29.5.2007 | 09:01
Úrslit í ævintýrasögukeppninni..æsispennandi!!
Kosningu um bestu ævintýrasöguna er lokið. Atkvæði féllu þannig.
Jóna 7 stig
Matthildur 3 stig
Zordís 2 stig
Doddi 2 stig
Anna 1 stig.
Sumir vildu fá að gefa tveimur atkvæði sitt og þar sem við erum frekar óhefðbundin hér á þessari bloggsíðu var það bara allt i góðu og atkvæði Ásthildar sem hún skipti til helminga til að heiðra tvo sögumenn var uppgreitað og varð að tveimur heilum. Doddi og Anna voru í Eurovision stemmingu og keyptu og seldu atkvæði sem var líka bara skemmtilegt. Sýnir að það er alltaf mesta fjörið þegar maður er alþjóðlegur í hugsun og frjáls til að gera það sem manni finnst rétt.
Jóna mín...þú getur núna kíkt í galleríið mitt hérna við hliðina og valið þér eitt verk sem ég sendi þér svo eftirprentun af. Sendu mér svo e mail kbaldursdottir@gmail.com með heimilisfanginu þínu og upplýsingum um hvaða mynd þú vilt fá.
Svo vil ég þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna og segi bara
Ber er hver að baki nema bloggvini eigi eins og ég
Verðlaunasaga Jónu!
Athugasemdir
Óska Jónu til hamingju! Þetta er aldeilis skemmtilegt framtak hjá þér
Knús
Guðrún Þorleifs, 29.5.2007 kl. 09:09
flott - gott - pott - plott -
kann ekki fleiri orð sem ríma við flott
Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 09:34
Já ég óska Jónu til hamingju og líka hinum sem tóku þátt.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 10:05
Til hamingju Jóna! Mikið ertu heppin að fá að velja þér mynd eftir Katrínu, þetta verður erfitt val!
Maja Solla (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:23
Jóna, þú ert lukkunnar pamfíll ..... til hamingju með sigurinn og frábæra ævintýrasögu! Mig langar að frétta hvaða mynd þú velur og það væri gaman að sjá raunverulega myndir af sigurvegurum með vinningsmyndina!
Katrín þú færð koss á kinn og hrikalegan knús! (svona sætann mjúkann)
www.zordis.com, 29.5.2007 kl. 14:26
Je dúdda mía. En hrikalega gaman. Takk kærlega fyrir mig.
Ég get nú ekki alveg ákveðið mig Katrín mín svona en to tre. Þetta eru svo margar fallegar myndir. Þarf smá umhugsunartími. Hallast samt mjög sterklega að trjámyndunum....
Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2007 kl. 15:33
Ef þetta hefði verið í beinni útsendingu, svona eins og Óskarsverðlaunaafhending, þá hefðuð þið séð mynd af mér brosandi og hugsandi hamingjuóskir til Jónu. En í raun er ég svakalega bitur!!!!
Ha ha ha! Auðvitað ekki! Kossar og knús til Katrínar fyrir að gera þetta og fyrir vegleg verðlaun.
Og extra kossar og knús til Jónu fyrir frábæra sögu.
Það er svo mikið yndi að vera hérna!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 16:27
Doddi, og ég hefði sagt eitthvað á þessa leið: þetta er mér mikill heiður, ekki síst í ljósi þeirra sem ég atti keppni við og má þar fremstan í flokki nefna Dodda... Doddi (sniff sniff) ég deili þessum verðlaunum með þér.
En í rauninni væri ég að hugsa; hahahahha, gott á þig þarna.. þarna.. höfuðbleiki Doddi þarna.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.5.2007 kl. 19:34
Til hamingju Jóna, þú áttir sigurinn svo sannarlega skilinn að hinum ólöstuðum. Ég tek undir að gaman væri að sjá mynd af vinningshafanum.
Svava frá Strandbergi , 29.5.2007 kl. 19:59
Til hamingju Jóna og þið öll sem tókuð þátt. Því þið eruð öll hetjur og sögurnar ykkar eru frábærar allar saman. Það versta við svona sögur er að maður verður að velja eina ... nú eða tvær úr öllum hinum. Katrín á heiður skilinn fyrir þetta, og líka þið sem tókuð þátt. Því ef enginn tæki þátt, þá væri enginn keppni. Svo enn og aftur Takk öll sömul.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:29
Já það er aðdáunarvert að geta hrist fram úr erminni svona sögur. Afsakið að ég var of sein að kjósa.
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.5.2007 kl. 21:03
Ertu að segja mér að myndin sem fylgir nafni Jónu sé ekki af henni sjálfri?
"Höfuðbleiki Doddi þarna ... " ??? --- Hmm ... þarna held ég að endir sé kominn á leit mína að flottu indjánanafni á mig: Höfuðbleikur! - Mér finnst það cool!
Takk Jóna!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Endur fyrir löngu var heimur, svo fjarri hnettinum okkar að þið getið ekki ímyndað ykkur það, sem hét Viskuveröld. Viskuveröld hefði getað verið Paradís að lifa í ef ekki hefði borið skugga á. Allri veröldinni var stjórnað af illum vættum sem einskis svifust til að beygja þegnana undir ógnarstjórnina. Einn var þó sá staður sem hinir illu stjórnendur höfðu engan mátt yfir. Það var völundarhús mikið sem Kveikan hinn aldni vaktaði innganginn að nótt sem dag. Völundarhúsið var trjágarður sem var þeim eiginleikur gæddur að einungis hjartahreinir gátu ratað út úr honum aftur. Menn, dýr og vættir komu þangað í leit að visku og þekkingu og þar sem eiginleikar garðsins voru alkunna var engin hætta á að rekast á vætti úr herdeild Ógnarstjórnarinnar þar. Garðurinn var því sannkallað friðarland fyrir þegnana. Herskáustu meðlimir herdeildarinnar voru illskeyttir Flugdrekar sem nutu yfirráða sinnar og notuðu hvert tækifæri sem gafst til að hrella þegna Viskuveraldar. En Flugdrekarnir óttuðust Völundarhúsið meira en nokkuð annað og þorðu ekki einu sinni að nálgast garðinn á flugi.
Í miðri Viskuveröld stóð höll ein mikil. Í henni bjó æðsti vættur Viskuveraldar og stjórnaði hann veröldinni þaðan, blindaður af eigin græðgi og illsku. Nafnið eitt fékk þegnana til að skjálfa af hræðslu. Ljónið Lekko. Konungur Viskuveraldar. Nafn hans var ekki nefnt nema í ítrustu neyð og þá var því hvíslað.
Hallargarðurinn umhverfis höllina var afar stór og afar fallegur. Hann var skreyttur demöntum og gulli og hellulögð strætin voru lögð safírum og silfri. En öll þessi glitrandi fegurð náði ekki að yfirgnæfa illskuna sem réði þar ríkjum og íbúarnir þráðu ekkert heitar en að komast út fyrir skínandi múrana.
Meðal þeirra sem voru fangar í höllinni voru systurnar Lukka og Lán. Ljónið Lekko lét fjarlægja þær frá fjölskyldu sinni er þær voru hvítvoðungar því hann óttaðist hvað þær gætu gert honum í framtíðinni. Mörgum árum áður hafði ráðgjafi konungs, Spartur, spámaðurinn illi, séð í kristalskúlu sinni, stúlku með vængi og geislabaug frelsa Viskuveröld undan kúgun og ofríki Lekkos. Er Lekko svo frétti af fæðingu Lukku og Láns, stúlknanna með mjallarhvítu vængjarstúfana og gylltu geislabaugana sem lýstu af von og trú, varð hann frávita af bræði og hræðslu og lét færa þær til hallarinnar. Þar voru þær látnar vinna baki brotnu á daginn fyrir mat sínum og á nóttunni voru þær geymdar í hallarturninum. Þær voru þó þakklátar fyrir að fá ætíð að vera saman.
Það sem enginn vissi var að vængjastúfarnir uxu með degi hverjum en féllu í svo þéttum fellingum að baki stúlknanna að þeir sýndust ennþá örsmáir. Fyrir tilviljun komst Lukka að því einn daginn að hún gat flogið stuttan spöl. Aðeins er hægt að ímynda sér vonina sem þetta kveikti hjá systrunum og á laun æfðu þær sig að fljúga og trúðu því í hjarta sínu að einn góðan dag gætu þær svifið yfir himinháa hallarmúrana. En foreldrar og systkini Lukku og Láns höfðu ekki setið aðgerðarlaus. Þeir þráðu að heimta litlu stúlkurnar sínar úr helju og frelsa þær úr klóm Lekko konungs og allra hans illu vætta. Með hjálp Kveikan hins aldna höfðu þau sótt sér visku og þekkingu úr Völundarhúsinu og fundið út tilvist Fannfuglanna. Fannfuglarnir komu frá heimi glitrandi fannar og nýfallins snjós. Þeir voru uppsprettna allra lausna. Hvar sem þeir svifu yfir fjöll og lönd á gríðarlegu vænghafi sínu birti og vonin vaknaði. Vatn spratt upp í eyðimörkum, korn óx á óplægðum ökrum, blindir fengu sýn og lamaðir gengu aftur. Er þeir birtust hlupu börn með þeim og glöddust yfir komu þeirra. Fjölskylda Lukku og Láns lærði með tilkomu Fannfuglanna að frelsari Viskuveraldar, sá sem Lekko konungur óttaðist svo mjög, sá sem Spartur hafði spáð fyrir um, var hvorki Lukka né Lán. Í fylgd með Fannfuglunum kom Frelsi. Undurfagurt ungviði með fannhvíta vængi og geislabaug sem ógjörningur var að horfa á svo bjartur var hann. Frelsi kom inn í líf þegna Viskuveraldar, svífandi í snjókúlu gerðri úr ótal kristöllum sem höfðu töframátt. Hver sá sem andaði þeim að sér féll í djúpan dásvefn. Miklar draumfarir fylgdu þessum svefni þar sem sá dáleiddi lifði sjálfur allt það illa sem hann kunni að hafa gert öðrum í lífinu. Í snjókúlunni sinni sveif Frelsi yfir hallarmúrana og smeygði agnarsmáum kristöllum inn í vit Flugdrekanna og annarra vætta Lekkos. Lekkos sjálfan fann Frelsi sitjandi í hásæti sínu með hugann við næsta illvirki sem hann ætlaði að fremja. Ljónið varð skelfingu lostið þegar það kom auga á undurfagurt ungviðið og gerði sér samstundis grein fyrir því að þarna var kominn frelsari Viskuveraldar. Er kristallar Frelsis byrjuðu að streyma inn í vit Lekkos tók við martröð í illum huga hans, sem ekki sá fyrir endann á.
En þegnar Viskuveraldar þustu glaðir út á stræti og engi og gullslegnar dyr hallarmúranna opnuðust upp á gátt. Upp frá þessu lifðu allir við frelsi og birtu í Viskuveröld og engan skugga bar þar á.