4.7.2007 | 08:42
Skilst að það sé engin kona með konu núna nema blogga um köngulær
Var að lesa það einhversstaðar á blogginu svo ég set bara inn gamla köngulóarfærslu enda alltaf verið langt á undan minni samtíð. Ég var farin að blogga um köngulær í janúar!!!!
Einu sinni var ég skíthrædd við köngulær. Og auðvitað lögðu þessi kvikindi mig í einelti. Þó ég byggi á þriðju hæð í blokk um hávetur á íslandi og allar eðlilegar köngulær í dvala var alltaf ein sem vakti og sprangaði um á koddanum mínum eða í hárinu á mér. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég hafi argað og gargað, hoppað og skoppað ef eitthvað hreyfðist nálægt mér og gæti verið könguló. Innri terrrorrinn sem fóbíunni fylgdi var sko ekta.
Man þegar ég lagði land undir fót og heimsótti ameríku í fyrsta sinn. Sat í bíl á hraðbraut og krakkagemlingar í aftursætinu. Bílstórinn var að spjalla við mig þegar hann skyndilega steinhætti að tala og starði skelfingu lostinn á minn langa og fagra háls. " Ekki hreyfa þig "stamaði hann. Það er risastórt köngulóarkvikindi á hálsinum á þér og ég veit ekki nema það sé baneitrað.
Ég fylltist ótrúlegri skelfingu en hlýddi því að hreyfa mig ekki, þar sem ég átti enn eftir að sjá ýmislegt í ameríkunni og vildi ekki enda ferðina nýkomin og vera send heim steindauð með köngulóarbit á hálsinum. Man bara að innra með mér argaði ég hljóðlaust af skelfingu og tærnar á mér voru í tryllingskasti í skónum. " Oj" sögðu krakkagemlingarnir í aftursætinu og störðu hugfangin á skrímslið. "Hún er brún" sagði annað þeirra. "Og loðin" bætti hitt þeirra við. Og við á miðri hraðbraut þar sem hvergi var hægt að stoppa. Bílstjórinn var svo hræddur sjálfur að hann var með svitadropa á efri vörinni og allt í einu greip hann hálsklút sem lá í kjöltu minni og henti honum á köngulónna sem rann beinustu leið niður hálsmálið á kjólnum mínum. Þarf ég eitthvað að lýsa því hvernig mér leið? Haggaðist ekki því ég trúði því algerlega að ég mætti ekki hreyfa mig því þá myndi kvikindið bíta mig og drepa. Innri tryllingurinn bara jókst og það var alveg að steinlíða yfir mig af streitu og skelfingu. Loksins, loksins gátum við stoppað og ég hentist út úr bílnum út á engi og argaði og gargaði og öskraði og dansaði trylltan stríðsdans og hristi mig frá hvirfli til ylja. Gat ekki hætt að öskra í langan tíma. Veit ekki hvað flaug í gegnum huga þeirra sem keyrðu framhjá þessari snarbrjáluðu konu enginu..hehe.
Ekki skemmtileg lífsreynsla get ég sagt ykkur.
Núna er ég ekkert hrædd við köngulær. Maður venst þeim hangandi í hverju horni og meðan þær skríða ekki beint upp í munninn á mér er mér nokk sama um þær. Las líka áhugaverða kenningu um að köngulær tákna innri styrk og ástæðan fyrir að flestar konur séu svona óstjórnlega hræddar við þær þýði að þær óttist svo mikið sinn eigin styrk. Þessu trúi ég algerlega. Núna er ég alveg óhrædd við minn innri styrk og hætt að hræðast köngulær. Það er örugglega engin tilviljun og nú get ég allt sem ég vil. Myndi meira að segja skreyta afmæliskökuna mína með könguló og fagna því að með aldrinum verði ég stöðugt vitrari og sterkari.
Já svona er nú lífið oft skrítið!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Samkvæmt fyrirsögn þá er ég kona meðal kvenna. Blogga reglulega um kvikindin. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 08:57
Þetta er skelfileg saga ég ýrði brjáluð af hræðslu og hvað var hún eitruð?? en allavega komstu heil frá þessu.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.7.2007 kl. 10:02
Æ greyið...ég veit ekkert hvort hún var eitruð því hún beit mig ekki. Og fannst svo aftur í síðar þegar við stoppuðum á bensínstöð þá kom hún skríðandi upp legginn á öðru barninu sem henti sér út úr bílmnum og dustaði hana af. Hvar blessunin er í dag hef ég ekki hugmynd um. Líklega steindauð á bandarískri grundu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 12:32
Þetta er alveg svakalega flott skrifaður kafli í ævisöguna. Hvet þig til að halda áfram. Ég hef aldrei verið hrædd við köngulær en þegar ég var komin í hálfa sögu fylltist ég aðallega skelfingu yfir að hafa ekki verið hrædd í návist þeirra, taldi mig nánast heppna að vera á lífi!!
Áttu nokkuð eina um járnsmiði?? segi sona!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 13:09
Almáttugur, ég stirðnaði við lesturinn...
Síðan varð mér óglatt.
Ógleðin jókst þegar ég sá þessa kökuómynd þarna.
Púff, ég og kóngulær eigum sko enga samleið.
Maja Solla (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 13:20
Þú ert mikil hetja, Katrín. Ég er kannski ekkert að drepast úr hræðslu við þær en finnst þær ekkert spes (og ég er ekki að tala um innri styrk).
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2007 kl. 18:46
Hvað ef karlmenni eins og ég er skíthræddur við kóngulær og fleiri skordýr? Er þetta myndlíking fyrir minn innri styrk?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 19:47
Úff þetta hefur ekki verið skemmtilegt Katrín mín. Sérstaklega af því að þú vissir ekki hvort hún var eiturpadda eður ei. En ég var að horfa á eina í gær, einmitt hún var að spinna vef yfir matarborðinu hjá mér, fram í garðskála, frá sólhlífinni að borðinu, og það voru fagleg vinnubrögð get ég vottað. Þetta var pínulítið dýr, en hvað hún vann hratt, og hiklaust, og hvað þetta var allt saman flott hjá henni. En því miður þá var hún að þessari heimilisbyggingu á röngum stað. Hún hefur örugglega komið sér fyrir á hagkvæmari stað næst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2007 kl. 19:54
úff þetta hefur ekki verið skemmtileg reynsla.
Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2007 kl. 20:15
Það er enginn bloggkona með bloggkonum nú til dags, nema að hún skrifi um uppáferðir og kynóra og noti þriggja lína fyrirsagnir. Mér finnst nú köngullóarfærslur yfirleitt skemmtilegri....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:17
Alveg er hún einstök, þessi Guðný Anna
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:09
Snilldarfærsla. Á eftir að dreyma þig í vegarkantinum öskrandi og skoppandi um eins og vitfirringur.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 00:18
ég skil vel að þú varst hrædd þarna, þegar maður er ekki vanur að umgangast þær verða þær í huganum ógnvænlegar.hjá okkur hérna í sveitinni er fullt af kónguóm, og STÓRUM kóngulóm. en þetta er bara hluti af heimilisdýrunum. á haustinn koma þær inn finna sér skúmaskot til að flýja kaldan veturinn og þegar vorar koma þær fram og fara út í sólina.
Ljós til þín !
Steina
Smá svindl á sumarfríinu !!
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 07:43
Kóngulaer eru yndislegar, ég trúi zví enn ad zaer eigi eftir ad vísa okkur vegin ad skrilljón trilljón gódum hugmyndum er leida okkur saman í ríkidaemi ástar og hamingju!
Ein sneid á diskinn minn takk!
www.zordis.com, 5.7.2007 kl. 09:38
Mér finnst köngulær stórkostleg dýr og vefirnar þeirra óskaplega fallegir. Þessi á myndinni er líka reglulega girnileg.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:00
Ég er ekkert hrædd við köngulær. Og núna veit ég líka að þær eru greindar skepnur. Þegar ég kom niður í eldhúsið mitt í morgun var ein hlussa (á íslenskan mælikvarða) búin að spinna stóran vef fyrir framan eldavélina mína. Við erum að tala um metra í þvermál hér (enda eldavélin stór, með tveimur ofnum og sollis). Hún hefur vitað sem er að tækið er lítið notað þessa dagana og svo finnst henni ofnbakaðar flugur kannski góðar.
Ibba Sig., 5.7.2007 kl. 13:32
Sjipp og hoj ... er að fara til fjalla að tína grös og maðka! Búa til galdraseið og lækningakrem .....
www.zordis.com, 6.7.2007 kl. 09:15
Mögnuð saga.
Guðrún Markúsdóttir, 7.7.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.