Leita í fréttum mbl.is

Dauða hafmeyjan......

200388913-001

Ég er steindauð hafmeyja.

 Mótuð í sand tímans sem innifól í sér allt sem hefði getað orðið.

Bíð bara eftir öldunni sem hreyfir minninguna.

Um allt sem er og var.

Og á morgun stendur hún upp og setur á sig fætur sem labba leiðina sem aldrei var farin.

Eða syndir burt og enginn fær að vita hvað hún var að hugsa.

Svona með sjálfri sér.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hún bíður þolinmóð eftir að falli að, hún er föst á sinu og veit nákvæmlega það sem hún vill og ætlar sér!   Hún syndir á brott og hugar að Atlantis og ævintýrunum sem hún skildi eftir!

Lífið er  bara gott og ég sendi þér ofureilífðarvinkonukoss  út um allt!

www.zordis.com, 5.8.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Ólöf Anna

Þögn.... á ekki orð til að nota núna

Ólöf Anna , 6.8.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er heillandi að samsama sig við hafmeyju. Ekki síst þar sem hún liggur í sandinum og bíður eftir að rétta stundin renni upp. Alveg sama þó sandi yfir hana. Hún veit hvenær rétta andartakið kemur. Hvort hún tekur sundtökin ellegar setur á sig fætur, - þar er efinn.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.8.2007 kl. 00:26

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei efinn hefur skolast burt. Þessvegna getur hún legið kjurr og beðið. Allt er eins og það á að vera.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.8.2007 kl. 00:34

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég held að hún sé að hvíla sig svo fer hún aftur út í hafið fallega hafmeyjan.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 11:07

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

hun mun synda burt með sporðinum sínum

Marta B Helgadóttir, 6.8.2007 kl. 11:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugleiðing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 12:25

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ætli hún hafi ekki synt upp í fjöruborðið  viljandi, til þess að deyja, eins og hvalir gera?

Svava frá Strandbergi , 7.8.2007 kl. 15:32

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Heillandi mynd og falleg hugsun.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:47

10 Smámynd: Hugarfluga

Falleg og eftirtektarverð, en öll ummerki gleymd og grafin um leið og aldan hrifsar hana til sín.

Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband