12.6.2007 | 22:29
Ferðalag 44 ára konu og 9 ára málverks
Þó ég sé enn í bloggpásu má kona ekki láta hjá líða að fagna áföngum í lífi sínu og það ætla ég sko að gera. Hef verið alltof áhugalaus um að njóta áfangastaðanna í lífinu en nú er tímabært að fara að haga sér.
Fyrir níu árum fékk ég undarlega en mjög sterka hugmynd í kollinn. Out of nowhere datt sú hugmynd í kollinn á mér að halda upp á 35 ára afmælið mitt og gera það á eftirminnilegan hátt fyrir sjálfa mig. Þetta væru á einhvern hátt tímamót í mínu lífi. Bara svona innri tilfinning sem var fyrst lítill neisti sem varð svo að miklu báli og engin bönd héldu konu. Gamall draumur sem lét á sér bæra og kvað sér hljóðs með látum. Ég ætlaði að halda málverkasýningu því ég vildi verða listakona. Húsmóðir með 4 börn og hafði aðeins dundað sér við málun einstaka sinnum eyddi öllum matarpeningum fjölskyldunnar og keypti striga og pensla ásamt olíumálningu , rýmdi eitt barnaherbergið og setti upp sitt einkastúdíó. Fór svo á stúfana og fékk inni í Listhúsinu í Laugardal. Þar skyldi haldið uppá afmælið 13. júní 1998 með einkasýningu og partýi fyrir vini og vandamenn.
Maður veit aldrei hvernig dropinn gárar vatnið
Vandamálið var hins vegar það að engin málverk voru enn til...en hva. Það má öllu redda þegar það brennur eldur hið innra og gleymdur draumur rís upp í öllu sínu veldi. Húsmóður reiknaðist til að það þyrfti 25 olíumálverk til að fylla plássið og hafðist handa daga og nætur enda aðeins rúmlega tuttugu og eitthvað dagar til stefnu. Það var eins og opnað hefði verið fyrir gátt og kona málaði með höndum og koddaverum, penslum og spöðum og þegar síðustu málverkin voru hengd upp kvöldið fyrir opnun voru þau enn blaut og reyndar nýfædd inn í þessa veröld.
Stundum heldur maður af stað án þess að vita áfangastaðinn
með bjartsýnina eina að ferðafélaga.
Í dag eru akkúrat níu ár síðan..hinum merkilega níu ára hring lokið og á morgun hefst nýtt upphaf og nýr níu ára hringur sem ég hef ekki hugmynd um hvað ber í sér. Á sl. níu árum hef ég tekið 4 ára skúlptúr nám hér í Englandi. Flutti með mér alla familíuna svo húsmóðir mætti láta drauminn sinn rætast...þaðan lá leið til Oxford til að taka Master í Art and Humanity á sérsviði social sculpture. Inn á milli læddust einnig margir kúrsar um mannlega verund, heilun og draumlíf mannsins. Orkusvið og vísindi. Og hér er ég á lokasprettinum og tilbúin þegar ég opna augun á morgun fyrir næsta kafla.
Það sem er svo spennandi við hann er að ég veit eiginlega ekkert hvað bíður. Er bara tilbúin að taka næsta stökk og sjá hvað bíður handan við hornið..en það er eftirvænting í hjartanu og hugurinn fullur af stórum hugmyndum.
Í morgun barst mér svo kærkomin gjöf frá íslandi.
Málverk sem einhver keypti 1998 á húsmóðursýningunni og hafði greinilega farið í sitt einkaferðalag og endaði í Kolaportinu þar sem systir mín sá hana fyrir algera tilviljun í síðustu viku og keypti til að gefa mér í afmælisgjöf níu árum síðar. Mér fannst þetta alveg meiriháttar.
"Hvar hefurðu verið elskan" sagði ég við hana..."Er ekki gott að vera aftur komin heim til mömmu?"
Lærði líka að allt sem maður sendir frá sér fær maður aftur í hausinn. Allt sem fer að heiman kemur á endanum aftur heim. Gott að hafa það í huga..ha?
Myndin heitir Skógargyðjurnar og núna bý ég einmitt við skóginn og fer í skógargöngu hvern morgun að eiga stund með skógargyðjunum mínum...Skyldi eitthvað innra með mér hafa vitað það fyrir níu árum hvert leið mín myndi liggja?
Verið velkomnar heim skógargyðjur mínar
Merkilegt ferðalag sem þið hafið verið á sl níu ár upp á dag.
Mikið vildi ég vita söguna ykkar.
En svona er nú lífið oft skrítið og skemmtilegt.
Ég tek opnum örmum við næsta tímabili í lífinu.
Það verður fróðlegt að vita hvað lífið bíður með fyrir mig næstu níu árin og hvað mun bíða mín eftir þann níu ára hring sem ég er að skapa núna.
Ég óska sjálfri mér til hamingju með mín 44 ár miðvikudaginn 13. júní.
Og ég er rétt að byrja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Áhugaverð saga.
gerður rósa gunnarsdóttir, 12.6.2007 kl. 22:44
Yndisleg saga.
Marta B Helgadóttir, 12.6.2007 kl. 22:59
Til hamingju með endurheimt á myndinni þinni sem og afmælið elskan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 23:15
Takk elskurnar..Jenný ég á ekki afmæli fyrr en klukkan 01.20, 13. júní en ég millifæri hamingjuóskir þínar yfir á næsta dag músin mín. Ég ætla að vaka fram að þeim merku tímamótum og fara SVO að sofa.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 23:20
Elsku Katrín. Innilega til hamingju með afmæli á eftir. Frábær saga af myndinni þinni. Vil segja þér hvað ég dáist að þér. Að þú skyldir stíga svona út fyrir örugga rammann og halda af stað til að láta draumana þína rætast. Ótrúlega hugrökk sem mér finnst þú hafa verið. Ég vona af öllu hjarta að þú skiljir sjálf hversu mikið afrek þú hefur unnið fyrir sjálfið, hvort sem þú verður heimsfræg listakona eða ekki.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 01:01
Innilega til hamingju með afmælið í dag, elsku hjartans krúttið mitt! Frábær sagan um málverkið. Myndirnar tvær (pínulitlar) sem ég á eftir þig eru inni í svefnherberginu mínu, alsælar, og þær fara vonandi aldrei á flakk frá mér.
Vonandi verður afmælisdagurinn þinn frábær.
Lögga til öryggis ef hátíðahöldin verða of tryllt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:33
Kjarkmikla, hugaða kona Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn og gangi þér allt í haginn
Skemmtileg "tilviljun" með myndina þína
Afmælisknús
Guðrún Þorleifs, 13.6.2007 kl. 06:32
Innilega til hamingju með daginn Megi hann verða þér góður sem og næstu dagar, vikur, mánuðir og ár.
Skemmtileg sagan af myndinni og þá ekki síður af sýningunni.
Þú ert yndisleg
PS og svo á að sýna what the bleep do I know í sjónvarpinu í kvöld....
Tilviljun? Ég held ekki
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 08:31
Til hamingju með afmælisdaginn . Katrín mín gaman að heyra söguna þína gott að fékkst myndina aftur kús til þín og njóttu dagsins.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2007 kl. 09:43
Elsku Katrín
Til hamingju með dagin þinn og til hamingju með hana Sunnevu á föstudaginn. Skondin saga og ég man svo vel eftir 35 ára afmælinu...ertu alveg viss að það séu níu ár síðan !!!!!!!
Sumarkveðja úr Hveró
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.6.2007 kl. 09:44
En falleg frásögn. Takk fyrir að deila henni með okkur. Alltaf færðu mig til að hugsa. Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þinn ... megi þeir verða mun fleiri og hver og einn færa þér enn opnari vitund og bjartari tíð. Hjartaknús frá fluvunni.
Hugarfluga, 13.6.2007 kl. 13:10
Þetta er svo sannarlega skemmtilegt að heyra Katrín mín og innilega til hamingju með afmælið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2007 kl. 13:30
kæra katrín í bloggfríi.
þetta er dásamleg frásögn ! Þú ert greinilega hörku kona sem á góða fjölskyldu. það besta er að láta drauminn sinn rætast, það gera því miður of fáir.
þegar hugmyndir detta svona niður, tek ég því alltaf sem skilaboðum um eitthvað mjög mikilvægt.
til hamingju með daginn á miðvikudaginn.
ljós og kærleikur til þín og skógardísanna
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 15:40
Til hamingju með daginn, gaman að myndin er komin í heimahús á ný. En hvert er planið fyrir næsta áratug?
Ingi Geir Hreinsson, 13.6.2007 kl. 16:13
Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið Katrín mín og takk fyrir þessa frábæru sögu. Gott að skógargyðjurnar komu til þín aftur. Knús í krús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 20:49
Innilega til hamingju með afmælið og þakka þér fyrir þessa innsýn í líf þitt. Þú ert hörkudugleg að hafa látið drauma þína rætast. Gaman að myndin þín skyldi rata til þín aftur.
Svava frá Strandbergi , 13.6.2007 kl. 20:55
Til hamingju ofurkjarnakonukrútt, dásamlegt hvernig hlutir atvikast! Hvernig lífid verdur leir í höndum okkar, hvernig aevintýrin gerast! Zú ert yndisleg og zad verdur gaman ad fá ad vera áhorfandi á naestu 9 lukkulegu árunum. Innilegar hamingjuóskir!
www.zordis.com, 13.6.2007 kl. 20:55
Já og .....Skógardísirnar eru frábaerar!
www.zordis.com, 13.6.2007 kl. 20:56
Til hamingju með daginn, kæra listakona.
Eftir 9 ár munum við lesa álíka fína sögu á blogginu þínu... sem verður þá kannski kallað eitthvað allt annað.
Maja Solla (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:08
Þú ert lýsandi dæmi um að ef maður getur dreymt hlutina þá getur maður gert þá:)
"þegar það brennur eldur hið innra og gleymdur draumur rís upp í öllu sínu veldi."
"Stundum heldur maður af stað án þess að vita áfangastaðinn með bjartsýnina eina að ferðafélaga."
Það eru svo margar setningar sem gripu mig en ég ætla að láta þessar tvær duga:)
Til hamingju með að verða orðinn 44 ára ung:) Guð blessi þig á þessu komandi ári 2007 sem er best árið hingað til, alla vegna hef ég tala það út á hverjum degi þegar ég fer út að skokka í skóginum sem er við hliðina á þar sem ég bý:)
Takk fyrir mig. Kv, Bjarki Tryggva
Bjarki Tryggvason, 15.6.2007 kl. 14:21
Til hamingju með afmælið Katrín. Vá, hvað ég dáist alltaf botnlaust að fólki sem lætur drauma sína rætast.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.6.2007 kl. 13:12
Og hana nú! Fær engin þrjú hjörtu frá mér nema þú
Heiða B. Heiðars, 16.6.2007 kl. 20:17
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.