25.7.2007 | 02:04
Þar kom skýringin
Mér er næsta lífsins ómögulegt að blogga þegar ég hef ekki allar myndirnar mínar til taks....en einhverra hluta vegna kem ég þeim ekki af myndaplássinu mínu yfir á bloggið.
Ástæðan er einföld.
Ég er búin með plássið og þarf að kaupa mér meira pláss. Ég er nefninlega mjög plássfrek kona.
Núna sit ég um miðja nótt, alein vakandi og nýt mín í botn. Allar konur verða að eiga sinn tíma þar sem þvottavélin steinþegir. allir diskar eru hreinir og heimilisfólkið sefur vært á sitt eyra. Fyrir stundu síðan kom elsta dóttirin heim frá skotlandinu góða sem er systurland íslands...úr ferð með sínum skoska maka og íslensk skosku Alice Þórhildi. Þau skildu bílinn eftir hér og komu við til að keyra svo til sinna heima. Alice babblar á skosku og segist hafa leikið við Loch Ness skrýmslið.
Svo núna sit ég og hlusta á tónlist og hugsa. Og er bara. Eina sem ég veit er að ég þarf að vakna frekar snemma...en hva. Það er nægur tíminn til að sofa.
Svona næturvökur geta verið einstakar svona einstaka sinnum, þá heyrir maður í sjálfum sér og man hvers vegna maður stendur í þessu streði sem lífið getur stundum verið. Ég er samt steinhætt að vera á harðahlaupum milli staða og stunda og lifi bara eins og ég anda. Þannig finnst mér ég vera í takt. Geri það sem mér finnst mikilvægt hverju sinni og sinni því sem kemur upp á leiðinni minni.
Sem er einstök.
Mín.
Ég hef margendurtekið hér að ég elska vatn..en það er orðið frekar mikið af því hér núna...allt á floti alls staðar. Jörðin að skola sig af neikvæðninni sem fylgir hugarfarinu okkar. Og dómunum. Fékk mér stígvél og vona að það dugi.
Best að safna sér 599 krónum svo maður geti aftur farið að blogga af einhverju viti.
Þangað til notast ég bara við mínar eigin.
Þessi er risastór.
2x2 metrar. Olía
Dagur og nótt
Hjartans ljós í myrkrinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég sé manneskju í þessari mynd, sem hallar hugsi undir flatt og að baki hennar gægjast tveir andar yfir axlirnar.
Vona að þú fáir fjárstuðning til að kaupa meira myndpláss. Hvernig var með skafmiðana þína? Varstu búinn að kíkja á þá?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 02:49
ég hef hugsað til þín þegar ég heyri frétir frá oxford.
hérna rignir bara fo til til en er oftast sól.
um daginn fórum við með hundana í rigningu og í kvöldinu að synda í sjónum, það á ekki að láta veðrið stjórna því að maður finnist vera sumar. á sumrin syndir maður í sjónum, þó svo það sé kallt rigning og kvöld !
Ljós til þín kæra katrín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:31
Falleg mynd hjá þér Katrín mín. Þær eru sumar svo skemmtilega dulúðlegar hjá þér. Ef ég ætti nógu stóran vegg mundi mig langa að kaupa eina af þér.
Ég vakti líka í nótt - en það var nú af öðrum orsökum..... meira svona áhyggjutengt
Það er gott að vaka á nóttunni, á réttum forsendum - þegar allt er hljótt og hugsanirnar eiga svo gott aðgengi að manni
knús
Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 08:52
Góð færsla og fín áminning. "Að lifa til þess að anda" á leiðinni þinni, sem er einstök, og þín.
Geggjað.....
Falleg mynd.
Takk fyrir.
Þröstur Unnar, 25.7.2007 kl. 08:55
Er hugsað ti þín þessa dagana þegar allar fréttirnar eru af þessari miklu rigningu ykkar. Finnst nóg hjá okkur. En rigningin er líka ágæt stundum. Upplifði frábæra hjólaferð í gærkvöldi í ausandi rigningu
Myndin þín er frábær.
Knús úr sólinni sem nú skín á Als
Guðrún Þorleifs, 25.7.2007 kl. 09:52
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 09:57
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 10:05
Ég vaki stundum frameftir. En það er bara vegna þess að mér leiðist svo að fara ein að sofa 6 kvöld vikunnar. Og vera ein allt kvöldið.
Þú mátt alveg fá kvöldin mín og næturnar lánað hvenær sem þú vilt.
Maja Solla (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 10:55
Notalegt að vera með nóttinni, hún er svo skemmtileg og ljúf! Ég lenti í sama myndaveseni og þú .... svo fattaði ég það og pungaði út fyrir meira plássi!
Falleg græna myndin þín
www.zordis.com, 25.7.2007 kl. 15:53
Ég vaki oft frameftir, þegar ég er, eins og alltaf, ein með sjálfri mér og köttunum. Það er gott að vaka á sumrin þegar næturnar hér heima eru bjartar og ljúfar. Falleg og dúlúðug myndin þín. Ertu byrjuð að mála fyrir sýninguna okkar?
Svava frá Strandbergi , 25.7.2007 kl. 15:58
Takk Jón Steinar minn..fyrir dansandi og dillandi draumakveðjur...
Nenni ekki að tala um skafmiðana.
Guðný..planið var að byrja að mála bara úti í garði í sumar og finna mér svo stúdíó með haustinu...en það voru blautir draumar og rigndu niður og gera enn. Svo kannsk fer ég bara að finna mér pláss núna...er alveg með fiðring í fingrunum og sálinni.
Er moggabloggið eitthvað óendanlega hægt og hljótt...eða er þetta tölvan mín sem hefur hægt svona rosalega á sér??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 17:46
Kannski ertu kominn með orm í tölvuna. Downloadaðu Spybot 1.4 hér
Ágætis vörn og hreinsunarforrit frítt. Ef þú keyrir þetta annað slagið, ættir þú að losna við helstu bögga.
Annars eru að sjálfsögðu flottari varnir til en þær kosta alltaf monninga.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 02:20
Knús og kreist til ykkar allra. Hafa engin flóð komið hjá þér eða stendur bærinn þinn hátt? Búin að hugsa mikið til ykkar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.7.2007 kl. 17:45
Takk fyrir færslu Katrín. og mynd. Flott mynd.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.7.2007 kl. 18:53
Ofboðslega ljúf og draumkennd mynd. Róandi og sefandi.
Hugarfluga, 26.7.2007 kl. 19:38
Allar þínar myndir sem ég hef skoðað hér hjá þér eru hreint út sagt frábærar. Og þessi er enginn undantekning. Ég er hér á vaktinni ennþá vakandi, af því að ég hef vanrækt vini mína á blogginu, en spurning hve langt ég kemst núna, vegna þess að ég þarf að vakna í vinnu kl. hálf sjö í fyrramálið. Den tid den sorg. En knús til þín og mikið er gott að vera komin aftur og finna ykkur andans fólk vini mína aftur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:26
Já myndirnar þínar gera bloggið þitt að sannkölluðu augnakonfekti, en það er nú svo skrýtið samt að án mynda er bloggið þitt mjög myndrænt og fallegt. Það rifjaðist upp fyrir mér frá því ég var lítill strákur hvað mér fannst myndir stundum "óþolandi" í ævintýrabókum ... Maður var búinn að lifa sig inní söguna og með mynd í kollinum af öllu sem var að ske, persónum og umhverfi ... en svo kom skindilega mynd sem setti allt úr skorðum, passaði ekki við manns eigin ímyndun..... en bloggið þitt "fröken snillingur" er alltaf heilt, hvort sem það er með myndum eða ekki.
Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 01:39
Ég elska húmið og nóttina, myndi oft taka þann tíma framyfir daginn ef ég þyrfti að velja. Dulúðin og kyrrðin er svo yndisleg. (..og gott næði til að lesa
Mikið er hún falleg þessi græna mynd eftir þig.
Ég á veggi og mig er farið að langa til að eignast mynd eftir þig, hmmm
Marta B Helgadóttir, 27.7.2007 kl. 20:01
Katrín, það er eins með zou á Krít og þig, hún ætlaði að gera listasmiðju í garðinum hjá sér, en var ekki búin að því þegar ég heimsótti hana. Líklega vegna veðurfarsins eins og í þínu tilfelli, nema þar voru miklir hitar öfugt við rigninguna hjá þér. Ég hef líka hugsað til þín í allri þessarri rigningu, en ég las það einhvers staðar að miðbærinn í Oxforf væri ekki í hættu, býrðu ekki þar! Knús til þín í allri rigningunni.
Svava frá Strandbergi , 27.7.2007 kl. 22:45
Já Guðný Svava mín stundum setur veðrið strik í reikninginn..en ég er bjartsýn að ég finni gott stúdíó með haustinu og geti þá brett upp ermarnar og byrjað...kollurinn troðfullur af hugmyndum. Ætla líka að gera skúlptúra og víedó...
Ég bý ekki í Oxford..en ég lærði þar í tvö ár..art and humanity. Við erum nokkuð örugg hér en það rignir og rignir ennþá.
Marta mín..myndirnar mínar bíða eftir réttum eigendum og góðum veggjum til að hanga á.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 23:32
Rignir í Englandi, skógareldar á Ítalíu og víðar og skýstrokkur sást hér á suðurlandi á íslandi í gær. Undarlegt veðurfar.
Svava frá Strandbergi , 28.7.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.