Leita í fréttum mbl.is

Skortur á heilbrigðri skynsemi og aflangur rebbaskítur

Loksins er kominn júlí.

Ég er búin að bíða síðan í febrúar eftir að júlímánuður rynni upp.

Í  febrúar ætlaði ég að skipuleggja líf mitt og verða meistari í success, vita alltaf hvað ég ætlaði að gera á hverjum degi og muna allt sem ég á það til að gleyma ef ég skrifa það ekki hjá mér. En nei. Þessi samfélög sem eru ekki með heilbrigða skynsemi að leiðarljósi þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir fundu upp á því að selja bara dagbækur sem virka frá júlí til júlí og þar sem fáir kaupa dagbækurnar júlí 2006 til júlí 2007 eftir áramótin  eru þær bara teknar úr sölu þar til hinar nýju júlí 2007 til júlí 2008 koma í verslanirnar. Klikkað!!!! Sem þýddi það að ég hef ekkert getað gert í marga mánuði og líf mitt er í rúst því það segir sig sjálft að ef ekkert er skipulagið og ekkert hægt að muna fer ekki vel.

En núna er allt betra. Í dag fer frúin í verslunarleiðangur og kaupir dagbók og skipuleggur líf sitt og nær bæði frægð og frama á mettíma. Best að merkja við einnhvern flottan dag í september fyrir þann atburð.

Í skipulagsbókina mun ég byrja á að skrifa niður allt það allra helsta og mjög áríðandi hluti sem þurfa að komast í framkvæmd ekki seinna en strax!

Kaupa ísskáp.

 Þessi litli, ljóti, gamli lekur og ég varð vot í fæturnar í morgun þegar ég útbjó súkkulaði köku í morgunmatinn í tilefni þess að Nói sonur minn varð táningur. Þrettán og á föstu.

Og hvernig haldið að það sé að vera með lekan ísskáp í teppalaögðu eldhúsi. Þessir bretar eru alls ekki með heilbrigða skynsemi. Teppaleggja líka baðherbergið, enda verð ég brjáluð þegar strákarnir pissa út fyrir. Ojjj!!!

Já svo þarf að þrífa rebbaskítinn sem er á stéttinni fyrir utan hjá mér. Rebbi kemur reglulega í leiðangur um nætur að leita sér að æti og skítur á stéttar. Ojjj!!!!

Þarf að fara með bílinn í viðgerð þar sem hann komst ekki í gegnum skoðun. Ég held að það sé vegna þess að hann er svo ljótur á litinn greyið og ömurlega leiðinleg tónlistin í útvarpinu í honum. Ojjjj

Eins og þið sjáið mun það breyta öllu að fá svona dagbók og geta farið að laga og leiðrétta allt sem ég hef ekki getað sinnt síðan í febrúar og farið að breyta öllum þessum ojjjum í Vá eða æðislegt!!!!

Eitt enn...lappinn minn er svo hægfara að hann haggast ekki..reyndi að kveikja á honum í gærkveldi og hann er ekki enn kominn í gang. Skrifa það hjá mér að atuga það betur svo ég þurfi ekki eins og núna að brjóta allar fagurfræðilegar reglur og blogga án mynda. Þið verðið bara að reyna að ímynda ykkur hvernig pissugult teppi lítur út og aflangur rebbaskítur. Mikið ofboðslega verður líf mitt auðvelt og frábært núna. Skipulag skipulag og aftur skipulag er málið.Wink Og hugsið ykkur...þetta eru bara atriðin sem ég á eftir að skipuleggja síðan í gær..listinn síðan í febrúar er hrikalega langur. Verð örugglega ekki búin með það sem á honum er fyrr en ég er orðin kerling.

Farin í bæinn.

Bæ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Óskum Nóa töffara til hamingju með daginn

Vonandi eigið þið góðan dag

Kannski ég fái mér svo dagbók !!!

Knús úr Hveró 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.7.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til hamingju með Nóa!

Hahhaha, teppalagt eldhús, teppalagt bað! Þekki Íra sem er búsettur á Íslandi. Honum finnst hreinlæti svo miklu meira hér en ytra og nefnir það teppalaus baðherbergi sem dæmi! Gangi þér vel í öllu hinu, skan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með Nóa

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með drenginn Katrín mín. Veit ekki alveg hvort dagbókin þín muni bæta úr öllu oj-unum en gæti verið byrjunin.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.7.2007 kl. 19:14

5 identicon

Æi Kata mín. Ertu ekki enn búin að læra þetta? Þú ert tvíburi og verður að lifa með því. Þú getur keypt eins margar skipulagsbækur og þú vilt og það breytir engu. Enda ertu fín eins og þú ert og veist að þú gerir allt sem þú vilt gera. Hitt bíður bara...og á endanum gerir það einhver annar eða það fellur í gleymskunnar dá.

Raunsæi tvíburinn (í þetta sinn)

VS (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 20:11

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með Nóa Katrín mín . En ég hef aldrei vitað um að eldhús væiri  teppalagt eða baðherbergi ég er bara hissa, á þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.7.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: www.zordis.com

Svo krúttlegt allt (nema kanski ísskápurinn leki)  Ég spelladi einu sinn einn til mín og viti menn ..... nýtt skápalíf hófst á ruslahaugunum .....

Skipulag er naudsynlegt fyrir hina   sem ganga med okkur dúllunum í zessu yndislega lífi!  Knús á zig og til hamingju med Nóa táning

www.zordis.com, 3.7.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með Nóann.  Rosalega líður tíminn hratt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311441

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband