist bara sem tvær athugasemdir...þetta systemo á blogginu er bara eitthvað stórbilað!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 07:41

8 Smámynd: www.zordis.com

Virkileg fegurð í orðum þínum Katrín!  Gott að gráta og vera maður sjálfur

www.zordis.com, 11.5.2007 kl. 08:10

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ljóðið þitt er yndislegt

En ég ætla ekki að tjá mig um Ómar nema að hann á fullt af yndislegum textum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.5.2007 kl. 08:54

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ómar er góður maður en ljóðið þitt er fallegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 09:58

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alveg ertu einstök Katrín

Guðrún Þorleifs, 11.5.2007 kl. 11:12

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Katrín mín varstu nokkuð að tala um mig af því að ég fékk mér strípur ???

Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 11:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg skrif um Ómar.  Hann á þau skilið

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 12:10

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamleg kæra kæra Katrín, ljóðið fallegt. Veit í raun ekkert um hann ómar, nema ég elska barnalögin hans, og landþættina sem hann gerði.

þetta með bloggið getur verið höfuðverkur, að finna sína eigin leið, en ef allir skrifa leið hjartans sem er svo ólík leið eins og við erum mörg, hljóma allir strengir manneskjunnar í einu, samhljómur í því ólíka.

en þegar reint er að gera það sem ekki er frá hjartanu, en með öðru mótívi, kemur annar hljómur, sem breiðist út í hina hljómana og út  úr því kemur yfirborð án dýptar.

Ljós og kærleikur til þín og ósk um fallega helgi 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.5.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband