Leita í fréttum mbl.is

Dagur mikilla breytinga

Já. Ég er búin að hugsa mig um.

Það er kominn tími á breytingar.

 Ég þarf að breyta útliti bloggsins míns..skipta um liti og form og svo er ég að gæla við hugmynd um breyttara blogg. Fara að blogga allt öðruvísi um eitthvað allt annað og á öðrum nótum. Það liggja bara svona breytingar í loftinu og þær renna um æðar mér núna.

 Eftir helgina ætla ég svo að fara og fá mér nytt hairdo og umbylta því hvernig ég lít út og ég ætla meira að segja í kirkju á morgun. Þetta eru breytingar með meiru hjá konu sem er reyndar þekkt fyrir að vera alltaf að breyta....heima hjá sér.

Segir örugglega eitthvað um karakterinn.

200136908-001

Og ef 12. maí 2007 er ekki tilvalinn dagur til mikilla breytinga og gleði þá veit ég ekki hvað.

Kemur út með töluna 8 sem er góð tala.

Best að skjótast aðeins út og ná í meðlæti með dýrðlegu íslensku lambakótilettunum sem við ætlum að naga yfir góðu kvöldsjónvarpi og kosningaáhorfi í gegnum netið.

Ég vil einnig tilkynna það hér og nú að ég hef fengið það mikilvæga hlutverk í næstu viku að vera fyrsta manneskjan sem fær það hlutverk að passa litlu Alice Þórhildi í svolítinn tíma. Af því er ég stolt og hlakka mikið til.

20070503160414_3

Breytingar eru af hinu góða..og stundum eru þær líka mjög hollar.

Mæli með þeim reglulega.

Oft var þörf en nú er nauðsyn!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju með það!

Með breytingum í lífi manns koma ný viðfangsefni sem ögra manni og gefa nýja lífssýn.......sem er bara af hinu góða! :)

Eva Þorsteinsdóttir, 12.5.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Breytingar eru sko oft af hinu góða ... en ekki breytast of mikið, elsku engillinn minn. Það er svo gott að lesa færslurnar þínar, svona hlýtt í hjartað. Æ, hvað ég sakna þín. Vonandi kemurðu bráðum til landsins. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: www.zordis.com

Ég reyna að snerta jörðina með vissu millibili til að fuðra ekki upp í alheimi .....  Breytingar eru góðar og ég hlakka til að sjá þig breytta og bætta, égtreysti á að karakterinn haldi sér og því er ég hvergi smeik!  Í stríðu og blíðu hlakka ég til heimsóknar til þín .... ....

www.zordis.com, 12.5.2007 kl. 15:37

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Jæja tvíbbi, stendur mikið til

Knús ljúfa mús

Guðrún Þorleifs, 12.5.2007 kl. 20:37

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gangi þér vel að passa litlu skvísuna. Skemmtilegt hjá ykkur að borða íslenskar kótilettur yfir kosningasjónvarpinu svo þjóðlegt. Knús til allra

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.5.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég er að fara í gegnum miklar innri breytingar og umbylta fullt af hlutum. Henda út úreltum hugsunum og trúarkerfum sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Það er svo hressandi að gera þetta öðru hverju...

Já Magga mín og svo sátum við fram eftir nóttu og nöguðum harðfisk og smjer þar til augnlokin voru orðin of þung til að vaka lengur. Og þó ég væri ekki mjög glöð með úrslit..þá var maginn alsæll og úttroðinn af íslensku góðgæti.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 09:20

7 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

gangi þér vel að passa litlu prinsessuna, var að passa tveggja ára afastelpu í nótt

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 13.5.2007 kl. 10:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tvíburinn í fúnksjón!  Um að gera að breyta til.  Vá hvað Alice er orðin stór, hreint ótrúlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband