8.8.2007 | 22:07
Ekki heppni....heldur sköpun!
Þetta er endurbirt færsla síðan í apríl þar sem ég er með gesti og hef lítinn tíma til að blogga.
Nú liggur mér á hjarta.
Var að lesa bloggið hennar Zordisar sem ætti að vera skyldulesning hvern morgun fyrir þreytta og þjakaða íslendinga því það er svo upplyftandi og gefandi að það hreinlega setur man á ský. Einhver sagði þar að Zordis væri svo heppin.
Að eiga sér dýrindislíf og dýrðardaga sem og alla hina dagana hefur ekkert með heppni að gera. Það hefur með hugarfar og hugsun og tilfinningu að gera. Það hefur með það að gera að vera opin og sannur og mæta lífinu eins og það kemur fyrir á hverri stundu með þann einlæga vilja í hjartanu að sjá það fallega og það góða í aðstæðum. Sama hvað. Að vera með opinn hugann og sjá og skynja alla þessa endalausu fegurð sem felst í þessu ævintýralega lífi. Og það skapar hver mannvera innra með sér..líf hennar verður ekki svo fyrir einhverja óljósa heppni.
Þarna er að verki innri vitund og sköpun. Yfir þessu búum við öll...alltaf! Það sem við hugsum og finnum innra með okkur leitar að samsvörun í veröldinni og laðar það eða dregur til okkar í samskonar formi.
Orkuformi.
Þess vegna skiptir það svo miklu máli að hafa þá ætlun að sjá og skynja í samræmi við drauminn okkar því það eru töfrarnir, neistarnir sem byrja að búa hann til og gera hann að daglegum raunveruleika okkar. Að hjartað og hugurinn séu í takt.
Hugsandi og sláandi fyrir kærleika og kátínu.
Með því að byrja að þræða þessar hugmyndir okkar upp á band og safna þeim og gæta þeirra vel daglega. Reyna að ná jafnvæginu smátt og smátt. Að einsetja sér að hugsa meira og betur hvern dag í þá átt að allt er gott og að útkoman verði einungis einstök í lífi okkar, verður orkubreyting í huganum og hjartanu og útsýnið mun bjartara og betra. Og þá fara að verða til fleiri perlur ..hugmyndaperlur og bjartar og litfagrar hugsanir sem safnast á þráðinn okkar og fara að móta lífið og stefnuna.
Lífið okkar, og við förum að draga að okkur fallegri liti og fleira fólk sem vill bara gott. Sem getur horft á það góða og leyft ljósinu sínu að lýsa sjálfum sér og þér. Gefðu sjálfri/sjálfum þér þá gjöf að setja ljós í hugann og hjartað og byrja á þessu augnabliki að muna hver þú raunverulega ert. Skapari og mótandi alls þess sem er í lífi þínu. Hlustaðu þó ekki sé nema í 5 mínútur daglega í þögn á tónlistina sem leikur lífslagið þitt. Það er þarna . Innan í þér. Þú þarft ekkert að gera nema hlusta hljóð/ur og komast í takt. Heyra þinn tón og læra að hreyfa þig með. Fylgja þínu eigin lagi.
Hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og vera bara það sem þú finnur innra með þér. Niður með grímuna sem við felum okkur á bak við. Eina sem hún gerir er að halda okkur frá hvert öðru. Því við erum öll eins og þráum það sama. Hvort annað og samræmi og jafnvægi. Frelsi. Sannleika.
Og það er allt þarna.
Og það frábæra er að það hefur ekkert með heppni að gera, lukku eða krukku fulla af silfurpeningum. Þetta hefur bara með þig að gera. Hver þú ert þarna inni og að þú byrjir að muna eftir kraftinum þínum og hvað þig langar mest að gera og af hverju þú ert hér. Og dansir svo lífsdansinn við lagið þitt. Í þínum takti. Alveg þar til þú ákveður að næsta umbreyting sé tímabær.
Eigðu yndislegan dag troðfullan af sköpun og ljósi.
Þú hefur þetta allt í hendi þér.
Þessi veröld er þín.
Skapaðu!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 311588
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Yndislegt - enn og aftur fyllirðu mig von....
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 22:23
Ég hlakka til að eiga stund með þér .... hef átt nokkrar í draumi og á fjarlægri stjörnu! jÁ, lífið er svo sannarlega þess virði, tala nú ekki um þegar sumarfríið nálgast eins og óð fluga ..... thi hi kanski hugarfluga!
www.zordis.com, 8.8.2007 kl. 22:46
Það er alltaf svo ljúft að koma hingað og lesa fallegu færslurnar þínar
Þú ert algjör engill Katrín 
Elín Arnar, 8.8.2007 kl. 23:22
Takk fyrir þetta fallega ferðalag hugans um brautir sannleikans og kærleika
...
Hólmgeir Karlsson, 9.8.2007 kl. 00:20
Þetta er alt rétt og satt sem þú segir og er alveg sammála þér það er skyldulesning að lesa bloggið hennar. Þórdísar þið eru báðar yndislegar. Kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 11:27
Sjaldan (aldrei?) er góð vísa of oft kveðin
Gott umhugsunarefni.
Bloggvinaknús úr SóLiNnI í DK
Guðrún Þorleifs, 9.8.2007 kl. 13:20
....á bara aldrei að kíkja aftur á klakann!?
Heiða B. Heiðars, 9.8.2007 kl. 19:59
Ah, þú og tímasetningarnar. Ég hitti alltaf á fínar færslur hjá þér þegar hugurinn er einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera.
Takk fyrir mig.
Maja Solla (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 21:43
Leit við og naut, eins og alltaf. Takk.
Myndin er komin, hún kom í dag. Takk. Hún er enn fallegri svona "life" heldur en á mynd. Hlakka til að láta setja hana i kharton og ramma.
Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 22:34
Oh gott ad vita ad hun komst heilu og holdnu til tin Marta min...
Sko Heida eg er ALLTAF a leidinni...en svo bara kem eg aldrei
Nuna er eg ad hugsa um ad koma i oktober. Sjaum hvad setur petur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 23:59
Mikið hefur þú fallega lífsýn Katrín. Ég er sammála hverju einasta orði. Það þarf ákveðinn þroska (sem í mínu tilviki kom í gegnum mikla erfiðleika) til að ná þessari hugsun, en þegar þroskanum er náð, verður lífið allt yndislegra en nokkurn tíma áður.
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.