Leita í fréttum mbl.is

Næstum 50.000 heimsóknir og íslensku sumarveðri stolið beint fyrir framan nefið á verslunarmannahelginni.

Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að ég færi að blogga???

Ekki ég!

Mér fannst fólk sem skrifaði opinberlega um sig og sína vera ferlega hugrakkt og ófeimið. Þar sem ég er svona týpa sem finnst best að sitja í hornum og láta lítið fara fyrir mér gat ég engan veginn séð fyrir mér að gerast bloggari.  En það var samt eitthvað sem togaði í mig..og kannski þurfti ég bara að taka skrefið og þora að sýna mig og sjá aðra frá nýjum sjónarhornum.

Þetta er búinn að vera rosalega skemmtilegur og gefandi tími og hér hef ég kynnst dásemdarmannverum.  Ætlum meira að segja nokkrar bloggvinkonurnar að halda listsýningu í ráðhúsinu næsta sumar. Sú hugmynd og sambönd urðu til hér á blogginu. Og núna sé ég að heimsóknirnar á síðuna mína eru að nálgast 50.000...ótrúlegt!!!

6-05449-02368-1

Í tilefni af þeim merka viðburði langar mig að biðja gesti og gangandi að kvitta í gestabókina. Oftast eru það naglfastir bloggvinir sem skrifa athugasemdir..en ég er forvitin að heilsa líka upp á hina sem kíkja við öðru hverju.

Eitt sem hefur verið svo skemmtilegt við það að vera að blogga eru þessi endurnýjuðu tengsl við alls konar fólk úr fortíðinni. Fólk sem maður var með í skóla eða vinnu...sem sendir allt í einu mail og segir af sér fréttir og sendir kveðjur.

Yndislegt bara.

Banner%20Dancing%20GoddessesBA037

Jæja...núna eru íslensku gestirnir alveg að fara að lenda í englandi..tóku með sér sumarsólina og hitabylgjuna sem nærir okkur og hitar eftir afskaplega blautt sumar.

Ekki gaman að tjalda hjá ykkur núna..er það nokkuð?  Stefán frændi okkar nefninlega gerðist svo kræfur og pakkaði sumarsól og veðri og lofaði að koma með með sér hngað til englands..og viti menn. Hér er komin blíðan, sólin og hitabylgjan og við erum farin að dansa kónga í garðinum!

En ég ætla sko að halda áfram að blogga með Mogga um allar mínar skrítnu hugmyndir og upplifanir. Skrá niður þegar óvæntir atburðir gerast bæði sýnilegir og ósýnilegir.

Hver veit svo í hvaða átt lífsins örvar fljúga með mig næst???

107

Takk fyrir mig segi ég nú bara og er verulega kurteis í hjartanu.

Þið hafið hlýjað mér þar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hafið það nú öll reglulega gott í sólinni Katrín mín. Ekki seinna að vænna að þið fáið sól í Englandinu. Þú hefur líka hlýjað mér.

Svava frá Strandbergi , 3.8.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Takk fyrir bloggin, ég vonast til að sjá mörg fleiri í framtíðinni. Smúútsj.

Ingi Geir Hreinsson, 3.8.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Jæja allir lentir heilu og höldnu  og Stefán með sólina nú hef ég ekki áhyggjur því hann er í fullkomnum höndum.

En Stefán tók líka með sér myndavél og þú mátt gjarnan minna hann á að nota hana svo ég tali nú ekki um þegar þið verðið öll saman á morgun  við hugsum til ykkar

knús knús á gistheimilið GRINSTED ala´kataóli

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loksins kom góða veðrið til Englands, þótt fyrr hefði verið! Hér er bara heimilislegt veður, rok og rigning víða. Fullkomið á Skaganum og fallegar öldur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 19:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi mætti blása meira hér if you ask me. Til hamó með allar heimsóknirnar.  Ég er auðvitað fastur lesandi. 

Takk fyrir mig kjútípæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 20:15

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 til hamingju með innlitin öll - og bloggið þitt - og óska okkur til hamingju með þig. Eruði nokkuð að fara að æla?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.8.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2007 kl. 23:22

8 Smámynd: Hugarfluga

Enda ekki leiðinlegt að sækja þig heim, Katrín mín. Vonandi hættirðu aldrei að blogga.

Hugarfluga, 3.8.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er einlægur aðdáandi 

Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 00:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hingað er alltaf gott að koma Katrín mín.  Og vonandi færð þú sól og yl  núna.  Ég er alsæl með þessa rigningu sem kom í kvöld loksins.  En vona að það verði sól á morgun þegar hún litla frænka mín og bloggvinkona Sunneva giftir sig.  Hún er hér á moggabloggi, svo þið getið heimsótt hana og óskað til hamingju.  http://sunneva.blog.is/blog/sunneva/ Þessi elska ætlar að gifta sig á morgun kl. 5. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 01:12

11 identicon

Til hamingju með að vera loksins búin að fá sólina aftur.

Maja Solla (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 09:49

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já sem betur fer er það nú svo að það styttir alltaf upp um síðir..alveg eins og í lífinu!!!

Og í morgun fékk ég lika pöntun á eftirprentun af einni mynd í galleríinu mínu..það gladdi mig mjög mikið!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 10:44

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert alltaf svo hlý og góð og gott að lesa bloggið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 11:56

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

til hamingju Katrín mín. Þú leyfir okkur að fylgjast með í sambandi við sýninguna.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.8.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband