Leita í fréttum mbl.is

Hér er ró og friður og sólin farin heim

 

Bara að láta ykkur vita að sólin mín er farin í sumarfrí til íslands svo þið fáið dýrðardaga núna á næstunni og ég mun húka hér í kulda og regni kúrandi og volandi..allt fyrir ykkar sálarheill.

Nota bara tímann til að æfa mína innri kyrrð..sem er reyndar orðin svo mikil að ég haggast ekki, ekki heldur utan frá. Er bara eins og sítróna eða stóll. Alveg grafkyrr og hljóð.  Ergi mig ekki einu sinni eitt sekúndubrot yfr löngu djúpu færslunni sem ég var búin að skrifa hérna inn og hvarf svo út í geim.

Kannski hún eigi best heima þar anyway.

fruits

Röndótta mær sagði vinkonan mín í dag þegar hún sá nýja hárið á mér.

Ég lánaði henni skræpótta sólhattinn minn  því hún er að fara í sumarfrí á morgun og ætlar að koma heim sem ný óþreytt kona.

Það er ekkert normalt hvað sumar konur trúa mikið á að jörðin snúist ekki án þeirra. Ég er sem betur fer að læra og skilja að ég snýst ekki án mín..en allir aðrir geta það. Þess vegna er ég orðin svona róleg. Svo róleg að ég man stundum ekki eftir að tala eða hreyfast.

200528791-001

Ég tek veðrinu eins og það kemur og óska ykkur gleðilegs sumars og sólar.

Þoka er nauðsynleg stundum og skiptir ekki máli

 þegar maður þarf ekkert að komast neitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að senda okkur sólina Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekkert að þakka Ásthildur mín..ég er búin að hafa hana töluvert undanfarið. Maður á að skiptast á.  Annars er það oft þannig að þegar veðrið er gott hér er það leiðinlegt heima og svo öfugt. Það er bara lífsnauðsynlegt að fá góða sól öðru hverju. Alveg eins og það er lífsnauðsynlegt að fá góða dembu reglulega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Brattur

Það vantar einmitt hressilega rigningu hérna hjá mér... fyrst þjáðist gróðurinn minn (hríslurnar mínar) úr kulda og svo þurrki. Ég ætla að dansa regndans rjúpunnar áður en ég fer í háttinn og biðja himininn að gráta... hvar í heiminum ertu annars rólega kona hmm?

Brattur, 29.5.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er í suður englandi mitt á milli London og Brighton

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: Hugarfluga

Það er allt veður gott veður ... í hófi. Alveg nauðsynlegt að fá sýnishorn af öllu tegundum reglulega. Farðu vel með þig, ljúfust.

Hugarfluga, 29.5.2007 kl. 22:00

6 Smámynd: www.zordis.com

Ég er ad fara á stjörnuveidar!  Hitti zig kanski á tunglinu!  Zad vaeri notalegt ad fá smá úrhelli vid og vid hér sunnan hafs! 

www.zordis.com, 29.5.2007 kl. 22:38

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er bara gott veður hjá okkur núna ég vona að það verði sól og blíða þegar þú kemur heim.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.5.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þakka fyrir sólina.....

Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 00:39

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætla út á svalir á morgun, testa sólargeislana. Mun hugsa hlýlega til þín á meðan ég munda heklunálina. Knús á familíuna sætu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 01:06

10 identicon

Hér er svo bjartur himinn sem hvílir yfir Akureyri kl. 2:45 um nótt ... ótrúleg fegurð í firðinum sem blasir við mér út um svefnherbergisgluggann minn og stofugluggann ef því er að skipta (íbúðin öll er um 36 fm).

Knús og góða nótt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 02:47

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Katrín, þú ert fórnfús að senda okkur sólina þína. Við sendum hana svo til baka, verðum alltaf fljótt þreytt á henni hér norðanhafs; stormviðrum vön, stormviðrum háð!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband