Leita í fréttum mbl.is

Out of nothing and out of nowhere.....

Það gerist ekkert hér nema það rignir. Og það rignir alveg rosalega mikið og á sumum stöðum er hreinlega allt á floti og þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín. Eins og regnið er nú gott og hressandi þá er þetta nú einum of mikið af því góða. Sem betur fer höfum við sloppið vel.

Í gær var enn einn rigningardagurinn og við mæðgurnar einar heima. Það var alger fásinna að setjast út í garð og fá sér jarðarber eins og við gerum oft svo við ákváðum í staðinn að fara á nýju bensínstöðina.

u18969741

Á bensínstöðinni þar sem núna fæst ilmandi heitur kaffisopi, bakkelsi og tímarit fengum við okkur ýmislegt góðgæti og hvor okkar valdi sér eitt tímarit til að lesa. Ætluðum bara að kúra saman í sófanum og hafa það gott og ímynda okkur hvernig það er að lenda í alvöru syndaflóði.

KS94090

Það er samt á svona rigingarmomentum sem maður fer að láta sig dreyma um sumar og sólskin, fjarlæga staði þar sem maður getur bara slappað af við ströndina og upplifað eitthvað nýtt og skemmtilegt. Theodóra fór upp að lesa og ég sat niðri og kíkti í heimsókn til bloggvina minna. Staldraði við hjá Hugarflugu sem er einmitt farin í frí til Ítalíu vinkonu minnar sem ég elska mest af öllum.

Og ég var einmitt að biðja Hugarflugu að muna eftir að koma með hana með sér í eftirdragi fyrir mig og láta mig dreyma um sumarfrí þar...þegar dóttirin kom skoppandi niður stigann alveg rosalega spennt og glöðW00t

Hún hafði fengið með tímaritinu sínu svona happrdættisskafmiða einhvern og lukkulega fengið þrjú tré sem þýðir að þú hafir unnið veglegan vinning. Við vorum ótrúlega spenntar og hringdum í línuna sem segir hvað maður vinnur.

Við fengum ekki 100.000 pund og ekki BMW bíl og ekki heldur stórt veggsjónvarp.

GetLostGetLostGetLost

En.....

Við fengum ferð fyrir 2 til Toscany á ítalíu og gistingu á fínu hótli  í 6 nætur!!!!!

orizzonte_1g

Og ég var akkúrat í miðjunni á því að öfundast..á jákvæðan hátt og auðvitað samgleðjast hugarflugu bloggvinkonu..að vera farin í sumarfrí til ítalíu.

Er þetta ekki bara aldeilis magnað hvernig lífið getur látið við mann stundum og glatt mann svona óvænt!!!

Ha?  Haldiði að þetta hafi verið tilviljun sem er ekki til? Nei held ekki.  Einhvernveginn svona er nefninlega þessi veröld. Svo frábær!!

Svo núna eru í gangi plön um að kaupa tvo aukamiða fyrir pabbann og bróðurinn og fara bara öll saman til Tuscany sem er víst eitt fegursta hérað ítalíu..liggja á hvítum sandströndum og gleyma hverjum einasta rigningardropa sem hér hefur fallið undanfarinn mánuð og  skoða vínekrur og fagurt land.

Og fyrir vantrúar menn og konur sem trúa ekki svona daglegum undarlegum ævintýrauppákomum er hér beinhörð sönnun um athugasemdina sem ég var akkúrat að skrifa þegar þetta ítalíuævintýri henti sér inn í veröldina og beint í fangið á okkur. Sem sýnir auðvitað svart á hvítu að akkúrat meðan þú óskar þér af öllu hjarta þá bara birtist óskin hér og núHeart

Athugasemdin

Hurru þegar þú kemur aftur heim viltu þá gera mér einn lítinn greiða?? Ertu til í að koma með hana Ítalíu vinkonu mína með þér??

Jeminn eini...núna þegar ég var í miðj kafi að skrifa þetta þá gerðist svolídtið merkilegt....ég verð bara að blogga um það...Heart

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 17:09

Nú fæ ég einstakt tækifæri til að nota hvíta sumarkjólinn minn með rauða rósarmunstrinu og setja upp dömulegu sólgleraugun í stíl. Maður þarf að vera svolítið smartur þegar maður fer til ítalíu og láta líta svo út að maður hafi eitthvað vit á hönnun og listum. Ég þekki náttla strákana Mikaelangelo og Leonardo Da Vinci mjög vel eftir alla tímana í listasögunni og þvælinginn um Flórens. Get líka alveg drukkið heilmikið rauðvín undir leiðsögn vínfræðingsins míns og látið eins og ég sé veraldarvön heimsdama þegar ég fer að heiman.

lasinn

Atsjú..svei mér þá að maður sé ekki bara að kvefast í öllu þessu votviðri.

Mikið hlakka ég til að fara þarna suðureftir.!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elskan ég er búin að heyra þetta með rigninguna og flóðin en gaman fyrir ykkur að fara til Ítalíu ef ég skil þetta rétt. stórt knús til þín mér finnst þú yndisleg. Katrín mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.7.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Ibba Sig.

Vá, en æðislegt. Kannski var þetta akkúrat á þeim tíma sem ég vafraði um netið og reyndi að finna villu til leigu í Toscana héraði á Ítaliu. Það er nefnilega hægt að kaupa flugmiða til Rómar á rúman 21 þús kr um þessar mundir. Var samt bara að láta mig dreyma því ég er ekki að fara neitt, nema í mesta lagi út í garð. 

Ibba Sig., 1.7.2007 kl. 12:10

3 identicon

Jiii, þvílíkt skemmtilegt heppni!
Ég hef nú álíka sögu að segja að vísu, á eftir að blogga hana inn.
Til hamingju með þessi skemmtilegheit, og hafðu það ofboðslega gott með henni Ítalíu, vinkonu þinni.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:10

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er nú ekki eins og það sé einhver endir á hamingjunni núna..var núna rétt í þessum töluðu orðum að tala við vinkonu sem var hér í heimsókn og flaug heim á föstudaginn. Hún hringdi til að segja mér að hún hefði keypt sér tímarit og innan í þvi var svona happdrættisskafmiði sem hún fékk vinning á. Málið er hins vegar það að þú þarft að eiga lögheimili í englandi  til að geta leyst ut vinninginn. Og svo hún ákvað bara að senda mér hann.

Og hvað haldiðið ekki..þetta er sama happdrættirð og hún fékk líka 3 tré í röð svo þarna er hinn helmingurinn kominn af ítalíuferðinni fyrir pabbann og bróðurinn sem við vorum búin að ákveða að reyna að safna fyrir..hahaha!!! Og reyniði nú að segja mér að þetta sé TILVILJUN!!!! Það er bara greinilegt að okkur er ætlað að fara til ítalíu 

Un aqua, no gas!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

þetta þýðir "einn vatn...ekki með gosi"! Eiginlega það eina sem ég kann í ítölskunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá en skemmtilegt.  Innilegar hamingjuóskir frá mér til ykkar allra.  Auðvitað er þetta enginn tilviljun.  Það er eiginlega ekkert til sem heitir tilviljun, það er bara orð sem fólk notar til að reyna að  útskýra hlut sem það skilur ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært! Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju og njóttu vel   Ítalía heillar alltaf - yndislegt að dvelja þar í fríum.

Agua con gas (með) eða sin gas (án) hmmm

Lærði spænsku í 3 ár og vann hjá spænska flufélaginu Iberia í nokkur ár - á mínum yngri árum hmmm... ooo það var gaman

Marta B Helgadóttir, 1.7.2007 kl. 16:36

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með þetta ljúfust Þessi ferð á eftir að skila miklu, það bíða mikil ævintýri ykkar á Ítalíu

Humm.... heldur þú að eyjan eina sé kanski þarna???

Kveðja úr yndislegri rigningu, sem heldur fölskyldunni svo ljúft saman við brennandi kamínuna í stofunni. Hitinn samt þannig að maður heldur sig frekar við hvítvínið . . .

Guðrún Þorleifs, 1.7.2007 kl. 17:44

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það margborgar sig sko að lesa ósýnilega letrið skal ég segja ykkur! Þegar ég fór að rýna í það, stendur þar að verðlaunin verði greidd út þegar leiknum eða happdrættinu lýkur um NÆSTU ÁRAMÓT!!! Svo Ítalía verður að bíða þar til eftir áramótin..en það er þó ekkert slæmt. Maður hefur þá eitthvað magnificent til að hlakka til.

Best ég fari þá í ferðina til eyjunnar Isle of Wight..en það er sko ævintýra eyja troðfull af sögu og tropical gróðri. Ég er bara með óútskýranlega mikla útþrá núna..hef örugglega veið Columbus í einhverju lífi eða allavega háseti á svoleiðis bát..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 18:16

11 identicon

All good things come to those who wait ... og áður en þú veist af verða áramótin komin. Til hamingju annars með þennan glaðning. Ævintýrin enn gerast ... lalalalalaaaah!

Knús og meðlæti til þín

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 18:36

12 identicon

Ja hérna, ég bara hló þegar ég las þetta með hinn miðann!
Þetta er bara æðislegt, mikið rosalega geturðu farið að láta þér hlakka til.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 19:49

13 Smámynd: bara Maja...

Jiii en frábært !!!  þetta er alveg svona ment to beee  Til hamingju með þetta ! það auðsjáanlega margborgar sig að samgleðjast Hugarflugunni... Kveðja Maja

bara Maja..., 1.7.2007 kl. 20:54

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er náttúrulega bara FRÁBÆRT og ef þetta er tilviljun þá er ég alveg viss um að sú tilviljun er algjör tilviljun. Manneskja sem leggur eins mikið inn af kærleik og þú hjá alheimsorkunni uppsker, það er ég viss um  ..

Hólmgeir Karlsson, 1.7.2007 kl. 22:26

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju, þetta er alveg frábært

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:50

16 Smámynd: www.zordis.com

Galdrar ... zvílíkt aedi og ég segi TIL HAMINGJU med zessa ofur frábaeru ferd .......  er ekki rád og kaupa annad blad og vinna ferdina fyrir strákana líka?

Sól og heitur sjór ... smá sangría og lífid brosir!

www.zordis.com, 3.7.2007 kl. 13:56

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Zordis mín svona er það að lesa ekki smáa letrið...athugasemdirnar....þar kemur fram að hinn miðinn er á leiðinni frá íslandi með ferð fyrir 2 til ítaly svo nú getum við farið öll 4.

 Hélstu að þetta væri bara hálft ævintýri????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband