Leita í fréttum mbl.is

Minn kæri kroppur

10194449

Að vera sjálfum sér góður og gera sér gott er eitthvað sem maður ætti að láta eftir sér oftar.

Í alvöru að koma fram við sjálfan sig eins og það skipti mann máli að maður sé í lagi og líði vel. Það er svo margt til sem er hrein dýrð og dásemd og margt af því alveg ókeypis. Stundum hagar maður sér gagnvart sjálfum sér eins og einnota ódýrum nælonsokkabuxum.

 Að maður fái sér bara nýtt eintak ef það kemur lykkjufall.

Náttúran býr yfir næringu af öllum toga sem bætir hressir og kætir.

200474818-001200464240-001200474819-001

Fótabað er unaður fyrir þreytta fætur sem eru alltaf á ferðinni.

Hafa eflaust tekið  milljón skref og eiga skilið að fá sérstaka umönnun. Þetta er eini partur líkamans sem er stöðugt í snertingu við jörðina og ber restina af okkur uppi.

Vatn, olíur, nudd og blóm eru vel við hæfi

til að þakka þessum iljum og tám fyrir allt erfiðið.

200327279-002

Takk fyrir mínar tíu tær fyrir að halda jafnvæginu og fara með mig þangað sem ég þarf að komast.

200327279-003

ORKUSTEINAR

10176643 

OG KRISTALLAR10183234

Hvíld slökun og góðar hugsanir gera heldur betur kraftaverk.

10157817

Vertu góður við sjálfan þig.  Ef þú ert það ekki hver er það þá??

Það þarf að næra og elska hverja einustu frumu í kroppnum bæði utan frá og innan frá.

10176644

Uss! Ég er að slaka á og hugsa heilbrigði inn á frumurnar. Þessar oggu pínu agnarlitlu mikilvægu frumur mínar sem þurfa jafnvægi til að geta gert sitt vel.

Minn kæri kroppur ég klappa þér og kitla laust og ætla nú að muna eftir að vera þér svo góð að ég verði alveg einstakt gamalmenni sem hoppar og skoppar um grundir og móa.

10131977

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta fallegt hjá þér þetta er og svo rétt hjá þér maður á að vera góðu við sjálfa sig.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og talað út úr mínu eigin hjarta katrín mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætla sko að taka þig til fyrirmyndar, kæra Katrín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.5.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já á maður ekki fyrst og fremst að elska og vera góður við sjálfan sig?

Annars verður maður engum að gagni. 

Svava frá Strandbergi , 16.5.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi á maður nokkuð að vera að eilífu sjálfsdekri?  Djók.  Flottur pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 22:53

6 Smámynd: Hugarfluga

You've got mail .....

Hugarfluga, 16.5.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí mín alls EKKI taka mig til fyrirmyndar. Ég hef t.d aldrei á ævinni hugsað um tærnar á mér eða dekrað við iljarnar.Það þýðir samt ekki að það væri ekki afskaplega gott hjá mér að gera það. Ég geri ýmislegt sem er gott fyrir mig og sumt er hreinlega gott á mig líka..hehe. En alltof oft á ég til að gleyma því að fara vel með mig og hugsa vel um kroppinn minn. Margt hefur breyst og er bara vel hugsað um í sjálfri mér....en enn má bæta um betur. Alls ekki halda að hugleiðingar mínar á blogginu sé einhver sparikjólasýning á því hver ég er..kannski bara ég að kenna sjálfri mér og minna mig á.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband