28.5.2007 | 00:29
Sumar með kanilbragði
Jæja..ég er loksins komin heim eftir langa og góða helgi.
Helgi sem innihélt svo margt skemmtilegt og magnað. Það yrði alltof langt mál að skrifa það í einni bunu svo myndbrot og minningar verða að duga.
Lestarferð til London á laugardagsmorgni.
Gengum í gegnum hverfið þar sem Winston Churchill bjó..og komum að undurfagurri kirkju.
Hvernig gátu orðið til hugmyndir fyrir svona löngu í höfði einhvers að byggja slík mannvirki..svo stór og svo fögur með þeirri tækni sem þá var til??? Hvert einasta smáatriði úthugsað og hannað...ein hugmynd sem stendur enn..líklega fyllt blóði svita og tárum. En samt magnificent!!!
Kveiktum á kerti fyrir ættingja sem er veikur og hræddur og ég horfði með lotningu á alls konar fólk sem sat eitt og bað til Guðs fyrir vandamálum sínum eða annara.
Það var bara fallegt.
Héldum svo áfram göngunni í gegnum hverfi hinna ríku...sáum í gegnum gluggana falleg útskorin húsgögn og slæðukennd gluggatjöld og rimla svo engin gæti brotist inn í þeirra helgidóm.
Gamla konan sem hafði komið sér fyrir á götunni var samt ekkert líkleg til neinna stórræða..alein og löngu gleymd öllum samferðamönnum...með gröft í auga og dagblöð til að halda á sér hita. Ég stoppaði hjá henni og lét hana hafa alla mína aura úr vasanum og sagði að ég óskaði henni góðs dags. Hún brosti og greip í hendina mína...enginn talað við hana svo lengi. Ég strauk henni um kinnina..og langaði mest að taka hana heim með mér og pakka henni í rúm. En svoleiðis gerir maður ekki..veit ekki hvers vegna. Finnst samt innst inni að maður ætti að láta sig varða meir. Veit bara ekki hvernig. Hvar á maður að byrja og hvernig endar þetta allt?
Síðan lá leiðin á Body Mind and Sprit festival....og þar var margt að skoða og sjá.
Prófaði Gong bað...sem er svona sound treatment...sem var alveg meiriháttar. Og hitti magnaðan mann sem er frá Kóreu. Matestro OH. Hann tók mig í einhverskonar orkuthearpy sem heitir Ki.
Potaði í mig á sérstökum orkupunktum og hvæsti...íklæddur bardagaklæðum..en vá!!!!!!
Hvæsti úr mér blokkeringar og orkustopp með látum. Og ég er ekki söm á eftir.
Á stóru sviði voru alls konar fyrirlestrar og uppákomur og ég sá Yoga dans...yndislega fallegur svartur náungi sem dansaði jógað sitt við músík... Svo söng ég með manni sem vildi meina að við hefðum öll okkar fallegu rödd falda undir feimninni...og hlustaði á músíkkanta með gítara og fiðlur. Borðaði Hare Krishna mat og drakk jurtaseiði sem gera manni gott. Náttúran var í hávegum höfð...Englar og orkuvinna í margskonar formi..bækur kristallar og heilanir í öllum básum. Sumt mjög áhugavert en annað minna áhugavert fannst mér. Hver velur fyrir sig hvað hentar. En upplifunin var sú að það er margt gott til í henni veröld.
Hjálpin þín er einhvers staðar til í þessum heimi.
Þú þarft bara að leita og finna hvað er fyrir þig.
En svo sannarlega er hún þarna einhversstaðar. ALLTAF.
Er núna að hlusta á yndislega söngkonu í sjónvarpinu ...hún syngur...
"Summer came like cinnamon...somehwhere....
Three little birds sat on my window and they told me I dont need to worry"!!!!
Ég hef ákveðið að trúa því.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Hugsaðu þér hvað þú hefur skilið eftir djúp spor í hjarta þessarar konu. Fallegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2007 kl. 01:32
Yndislegt
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 08:35
Vá en gaman að fá að fylgjst með þessu. Katrín mín þetta er svo sannarlega yndislegt að lesa svona fyrst á morgni, það fylgir manni út í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2007 kl. 09:46
Dásamleg byrjun á degi elsku vinkona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:49
"Ég strauk henni um kinnina..og langaði mest að taka hana heim með mér og pakka henni í rúm. En svoleiðis gerir maður ekki..veit ekki hvers vegna."
Einmitt, hvað hefur maður ekki oft hugsað svona.
En hvað er það sem stoppar mann?
Hvers vegna tekur maður ekki af skarið, sýnir gott fordæmi, bjargar degi einhvers vesalings? Þarf ekki nema eina súpuskál og smá spjall...
Allavega held ég að manni myndi líða ansi vel á sálinni eftir á.
Maja Solla (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 11:22
dásamleg lesning, þú hefðir bara átt að taka hana með heim, og pakka henni í rúmið,
Ljós til þín og takk fyrir góða dagsbæn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.5.2007 kl. 13:13
Þú ert alveg snillingur í að lýsa lífinu. Takk fyrir þennan pistil
Knús frá Als
Guðrún Þorleifs, 28.5.2007 kl. 13:43
Æji þú ert svo bara eitthvað ólýsanlega yndislega falleg eitthvað !
bara Maja..., 28.5.2007 kl. 14:11
Frábær lesning eins og þér einni er lagið! Ég mun svo kjósa í spennandi kosningu i færslu hér að neðan!
Er öll útbíuð í málningu en varð að kíkja við
www.zordis.com, 28.5.2007 kl. 15:18
ekkert að þakka Katrín mín. Gaman að ''hjálpa'' án þess að einu sinni vita af því. Þorvaldur er frábær að mínu mati og hefur opnað nýjan heim fyrir mér. Ég furðaði mig einmitt á því hvað keppnin þín var nákvæmlega eins og verkefnið sem við fengum í síðasta tíma hahaha (auðvitað ekki sömu myndir/orð) en taskið var eins.
knus og klem.
ps. ég hugsa að þú verðir að setja inn færslu til að minna á kosninguna. fólk er að koma úr helgarferðalögum í kvöld, sumir ekkert kíkt á bloggið yfir helgina og aðrir búnir að gleyma ævintýrablogginu þínu eftir þessa hrífandi færslu hjá þér hér að ofan.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2007 kl. 16:05
Vá, segi bara vá. Ég held að þú sért meira lifandi en flestir. Svona súperlifandi með alla viðtaka opna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.