Leita í fréttum mbl.is

Hin mannlega hlið...upp eða niður???

Í dag má ég ekki mæla....í dag þarf ég að hugsa og svo mun ég mæla. Eða blogga réttara sagt. Fyrst þarf ég að koma skikki á þetta sem ég er að hugsa. Dagurinn í gær var svo margbreytilegur og magnaður. Og það er núna fyrst að hitta mig allt það sem gerðist og var. Er um tindr og algeran englasöng og fólk sem deyr beint fyrir framan augun á okkur og við látum sem ekkert sé. Horfum bara fram fyrir okkur og hristumst í lest og höggumst ekki. Algert tómlæti. Mér finnst þetta scarí og agalegt.

10160235

Veit ekki hvort mér hugnast þessi heimur sem við erum að skapa og hvort mér hugnast hrokinn sem skín í gegn i öllu hér gagnvart fólki.

Sem er bara eins og ég og þú. Af holdi og blóði með hjarta sem slær. Að sumum sé bara alveg skítsama svo framarlega sem þeir fái sitt. Að syndirnar 7 séu það sem ræður ferðinni.

Ég ætla að fá mér sterkan kaffi og hugsa mig aftur til baka í veröldina þar sem allt er mögulegt og það góða gerist því þar ríkir  einægur vilji til góðra verka. Kannski maður athugi hvort það sé til einhver staður þar sem annars konar lögmál ríkir..þar sem maður getur bara andað í takt og notið þess sem er í kringum mann?

Kona skyldi nú athuga hvað farið kostar..ha? Svo stoppar lestin bara í Hveragerði eða eitthvað! Jafnvel bara litfögur pláneta á sveimi í kringum jörð sem gott væri að hvíla sig á um stund.

200446899-001

Kem svo aftur þegar ég er búin að fara á hugrænt heilsuhæli og jafna mig á lífinu sem blasir við manni.  

Aftur og aftur þarf maður að tala í sig bjartsýnina og blíðuna og bretta svo upp ermarnar og halda áfram að sjá allt sem er fagur og gott í mannshjartanu. Því það er svo sannarlega hin hliðin á peningnum sem var kastað upp í gær og kom niður á röngunni. Ég sný honum hér með við.

200417131-001

Knús.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er ekki gott að upplifa fálæti og mannvonsku, fundist maður vera borinn ranglátum sökum og endalausar kröfur gerðar á að maður standi sig "betur" á öllum sviðum.

Betur en hvað? Kona spyr

Gangi þér vel að vinna úr þessar lífsreynslu og vonandi kemur hún ekki til með að drepa niður það góða og fallega í þér

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín, allt byrjar hérna í mér og thér, og frá mér og thér streymir allt út eins og hringur í vatni. thad kemur vonleysi, thad kemur gledi, í vonleysi er gott ad sjá hversu langt madur er komin í uppbyggingu sjálfsins, svo er bara ad thramma af stad og láta ljósid skína á hinn og thennan.

vertu ljósberi thíns og hins.

ljós til thín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei þessi upplifun sem ég varð fyrir og það sem ég varð vitni að..og brást reyndar við.....bara vakti mig til djúprar umhugsunar. Um hvar við erum stödd sem fólk. Ég trúi og hef alltaf trúað á að við höfum öll innra með okkur afl sem getur umbreytt veröldinni. Hvernig í ósköpunum er hægt að kenna fólki um kraftinn þeirra og að það erum við sem erum að skapa allt í kringum okkur og það erum við sem getum öllu breytt? En það dugar ekkert að gefast upp...Upp upp mín sál!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég held ekki heldur að þarna hafi verið mannvonska sem réði fálætinu og tómleikanum..heldur ótti. Við erum svo skíthrædd við hvert annað að við leyfum öðrum að deyja fyrir framan okkur frekar en að þurfa að bregðast við og verða okkur til "skammar"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: www.zordis.com

Skil innilega hvað hrærist og nærist í huga þínum.  Er innilega á sömu skoðun og það ætti að vera skylda að innleiða mannkærleika í grunnskóla, að kynna fólki fyrir blíðu og betrun.  Í krafti kærleikans og þeirra hugandi hausa sem eru á þessum nótum að senda út lifandi kærleiksljós til allra í kring um okkur og einbeita okkur að fegurð þess er liggur oftar en ekki til hliðar!  Í dag á degi fegurðar mun ég biðja um aukadúsen hjartslög af kærleika fyrir heiminn .....  Margt smátt upphefur fagra hugsun!  Hugsun þína! 

www.zordis.com, 14.5.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Þú ert vitur kona!

Vildi að ég væri svona klár skrifari eins og þú:)

Bjarki Tryggvason, 14.5.2007 kl. 13:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég stend með þér þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað gerðist.  Love u

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 13:53

8 Smámynd: bara Maja...

Hlýjar kveðjur frá máttlausu beljuskrípi. Stattu með sjálfri þér ! dáist að þér !

bara Maja..., 14.5.2007 kl. 14:16

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Í gær fórum við til London í íslenska messu í lítilli kirkju. Þar var skemmtilegur söngur sem Hafdís Huld stjórnaði og hún er lager engill sú stelpa og frábært að sjá tindrið í henni og hvernig hún geilsar. Svo fengum við kaffi..rjomapönnukökur og alíslenskar rjómatertur.. Bara góð stund. á heimleið fórum við í neðanjarðarletina..létum tvær fara framhjá því það var svo margt fólk að við komumst ekki fyrr en með þeirri þriðju. í vagninum sátu tveir ungir menn..svona 18 ára. Báðir virtust vera sofandi og það angaði af þeim áfengislyktin. Annar þeirra hraut en hinn lá í ankannalegri stellingu út á hlið. ég sá bara á hlið ´hans og ekki framan í hann þar sem hann var með hettu. Fólkið horfði stjarft á hann en leit svo undan. Huldi augu barnanna sinna..svo ég fór að kíkja betur hvað væri í gangi. Ég sá bara hendina hans sem var orðin dimmblá á lit..næstum fjólublá. Þar sem við vorum bara að fara á milli tveggja stöðva var þetta stutt ferð en ég sá að það var eitthvað mikið að. Þegar ég fór úr lestinni náði ég að sjá framan í hann..og hann var alveg fjólublár í framan og með furðulegan svip. Ég veit ekki hvort hann var lifandi eða dáinn..en ég hljóp beint til tveggja varða sem þarna voru og bað þá að senda strax aðstoð..lestin var að fara en þeir létu vita á næstu stöð um að þar yrði einhver sendur til að athuga með drenginn. Ég veit ekkert meir. En þetta situr í mér. Og maður er svo oft að verða vitni að þessu afskiptaleysi og magnleysi.....þessu viðmóti ..mér kemur náungi minn ekki við. Hvort hann lifir eða deyr er hans einkamál. Jafnvel þegar hann liggur algerlega hjálparvana og kannski á síðustu metrunum milli lífs og dauða. Og þetta andvaraleysi skín i gegn allsstaðar...þú ert ekki mitt mál. Farðu. Vertu ósýnilegur.

En sem betur fer eru þúsundir manna og kvenna um allan heim sem eru vakandi og láta sig varða. Og þeim fer fjölgandi og það mun breyta öllu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 14:53

10 Smámynd: www.zordis.com

Veistu að mamma mín sem er engill sneri sér jafnan að fólki sem enginn vildi tala við, enginn vildi sjá og fyrirleit!  Mamma mín sem er engill gaf þeim tíma og skyn!  Mamma mín sem er engill hefði sennilega gert það sama og ekki skýlt augum barna sinna!  Þegar við látum okkur lífið ekki varða verðum við hluti af syfjuðum heimi sem er aldrei til staðar!  Afskiptasemi af hinum góða heitir umhyggja!  

Faðmlag til þín kæra Katrín! 

www.zordis.com, 14.5.2007 kl. 16:30

11 Smámynd: www.zordis.com

..... mamma mín er einn af þessum lifandi englum

www.zordis.com, 14.5.2007 kl. 16:30

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já ansi sjokkerandi, hef lent í svipuðu dæmi hérna í dk. eldri maður sem sat í strætóskili, veit ekki hversu lengi hann hafði setið þarna þegar ég kom að, reyndi að tala við hann, en hann gat ekki tjáð sig. Hljóp í næstu búð og lét senda eftir sjúkrabíl, veit svo ekki hvernig fór. fólk hefur örugglega haldið að hann væri dauðadrukkinn, hann sat þannig blessaður maðurinn.

Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:27

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekkert er einfalt. Talaði við vin se reyndi einu sinni að aðstoða "hettugengi" sem vildi að hann gæfi þeim sígarettur. Hann gerði svo....þá vildu þeir veskið hans. Hann hló og sagði..Nei...eru sígaretturnar ekki nóg? Næsta sem hann vissi var þegar hann vaknaði upp á spítala nær dauða en lífi..með brotna höfuðkúpu og alla fingur mölbrotna. Búið að lemja han í spað. Hann segist aldrei munu koma nálægt þessum "hettugaurum " aftur. Er enn í trauma eftir þessa reynslu.  Þetta er alltaf að gerast...svo ég skil að fólk veigri sér við að fara inn í sumar aðstæður. Sumir eru ekki með góða ætlun..truflaðir og vondir. Spurningin er bara ..hvenær veit maður hvað er hvað?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 21:34

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég stend með þér Katrín mín og fáðu þér stert kaffi það er ekkert einfalt í þessum heimi og hefur aldrei verið. 

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband