Leita í fréttum mbl.is

Ef ég væri svona handtaska .....hvað mynduð þið geyma í mér??'

218

Fyrst steypt í kopar eins og örlög eða forlög.

Svo kemur í hana dót og kannski varalitur og strætómiði. Íbúð og bíll ásamt einu eða tveimur börnum. Togstreita og blankheit.

Endurnýjun á happdrættismiðanum og meiri reynsla.

Streð og sælustundir. Garn og gæfa. Glampi í auga og aldur.

Galdur

Svo margt sem getur leynst í svona handtösku ástarinnar.

vk2006b-redpurse

Og ef hún lifir af veruna umbreytist hún og verður í eldrauðum lit og flauelsmjúkri ástríðu sem brennur rólega það sem eftir er.

Hljóðlát og djúp.

 Í vináttuhjúp og hamingju sem nær út yfir alla geimsteina

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég mundi setja þig í hana svo ég hefði þig og alla þína vizku alltaf innan handar

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 07:22

2 identicon

Frábært, hefur verið búinn til gripur byggðu á verkinu eftir Kush?!
Minn langar í, myndi geyma nokkur ljóð frá þér og síðan bara endalaust af ást og rólegheitum.

Maja Solla (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: www.zordis.com

Æðisleg handtaska ..... lífshlaupið yndislegt!

Ég væri til í að vera með visku heimsins, gleði og hamingju í farteskinu mínu.  Þannig væri ég í stakk búin að njóta alls þess er lendir á vegi mínum.

Eigðu yndislegan sunnudag kæra Katrín!

www.zordis.com, 5.8.2007 kl. 10:03

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott handtaska ég mundi geyma visku þína í henni eigðu góðan sunnudag kæra Katrín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maja Solla...nei held ekki að það hafi verið gerð alvöru handtaska etir verkum hans eins og þessi skúlptúr og málverk. En alger snilld sammt þessi samtvinnun...finnst mér. Kallar fram alls kona hugmyndir . Og þannig á list að vera..kalla fram hugmyndir ímyndir og tilfinningar. Jafnvel nýjar spurningar.

Takk þið öll hin fyrir sæt komment

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábærar myndir, konseptið æðislegt. Í svona buddu mundi ég setja velkta tónleikamiða, hárspennu, eyliner, ilmvatn, bréfsefni, penna og gult túss, dagbókina mína, myndir af börnunum og pocketbók. Kannski nokkrar krónur líka. Ég er svo jarðbundin á köflum, að það hálfa væri nógu leiðinlegt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.8.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband