Leita í fréttum mbl.is

Hvað ertu að lesa í sumarfríinu??

1books

Segðu mér...ég er að leita að einhverju verulega krassandi til að lesa í garðinum ef sólin sést einhvern tímann aftur hér í þessu guðsvolaða regni.

 Get svo sem lesið meðan rignir.

 En hverju mælið þið með og hvers vegna??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Góði dátinn Svejk.  Af því það er alltaf jafn gaman að lesa hana, hláturinn lengir lífið og það er gott að hlæja í fríi.

krossgata, 1.7.2007 kl. 22:37

2 identicon

Ég er svo mikill poppari, dettur bara í hug Karitas; án titils eftir Kristínu Marju, og Tryggðarpantur eftir Auði Jóns.
Reyndar alveg æðislegar bækur, en veit ekkert hvort þú komist í þessar íslensku þarna í Lundúnum.

Maja Solla (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:42

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ohhh ég fæ kast hver jól þegar ég fæ ekkert íslenskt að lesa....á eftir heilan bunka af bókmenntum að lesa frá heimalandinu mínu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:49

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Bloggin þín eru svo falleg = augnakonfekt!

Sjálfur er ég auli í fagurfræði. Nýt þess samt að horfa á fallega hluti þó mér sé fyrirmunað að skapa þá sjálfur.

Ásgeir Rúnar Helgason, 1.7.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þú spyrð eins og Lísa í undralandi þegar hún spurði til vegar... og fékk hið sögufræga svar að "það skipti svo sem ekki máli hvaða leið hún færi ef hú vissi ekki hvert hún ætlaði", he he ..

En ef þig vantar eitthvað andlegt þá mæli ég með "Ask snd its is Given" eftir Esther og Jerry Hicks, "Alkemistann" eftir Paulo Coelho ef þú vilt afþreyingu sem fær þig til að hugsa og svo síðast en ekki síst eitthvað eftir Þorvald Þorsteinsson ef þú vilt kitla hláturtaugarnar en fá "andlega" næringu í leiðinni sem skilur eftir spurningar, t.d. "Engill meðal áhorfenda"....  en þú ert örugglega búin að lesa þetta allt er það ekki? :)

Hólmgeir Karlsson, 1.7.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú Esther Higgs á ég og er búin að lesa..allar bækur Paulo Goelho..og ævisöguna hans líka.

Engil meðal áhorfenda á ég hins vegar eftir..en verð að segja að eftir að ég lærði enskuna vel hefur heimur minn opnast heilmikið. Það að vera ekki bara bundin íslenskum þýðingum. Það er svo margt gott efni þarna úti sem hreinlega breytir heimsmynd manns. Um að gera að opna hugann og hjartað og halda áfram að læra svo lengi sem mðaur lifir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Milan Kundera - dásamlegur rithöfundur. Tékkneskur, býr í Frakklandi og skrifar bækur um mannfólkið, breyskleika okkar, hvatir og  ást.  Hann fer djúpt í mannssálina, mörgum finnst hann tormeltur. Fyrir "pælara".... er hann frábær höfundur til að lesa t d þegar maður er í uppgjöri við sjálfan sig eða aðra á einn eða annan hátt (?).

Marta B Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 00:35

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mæli með Flugdrekahlauparanum, frábær bók. Líka Á ég að gæta systur minnar. Frábær bók. Las þær báðar tvisvar. Og er vön að hafa það akkúrat öfugt, þ.e. lesa tvær bækur einu sinni  enda tvíburi.

Svo er Milan Kundera dásamlegur eins og Marta bendir á. Alltaf gaman að lesa hann. Svo benti Jenný mér á Saffraneldhúsið, hljómar rosalega spennandi bók, enda saffran rosalega dýrt krydd....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 00:39

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Veit ekki hvort þú kemst í íslenskar bækur eða getur pantað þér þær en mig langar að segja þér frá 3 ungum íslenskum höfundum sem ég hnaut um í vetur og ég hreifst af.

Þorvaldur Þorsteinsson, Við fótskör meistarans - ég gat ekki lagt frá mér þessa bók. Fjallar um snilldina sem leynist svo víða. Ungur maður kynnist reynslubolta, fullorðnum manni sem er einn af þeim sem aldrei eru skirfaðar fréttir um... dásamleg mannlýsing og líka fyndin.  

Huldar Breiðfjörð, Góðir Íslendingar - fyrsta bók þesa unga og efnilega höfundar. Ferðasaga um Ísland og sveitaþorpin á landsbyggðinni.  Hann skrifar af ótrúlegum þroska og skilningi - svona ungur!

Linda Vilhjálmsdóttir, Lygasaga  - Linda er ljóðskáld. Held að þetta sé fyrsta skáldsagan hennar. Sönn saga um lygi. Ógleymanleg lesning, bæði snilli og húmor skín þarna frá höfundinum.

Marta B Helgadóttir, 2.7.2007 kl. 00:51

10 Smámynd: halkatla

ég er svo hugmyndasnauð eitthvað þessa dagana, nenni ekkert að lesa liggur við, en myndi nenna að lesa Íslendingasögurnar ef einhver ræki þær framan í mig... ég fer í staðinn bara um netheima og ráðlegg fólki að lesa þær, en vandamálið er að ég er ekki viss um að þeir sem ég ráðlegg hafi smekk fyrir þeim.... Ég hef ekkert fylgst með bókatíðindum lengi og er að drukkna í fínustu skáldsögum og svona sem ég á eftir að lesa! Ég hafði seinast mikið gaman af norska da vinci code, man ekki hvað hún hét, en hún var æsileg og spennandi og frekar fljótlesin. Svo hreinlega elska ég Fjötrar eftir W. Somerset Maugham. Mig langar að lesa hana aftur.

halkatla, 2.7.2007 kl. 01:06

11 Smámynd: halkatla

þessi síða gæti verið eitthvað fyrir þig, kannski veistu af henni nú þegar; http://www.psitek.net/index2.html#free

halkatla, 2.7.2007 kl. 01:08

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er nú ekki amalegt að eiga bloggvini sem eru betri og fróðari en Bókatíðindin

 Ég sé það að það sem ég þarf að gera næst er að leggjast í íslensk bókmenntaverk og kynnast þessum frábæru höfundum. Tek með mér aukatösku næst þegar ég kem heim til að fylla af íslenskum snilldarorðum og setningum sem raðast svo skemmtilega saman í sögur og ljóð...bækur.

Ég get sett saman sögur og ljóð en er fyrirmunað að gera úr þeim bækur Er að hugsa um að læra það kannski hjá honum Þorvaldi. Jóna bloggvinur segir að hann sé svo sætur að það sé ekki heilbrigt. Mér líst mjög vel á fallegt andlit sem er líka troðfullt af visku og snilli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 09:21

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Anna Karen mín..takk fyrir þennan link. Þetta er flest allt sem ég er að pæla í ásamt öðru og sumt þarna hef ég lært og stúderað. Held ég byrji á bókinni um EFT sem er þarna neðst á listanum þar sem við erum einmitt að stúdera þau fræði. alltaf gaman að fá fleiri sjónarhorn til að skoða hluti útfrá.

Brill...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 09:37

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er ekki að lesa neitt núna en ég er vissum að þú finnur eitthvað til að lesa.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.7.2007 kl. 10:09

15 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mæli með Útlendingnum eftir ... æ ég finn ekki bókahilluna mína núna. Og svo Patouchas eftir ... æ þarna grískan. Það finnst hún reyndar öllum leiðinleg nema mér, mér finnst hún mögnuð af ákveðnum ástæðum. Svo mæli ég með höfundum úr öðrum menningarheimum en þeim sem við þekkjum best (balkanskir, asískir etc), til að öðlast innsýn inn í hugarheim fólks úr örlítið frábrugðnum menningarheimum. Góði dátinn Svejk er alltaf skemmtilegur. Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags mæli ég með, en kannski ekki sem sumarlesningu. Þó er Síðasta setning Fermats hálfgerður reyfari :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:56

16 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég sjálf er að lesa Truntusól eftir Sigurð Guðjónsson. Og nokkrar aðrar :) En Truntusól er ófáanleg, fékk bara höfundinn til að koma með sitt eintak til mín. Sniðug ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:59

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég myndi nú bara ráða krossgátur gott fyrir einbeitinguna og til að hvíla hugann, svo áður en þú ræðst í það verkefni að setja skrifin þín og ljóðin saman í bók Ég get mælt með bíómynd.......What the bleep do we know........... um guð, skammtafræði, eðlisfræði og líffræði, leikin heimildarmynd, þar sem margir eldklárir vísindamenn ljá henni visku sína.   Knús til allra

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:07

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir allar góðar ábendingar...ef þa fer að stytta upp hjá okkur hérna megin er ég að hugsa um að skella mér í smá garðvinnu og læra um blóm og plöntur...og blómálfa.

Margrét... What the Bleep do we know er yndisleg....Ég keypti hana í Santa Fe þegar ég var þar fyrir 2 árum. Annars sýnist mér að það sé að bresta á með látum og mikið að gera hjá mér svo ég les liklega lítið fyrr en með haustinu. Annars er það alveg ljóst að máur gæti eytt avinni í letur og samt ekki komist yfir allt sem vert er að lesa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 19:52

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held ég geti heilshugar stutt allar ábendingar og ég er sammála Gerði að það er bæði gagnlegt og fróðlegt að lesa bækur frá öðrum menningarheimum en við eigum að venjast.  Er núna að lesa Saffraneldhúsið, læt þig vita þegar ég er búin.  Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 21:06

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mæli með tveimur gerólíkum bókum, sem eru sérdeilis góð lesning í sumarfríi. Báðar gerast í nokkrum víddum og hafa óendanlegar skýrskotanir, auk þess að vera djúsí sögur. 1) Á Svörtuhæð eftir Bruce Chatwin. 2) The Stone Diaries eftir Carol Shields.

Góða skemmtun mín kæra.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:07

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo er náttúrulegar Englar alheimsins alltaf sígild.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 23:11

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er að lesa Flugdrekahlauparann. Hún er mjög góð. Á undan henni las ég Á ég að gæta systur minnar. Hún fannst mér frábær. Skrifuð frá sjónarhorni 7 persóna. Vekur upp spurningar um siðfræði. Í upphafi taldi ég mig vita hvar ég stæði og ''með hverjum ég héldi'' en höfundinum tekst einstaklega vel að láta mann hafa samúð og skilning á öllum sjónarhornum.

Við Hrönn erum greinilega á svipuðum stað

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 23:46

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Útlendingurinn er eftir Camus (líka Plágan), góður höfundur, ekki kannski sá léttasti úti í sólskininu. Ég ætti líklega að senda þér Lífsreynslusögubókina út. Hún er ekta sólbaðsbók.

Knús og kremjur til þín, elskan mín! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband