10.8.2007 | 22:56
Bloggarar látið nú ljós ykkar skína og semjið sögu eða ljóð um eina af þessum konum.
Jæja..er ekki löngu kominn tími á að við setjumst niður og semjum sögu eða ljóð?
Hér koma 5 myndir af ólíkum konum. Þú mátt velja eina þeirra og skrifa um hana sögu eða ljóð. Besta sagan/ljóðið verður svo valin/valið af bloggvinum mínum og vinningshafinn fær að velja sér eftirprentun af einu verka minna í galleríinu mínu.
Setjið númer myndar með sögunni sem þið veljið að skrifa um sögu eða ljóð. Fyrsta myndin er númer eitt næsta númer tvö og svo koll af kolli.
Sögukeppnin stendur þar til á miðvikudagskvöld, svo verður kosning í tvo daga og úrslit verða svo birt á föstudagskvöld.
Góða skemmtun og látið nú ljós listagyðjunnar skina.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Ég vel kærleiksanda. hún er mjög dularfull kona En samt bráð falleg en hún er svolítið lúmsk hún er sniðug og hún er að reyna fá alla karlmenn til að elska sig sem þeir gera en hún hlær af þeim í laumi hún veit hvað hún er falleg. en samt svolítið hrædd . en vill leika sér af þeim hún bíður hættunni heim hún er bráð gáfuð hún fer með einn karlmann heim og hann horfir á hanna með með stjörnur í augum hún tekur eftir því hún veit hvað hann vill en fer að leika sér af honum. hann er orðin þreyttur að eltast við hana og nú vill hún breytingu hún biður hann að fara en hann vill það ekki hún tekur upp vín og gefur honum og hann horfir í augu hennar og finnur hvað hann elskar hana
og allt í einu verður hún ásfanginn af honum og þau gleyma sér hún sér alvöruna augum hans af því hún er kærleiksrík kona þau elska hvert annað. Endir.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 23:42
úpps. Katrín ég get gert miklu betri sögur en þessa. Sorrý ég vona að þú skiljir mig.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2007 kl. 00:47
Kristín mín þú setur þá bara inn aðra ef þú vilt..ekkert mál.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 07:58
Ætla að leita að gyðjunni .... hún var með mér en svo rauk hún í mikilvægt verkefni! Laugardagsfaðmur til þín!
www.zordis.com, 11.8.2007 kl. 08:12
Ég ætla að fara og leggja mig, ég fékk svo sterka hugsýn þegar ég sá konuna standa við vínglasið................................ þú átt ekki að vera að birta svona myndir fyrir alsaklausa menn eins og mig.
Ingi Geir Hreinsson, 11.8.2007 kl. 10:05
Hmm ef til vill kemur andinn yfir mann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2007 kl. 11:23
Hún er litfögur mey með logandi sinni.
Ljúflega dreymin og ung.
"Í höðinu er hjartað úr ástinni minni."
hún segir ,með augað í pung.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2007 kl. 11:26
"Höfðinu" er það...
Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2007 kl. 11:27
Ég vil ekki vín svona snemma dags
segir vinkonan fína.
Það hleypur svo pent og pínlega strax
í pjölluna mína.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.8.2007 kl. 11:37
Ég hefði viljað skrifa um fyrstu myndina. En ég hefði líka viljað að deadlænið væri gamlárskvöld ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 13:23
Þessi saga var send til mín í gegnum e mail ..og hún á að vera við myndina af 5. konunni. Ég set hana hérna inn og höfundur er J. H. Vináttan.
Halldóra var í gönguferð, að líta yfir landið sitt og þá sérstaklega garðinn sem stóð í miklum blóma hjá henni. Það var komið fram í ágúst og örlítið farið að kula á kvöldin og verða rökkvað, en það var enn hlýtt þetta kvöld, sólarlagið glingraði við sveitina í ótal litum, og hún var svo innilega stolt af því hvað hafði tekist vel til með garðinn. Skipulagið var frábært hjá þeim hjónunum og það sást vel á þessum sælureit sem byrjaði upp við hús með stórum sólpalli, og frá honum lágu göngustígar í allar áttir og tengdu saman svæðið sem var svo afgirt. Það var þó nokkur gönguhringur um allan garðinn og hægt að lýsa upp göngustígana með fallegum luktum þegar þau vildu. Syðst var leiksvæði fyrir börn og aðra sem vildu leika sér í boltaleikjum, þar var lítið leikhús og kastali og sandkassi og rólur eins og lög gera ráð fyrir á barnaleikvöllum. Runnarnir þar í kring voru orðnir svo stórir að það sást lítið inn í garðinn frá veginum, þeir veittu gott skjól og þarna var algjör paradís fyrir börnin. Nyrst og efst voru gömlu trén sem margir höfðu sagt þeim að taka burt en þeim hafði ekki dottið það í hug, í skjóli þeirra hafði Halldóra plöntukassa með jarðaberjaplöntum og gulrótarækt, svolítinn kartöflugarð líka, og í framhaldi af þessum stóru trjám var uppáhaldið hennar, gosbrunnur á opnu svæði og blóm allt í kring, garðstólar og bekkir og borð eins og heima við á sólpallinum.
Stefán, maðurinn hennar, hafði eitt sumarið komið fyrir heitum potti fyrir sunnan húsið, rétt hjá sólskálanum, og hafði útbúið sturtu innaf honum í horni skálans. Halldóra hugsaði um það á göngunni hvað hún átti miklu láni að fagna í lífinu og þakkaði það að miklum hluta Stefáni og því hvað þau voru samstíga og hamingjusöm hjónin, og hvað þau bjuggu í góðu samfélagi. Í hjarta sínu fann hún svo djúpt þakklæti að hún fékk kökk í hálsinn og hvíslaði þakkir til guðs fyrir að leyfa sér að eiga dásamlegt líf og vera á gangi í sólarlaginu.
Fyrir framan húsið voru opin svæði með allskonar gróðri og runnaþyrpingum og rósabeðum. Hún hélt alltaf mest upp á rósirnar, því henni fannst þær bera af öllum jurtum sem hún þekkti og sá, hérlendis og erlendis. Rósirnar launuðu henni það, þarna höfðu þær skjól og þær fyrstu blómstruðu í júní í góðu ári og þær síðustu stóðu fram í september. Aftan við húsið var hellulagt og þar voru lítil hús fyrir dýrin, hunda og ketti og kanínur því hún vildi ekki hafa þau inni, greyin. Þau Stefán áttu alltaf of mikið af þessum litlu dýrum sem hændust að þeim og öllum börnunum sem endalaust gátu leikið við kettlinga og hvolpa, gefið kanínunum og haft gaman af öllu saman. Yfirleitt fór nærri öll gulrótauppskeran jafnóðum, því börnin höfðu svo gaman af því að gefa kanínunum þær! En Halldóru var alveg sama um það, hún ræktaði ekki af þörfinni fyrir matvæli, heldur fannst henni vinnan í garðinum svo skemmtileg.
Halldóra skildi ekki alveg núna þegar hún var rétt að skríða í fimmtugt, hvernig þau Stefán höfðu alltaf komist yfir öll verkefnin sem biðu þeirra. Þau höfðu hafið búskap þegar hún var mjög ung, og samt hafði hún þá verið alveg viss um að hún gæti þetta allt saman. Þau byrjuðu smátt í sveitinni og stækkuðu við sig eftir því sem efnin leyfðu og börnin komu eins og margföld hamingja inn í líf þeirra, fyrst tvær stúlkur og svo tveir drengir. Tvölfalt af óskabörnum, hugsaði Halldóra hreykin. Stúlkurnar, Halla og Júlía, voru báðar giftar og orðnar mæður sjálfar, og komu oft í heimsóknir með fjölskyldur sínar. Þær höfðu farið í langskólanám eins og flestir gera, og hún vissi ekki annað en að þær væru ánægðar í sinni vinnu. Eldri drengurinn hennar, Helgi, var í útlöndum að læra blaðamennsku en sá yngri, hann Stefán Már, var nýlega byrjaður í framhaldsskóla og þau voru svo heppin að skólinn var ekki langt frá og var í framhaldi af grunnskólanum, bara í annarri byggingu skammt frá, þannig að hann fór með sama skólabílnum og hann var vanur, á hverjum morgni og kom heim síðdegis. Þannig höfðu þau fengið að hafa börnin sín heima lengur en venja er í sveitum, því venjan er að þau fari um langan veg í skóla 16 ára gömul og koma heim sumar helgarnar.
Mikið hef ég alltaf verið heppin, hugsaði Halldóra brosandi á meðan hún ákvað að láta vinnumanninn, hann Palla, puða í garðinum með sér, daginn eftir. Hún ætlaði að grisja rósirnar og fara með búnt til Heiðrúnar mömmu sinnar sem ekki bjó langt frá, og annað búnt til Diljá vinkonu sinnar sem bjó dálítið lengra í burtu og var alsæl í sínum búskap, hafði gifst um fertugt og tekið að sér þrjú börn sem maðurinn átti fyrir og eignaðist svo tvö með honum sjálf, dreng og stúlku.
Eitt búnt enn ætlaði hún að útbúa fyrir Kristmund, gamlan vin sinn, og senda Stefán með það til hans ásamt jarðaberjum sem hún hafði ekki undan að taka upp þessa dagana. Börnin þyrftu að vera hérna núna til þess að stelast vel í jarðaberin, brosti Halldóra og sá fyrir sér hálfstálpuð krílin hálfbogin undir plastinu að moka upp í sig berjum og passa að hún sæi ekki til þeirra, - svo komu þau inn með eldrauða munna.
Þau Stefán höfðu tekið stóra ákvörðun fyrir nokkrum árum og létu byggja fyrir sig splunkunýtt fjós frá grunni og nú var það að mestu leyti vélmenni sem mjólkaði kýrnar, og svo skrýtið sem það kann að virðast líkaði kúnum það strax vel og vandamálin sem höfðu komið upp voru smávægileg og ekki meiri en það sem gengur og gerist í búskap. Halldóra var einhvern veginn þannig að hún þarfnaðist framkvæmda, og naut sín aldrei betur en þegar eitthvað mikið gekk á úti og inni, því þá fannst henni verið að kveðja gamla tímann á táknrænan hátt og um leið og honum er sýnd virðing með því að halda áfram að betrumbæta það sem áður var vel gert, og henni fannst þau Stefán vera að skapa nútíðina og framtíðina sína í sameiningu þegar nógu mikið var um að vera. Hún hafði það fyrir sið að biðja á hverju kvöldi fyrir öllum þeim mönnum sem unnu hjá þeim, og þakka guði fyrir að senda þá til þeirra til þess að vinna þeim vel. Þetta var gamall siður frá Heiðrúnu mömmu hennar, og þetta gerði hún líka þegar hún var með ung börn og þurfti að hafa barnfóstrur á meðan hún var sjálf í nánast öllum verkum sem til féllu.
Halldóra var búin að ákveða verk morgundagsins og lét nú eftir sér að setjast á bekk hjá gosbrunninum og horfa á vatnið, hvernig það flæddi eins og hljóðlátur foss niður þennan skrýtna gosbrunn hennar. Gosbrunnurinn var eins og margar kínverskar byggingar í laginu, hver ofan á annarri eiginlega og nokkrar minni við allar hliðar. Einhvern tíma hafði hún teiknað hann og sýnt Stefáni og hann hafði svo ásamt félaga sínum fundið fyrirtæki sem gat búið hann til, efnisgert og steypt hugmynd hennar í garðinn; og svo hjalaði vatnið og vökvaði í leiðinni.
Þessi teikning hennar, og þessi gosbrunnur var tákn um það þegar hún ákvað að endurreisa líf sitt fyrir meira en tíu árum síðan. Þá var afar erfiður tími hjá þeim Stefáni, þau höfðu of mikið að gera og of margar kröfur að borga og þau sinntu hvorki sjálfum sér né áhugamálunum, þau vöknuðu til að vinna og sofnuðu svo þreytt að þau mundu oft ekki eftir því að bjóða góða nótt. Þau voru lent í vítahring sem þau kunnu ekki leiðina út úr, aðallega vegna þess að þau gáfu sét ekki tíma til þess að hugsa nema um líðandi dag og hvað þau gætu afkastað miklu þann daginn. Halldóru fannst hún hafa einangrast, bæði félagslega og tilfinningalega og átti mjög erfitt með að viðurkenna allan þann söknuð sem hún hafði safnað upp og gat ekki fundið ástæðurnar fyrir því hvað hún var vonsvikin og dauf í skapinu. Hún átti erfitt með að vera heiðarleg við sjálfa sig, hún vildi alltaf gera meira úr öðrum en sjálfri sér og gefa fólki kosti sem það átti alls ekki, en þegar hún stóð svo frammi fyrir því að verða að gefa sjálfri sér einkunn fyrir árin fram að næstum því fertugu, féll henni allur ketill í eld og hún lokaði á það allt og hélt áfram að vinna enn meira en áður. Þrátt fyrir alla vinnuna og viðleitni þeirra hjóna hélt búskapurinn ekki eðlilegum gangi og skilum og þrátt fyrir góðan ásetning þá höfðu þau hvorki tíma, orku né fjármagn til þess að gera það sem þau langaði mest til, - að ferðast um landið og fara á leiksýningar, og skreppa kannski til útlanda einu sinni á ári og gera fínt í kringum sig. Það var ekkert rusl hjá þeim en það þurfti að lappa upp á allar byggingar.
Það voru tveir eða þrír sólarhringar seint í október fyrir þessum rúma áratug, sem breyttu öllu viðhorfi Halldóru til tilverunnar og það gerðist á svo ófyrirsjáanlegan hátt að hún leit á það síðan þannig að guð hefði einfaldlega sent henni skilning á lífinu en þó sérstaklega á sjálfri sér og tilfinningum sínum.
Stefán hafði verið að heiman allan daginn og hún var orðin dauðþreytt þegar hún var að koma strákunum í rúmið um kvöldið. Hún las ævintýri fyrir þann litla sem sagði henni svo þegar hann var alveg að sofna að honum þætti svo leiðinlegt hvað margir í skólanum hefðu bara áhuga á einhverjum tölvubardögum og væru alltaf í slagsmálaleikjum og hrekkjandi hvert annað. “Mig langar bara að vera glaður og renna mér á sleða og spila og lesa í friði með krökkum sem eru eins og ég” sagði hann og setti upp skeifu. “Mig langar ekki til þess að hafa hina krakkana nálægt mér”. Halldóra faðmaði hann að sér, litla kútinn og sagði honum að það væru sem betur fer margir góðir krakkar eins og hann og að hann þekkti mörg svoleiðis börn. “En kannski vilja þau ekki vera vinir mínir, mamma viltu finna fyrir mig góða vini” skældi sá litli.
Svo sofnaði hann og Halldóra var næstum sofnuð sjálf þegar sá eldri, Helgi, kom inn til hennar og upp í rúm og hún sá að það var eitthvað að.
Helgi var glaðlyndur og ljúfur drengur sem nánast aldrei skipti skapi, en nú bjátaði eitthvað á hjá honum. Halldóra tók utan um hann og hann sagði hálfkjökrandi: “Mamma ég er svo ótrúlega óheppinn”. Hún spurði hann hvað hann ætti við og hann fór að tala um skólann. “Það eiga allir í skólanum bestu vini nema ég, fyrst flutti besti, besti vinur minn í burtu og svo besta vinkona mín síðasta sumar, sem ég hef leikið við síðan við vorum sex ára, svo er ég einhvern veginn einn eftir og það er svo erfitt að eiga ekki besta vin” romsaði hann upp úr sér.
Halldóra ræddi þetta lengi við hann og spurði hann meðal annars hvort hann langaði að flytja, langaði í annan skóla og kynnast öðrum krökkum, hvort hann væri vansæll í skólanum. Henni var næstum sama sjálfri um það hvort þau flyttu eða ekki, hún var svo uppgefin á hlutunum.
“Nei mamma, þú skilur ekki, ég vil aldrei skipta um skóla, ég vil bara fá vinina mína aftur og af því að þau búa ekki lengur hérna þá langar mig líka til þess að eignast vini sem ég er jafn glaður með og treysti jafn vel og þegar ég var með þessum bestu vinum mínum. Það er eins og allt hafi breyst hjá þeim þegar þau fluttu, en ekkert hjá mér nema að þau eru ekki lengur hérna og ég er alltaf að sakna þeirra, því við erum ekki að gera saman það sem við vorum vön að gera saman. Svo eru þau örugglega búin að eignast nýja vini og smátt og smátt gleyma þau mér……..” og svo fór Helgi að gráta og grét og grét.
Halldóra talaði lengi við hann og loks sofnaði hann og hún vonaði að hún hefði getað fullvissað hann um að hann væri besti strákur í heiminum og myndi eignast fullt af nýjum vinum og eiga líka bestu vinina sína áfram, og þar sem þau hefðu ekki flutt úr landi væri nú hægt að hitta þau nokkrum sinnum, allavega yfir sumartímann.
Hún vissi að það þýddi ekki að segja við barnið að svona væri lífið nú bara, því það læknar engar sorgir að gera hlutina endanlega.
Þegar Helgi var sofnaður og hún var búin að hugga þá báða sama kvöldið, opnaðist fyrir fortíðina og hún neyddi sjálfa sig til þess að horfa heiðarlega á sjálfa sig – og aðra. Hún neyddist til þess að segja sjálfri sér að hún hefði staðið sig vel, en ekki brugðist sínum, hvorki fjölskyldu né vinum. Sorg Helga var líka hennar sorg og hún skildi hann alltof, alltof vel, þó hún hugsaði vinamissinn öðruvísi en drengurinn.
Hún hafði átt þrjár bestu æskuvinkonur og margar, margar aðrar.
Ein af þessum þremur, Emma, var dökkhærð, jarðbundin og skynsöm og svolítið lík henni sjálfri og saman höfðu þær gengið í gegnum súrt og sætt fram á fullorðinsár. Vináttan var alltaf sú sama og alltaf sterk og hlý. Eftir að Halldóra fór að búa og eignast börn hafði hún líka haft pláss fyrir hana Emmu og alla aðra í lífi sínu, hún hafði bara fundið tíma því hún vildi ekki láta vini og vinkonur gufa upp þó hún sjálf yrði eiginkona og móðir. Vináttan var henni svo dýrmæt. Svo gifti Emma sig, flutti á annað landshorn og ári síðar var samband þeirra orðið að jólakorti og var það enn. Þær höfðu ekkert hist til að spjalla í ein 15 ár eða svo, og það leit ekki út fyrir að þær gætu nýtt sér símatæknina heldur til þess að hafa samskipti.
Sigga, önnur þessara þriggja, var rauðhærð, síbrosandi óhemja sem Halldóru hafði næstum þótt vænna um en sína nánustu, þær voru foringjar í öllum leikjum og félagslífi og skemmtu sér svo vel saman að það var aldrei dauð stund og voru svo vinsælar að þær voru bæði öfundaðar og hataðar, en þeim var alveg sama því þær voru saman og þá skipti annað ekki máli. Sú vinkona sagði henni kurteislega einn góðan veðurdag að fjarlægðirnar á milli þeirra væru orðnar svo miklar að það væri best að slíta þessum samskiptum og heimsóknum bara alveg og fara sitt í hvora áttina; hún væri hvort eð er alltaf að kynnast nýju og nýju fólki og nennti ekki að binda sig við eitthvað gamalt. Halldóra hafði faðmað hana að sér og óskað henni alls góðs og svo hafði hún saknað hennar allar götur síðan. En hún hafði alltaf vonað að Sigga væri hamingjusöm, einhvern veginn var hún ekki viss um það, síðast þegar hún frétti af henni var hún í tygjum við listamann og á leiðinni til Flórens með honum.
Sú þriðja, Sólveig, lítil og ljóshærð dúlla sem sjaldnast skipti skapi, bjó ekki langt frá henni, og þær höfðu haldið nokkurs konar kurteisissambandi og hittust fyrir tilviljun í búðinni, kannski tvisvar á ári. Sólveig var alltaf í einhverju karlastússi og svoleiðis erfiðum málum sem drógu hana niður, og á verstu tímabilunum bjó hún helgi og helgi hjá Halldóru til þess að ná sér niður og jafna sig, en nú virtist það allt gleymt fyrir löngu síðan.
Allur söknuðurinn rifjaðist upp fyrir Halldóru og líka augnablikið fyrir nokkrum árum, þegar hún ákvað að nú gætu þær hinar haft frumkvæðið að einhverju því hún var alltaf sú sem kallaði vinkonuhópana saman og sá til þess að eitthvað væri gert og að þær hittust og héldu sambandi. Síðan hafði ekkert verið gert.
Hún lá andvaka alla nóttina, líka eftir að Stefán kom heim og hún talaði um þetta við hann og vissi að hann átti svona söknuð líka, sérstaklega saknaði hans eins vinar síns, Sævars, sem hafði farið illa á geði. Stefán vissi alltaf hvað hann var góður maður og tók nærri sér hvað var talað illa um hann og gert mikið grín að honum. En Stefán var svo skynsamur, hann staldraði alltaf við og gerði hlutina upp jafnóðum og hélt svo áfram. Hann var búinn að kynnast mörgu fleira fólki og hafði mörg áhugamál, - en lítinn sem engan tíma til þess að sinna þeim.
Halldóra sagði honum þessa nótt frá söknuðinum öll þessi ár og hvað henni fyndist það skemma fyrir sér að sakna þessa fólks og gleðinnar með því, og að einhvern veginn hleypti hún ekki nýju að. Hún væri föst í grunnskóla og framhaldsskóla og rúmlega það, hvað vinina snerti. Þau töluðu um það hvað hefði verið gaman í samfélaginu þegar þau voru að byrja að búa en hvað það væri tvístrað og erfitt hjá mörgum núna. Það ríkti upplausn og glundroði í samfélaginu, þetta var ein af sveitunum þar sem var nýlega búið að sameina nokkur sveitarfélög í eitt og fólk var bæði að reyna að halda í allt sem var gamalt, þægilegt og veitti öryggi, um leið og það var að reyna að aðlaga sig nýjum tímum.
“Það er eins og allir séu hættir að treysta einhvern veginn”, sagði Halldóra.
“Fólk umgengst bara þá sem það er vant að umgangast og varla það; við húkum hvert í sínu horni og allir eru að gera það sama dag eftir dag. Fólki líður svo illa sums staðar hérna að það hugsar um að taka líf sitt, ég veit það því það hefur sagt mér það drukkkið á þorrablótum og árshátíðum. Það saknar þess sem var og allar stjórnunargrúppurnar eru að eyðileggja samfélagið, því hver situr ofan á öðrum og enginn sér hvað það er hættulegt. Svo fer fólkið að flytja, til dæmis fólk eins og við sem er stór fjölskylda sem sættir sig ekki við mannlífið eins og það er og hefur ekki forsendur til þess að halda áfram bara af hugsjóninni einni, svo fer gamla fólkið að hrynja niður því allt er svo breytt og það langar ekki til þess að vera með lengur og svo springa sprengjur hér og þar og jafnvel menn á besta aldri íhuga að taka líf sitt. Ég er svo hrædd við þetta allt”!
Svona talaði Halldóra langt fram eftir nóttu. Hún talaði um Emmu og Siggu og Sólveigu, vini krakkanna og vini þeirra hjónanna sem margir voru á öðrum landshornum, hún talaði um Kristmund vin þeirra, sem þá var giftur og einn af þeim sem hafði lent inni í hringiðunni og komst ekki út. “Ég sakna Kristmundar mikið, og Sævars vinar þíns” sagði Halldóra og þá sá hún hvað lífið var fáránlegt, þeir bjuggu ekki langt frá og þau hittust álíka oft og þær Sólveig og þá fyrir tilviljun.
“Það er eins og allir séu búnir að tapa sér í mismunandi áttir”, sagði Stefán og svo huggaði hann Halldóru eins og hún hafði huggað strákana og minnti hana á það hvað hún væri falleg og skemmtileg og léki sér að því að hafa hlutina eins og hún vildi. Ef hún vildi hafa þetta fólk enn í lífinu þá gæti hún það, ef ekki, þá skyldi hún hleypa nýju fólki að ef hún vildi. “Við höfum tapað okkur líka”, sagði hann, “við gerum ekkert nema að vinna og safna skuldum og hafa áhyggjur. Mig langar til þess að taka smá frí með þér núna í haust; við þurfum bæði að safna kröftum og gleði og við skulum ekki gleyma því dýrmætasta sem við eigum. Við eigum nefnilega alltaf hvort annað að”.
Daginn eftir lá Halldóra í rúminu með hita og ógleði og fortíðin herjaði á huga hennar. Hún opnaði fyrir það allt saman, viðurkenndi söknuð sinn og þrá og bað guð allan daginn um að bænheyra sig. Bað hann fyrst og fremst um að búa börnunum hennar og þeim hjónunum skemmtilega tilveru með góðu fólki og svo sendi hún eldheitar bænir þar sem hún bað um að losna við söknuðinn og það sem héldi henni við fortíðina. Hún þráði svo mikið að komast burt úr henni að hún var að springa og hún vissi að svo var með fleiri, ótalmarga í kringum hana en í þetta skiptið ákvað hún að biðja fyrir sjálfri sér.
Þennan dag fyrir meira en tíu árum, opnaðist henni ný veröld og hún fann strax að hún var bænheyrð. Vilji hennar var alveg skýr og hún fann að vilji guðs var sá hinn sami og hennar í þessu máli.
Viku seinna kom Diljá, ein gömul vinkona hennar í heimsókn og fór varfærnislega að tala um gömlu dagana og að þær vinkonurnar hittust.
Halldóra ákvað að segja ekkert nema það sem henni bjó í brjósti og því sagði hún:
“Veistu það Diljá að ég hef saknað þín svo mikið, - og ykkar stelpnanna allra reyndar. Það er hvorki himinn né haf á milli okkar og við höfum enga afsökun fyrir því að hittast ekki, nema auðvitað að okkur langi það ekki. Allavega langar mig að hitta þig, ég veit það”.
Síðan þetta gerðist voru þær Diljá í góðu sambandi. Vinkonuhópurinn, mismunandi stór í hvert skipti, hittist á hverju sumri og svo allaf í janúar, rétt eftir áramótin. Halldóra passaði sig á því að vera sjálfri sér trú fyrst og fremst og svo hinum, og hún áttaði sig á því að það kom betur út fyrir alla og eftir því sem árin liðu urðu þau hjónin hamingjusamari, bæði með sig sjálf og samfélagið.
En svo mundi hún líka eftir því sem hún lofaði sjálfri sér og vissi, og hafði oft séð í vinahópum, að hún umgekkst ekki fólk sem hafði sjúklega þörf fyrir að stjórna öðrum og ráðskast með lífið og tilveruna í kringum sig. Hún vissi að fólki leið betur eftir því sem það gat slakað meira á gagnvart öðrum og að þá voru vandamálin auðleyst.
Það var eins og samfélagið tæki stökkbreytingum frá því að Halldóra skoðaði fortíðina og lá svo veik í rúminu. Hún vissi að guð hafði bænheyrt hana og myndi hjálpa henni að byrja upp á nýtt, svo framarlega sem hún væri trú sjálfri sér. Stuttu eftir að Diljá kom fyrir öllum þessum árum, kom Kristmundur einn að kvöldlagi og átti erindi við Stefán. Halldóra bauð honum inn, Stefán hafði skroppið af bæ og var væntanlegur eftir smástund og hún bað hann að bíða eftir honum og gaf honum kaffi. Það voru mörg ár síðan þau höfðu talað saman og hún vissi að hann var í sömu sporum og þá og ennþá óhamingjusamari og ólíkari sjálfum sér. Hann fór að tala um daginn og veginn og spurði frétta úr sveitinni. Þá sagði Halldóra: “Þú veist meira um fréttir úr sveitinni en ég, og svo erum við í sömu sveit að því ég best veit. En það er langt síðan við höfum hist af einhverju viti og ég hef saknað þín mikið. Mér finnst leiðinlegt að hafa þig ekki til þess að spjalla við þegar mér er mikið niðri fyrir”.
Meira sagði hún ekki, en hún hélt að hann ætlaði að fara að gráta, fullorðinn maðurinn, svo hún brosti til hans. Svo fóru þau að tala um gamla daga og hvað væri breytt síðan þá og skildu í góðu þegar hann fór. Síðan höfðu þau verið perluvinir og unnið margt skemmtilegt saman og skemmt sér saman.
Vináttan, það er ekkert betra eða sterkara en sönn vinátta sem vill allt það besta og gefur í stað þess að taka, vinátta sem bara ER, hugsaði Halldóra þar sem hún horfði á vatnið flæða um skrýtna, táknræna gosbrunninn sinn og hugsaði sér að vatnið væri tíminn sem flæðir endalaust en er samt ekki til í raunveruleikanum. Hún gat ekki varist þeirri hugsun að fólk tæki í meirihluta sínar fallegu, sönnu tilfinningar og notaði þær í eitthvað sem það kærði sig ekki sjálft um; kannski af gömlum vana en kannski af hræðslu við að finna fyrir lífinu hér og nú.
Hún heyrði þrusk og sá að Stefán var rétt að verða kominn til hennar. Þau dáðust að garðinum sínum dálitla stund og leiddust svo heim í svefninn.
Halldóra hlakkaði til helgarinnar, þá yrðu öll börnin og barnabörnin heima. Hún vonaðist til þess að eitthvað af vinum þeirra, ungum og eldri létu sjá sig líka. Um það fannst henni lífið snúast, fólkið sem henni þótti vænt um og sem henni leið vel með og gat treyst. Hún vissi einhvern veginn alltaf að þegar stemmningin er þannig, þá getur fólk allt í sameiningu.
Höfundur J. H.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 19:21
Er birtist mér fagur fótur
þá forðum er ungur ég var
mig minnti á ljúfar nótur
já máttinn ég upplifði þar
.
En nú er ég stólsins fangi
er lamaður mitti frá
Ef stúlku ég sé á gangi
enn ómar í hjarta mér þrá.
(mynd 2).
Anna Einarsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:12
Er að drekka morgunkaffi og ætla svo i sund. Takk Katrín fyrir þetta skemmtilega verkefni, vonandi kemur andinn til mín í heita pottinum
Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 09:47
ætla að vera áhorfandi ! og hlustandi !
Ljós og friður til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:15
mynd 4
Ég er kona, fædd mey
Fegurð mín kemur að innan
og blómstrar
þegar ég er til
Fegurðin þarf næringu
hún þarf að koma frá mér
allt blómstrar og blómstrar
þegar ég er til
Blómin vaxa og dafna
og líka ég
allt er á mína ábyrgð
konan, lífið og ég
kveðja
Ingibjörg Þ
Ingibjörg R Þengilsdóttir, 13.8.2007 kl. 18:44
Munúð og menning
Ég er píanókonanég leik verk eftir Chopin og BeethovenHver og hver og villspila á píanóleggina mínaverk eftir þig og mig?
Guðný Anna
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:14
La Flor. Mynd n°4
Útskýring ..... Samlíking í mynd og máli. La flor er í senn blómið eina og lífsblóm komnunnar!
Í laut þú yfirleitt, saman þig hniprar og veist að ég sem á móti stend horfi og óska þess eins að geta átt þau fögru blóm er sál þín smitar.
Blómin eru ljós þitt, ásýnd litur og ljós. Án fegurðar skapa, unaður og ilmur alls ekki neitt ekki eitt augnablik án þín!
Að elska er að unna þeim reit er lífið gaf, reitur þinn er sá eini sanni minn.
Ástin í blómi þess er gat!
www.zordis.com, 13.8.2007 kl. 23:52
Ég er píanókonan
ég leik verk eftir Chopin og Beethoven
Hver og hver og vill
spila á píanóleggina mína
verk eftir þig og mig?
Guðný Anna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 00:29
Ef það er eitthvað vandamál að koma ykkar efni eins og þið viljið hafa það í athugasemdirnar getið þið sent mér mail og ég set þetta inn fyrir ykkur.
Allar sögur og ljóð munu svo koma upp á fimmtudagsmorgun með viðkomandi mynd þegar kosningin fer fram.
Takk fyrir að vera með...þið eruð svo frábær!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 00:31
Samið fyrir mynd no 3
Gestaboð
Dyrabjallan hringdi um klukkan hálfsjö, gestirnir voru komnir. Húsmóðirin var tilbúin með matinn nema eftirrétturinn var í ofninum og þurfti 35 mín til viðbótar. Húsmóðirin hafði verið á ráðstefnu starfs síns vegna allan þennan dag, þar sem hún flutti mjög vandaðan fyrirlestur, hún hafði verið í essinu sínu og blómstað við flutninginn því þarna var hún að fjalla um sitt sérsvið, það sem hún þekkti best og hafði mestan áhuga fyrir. Þar sem hún stóð í eldhúsinu dvaldi hún enn í huganum við viðburði dagsins, gagnrýnina sem erindi hennar hafði fengið en þar var sannarlega rýnt til gagns og margir myndu í framhaldi njóta góðs af endanlegri útkomu verkefnisins. En nú voru gestirnir á leið upp tröppurnar heima hjá henni og hún varð að hætta að hugsa um þetta að sinni. Hún fer úr eldhúsinu í átt að útidyrunum til að opna fyrir fólkinu.
Sambýlismaður hennar til margra ára kemur fram úr bókaherberginu og ætlar lika til dyra, hann staldrar við en kemur svo á eftir henni. Úti standa vinahjón þeirra, elskuleg hjón sem hafa verið vinir sambýlismanns hennar í fjölda mörg ár. Sjálf hefur hún þekkt þau mun skemur eða síðan hún kynntist honum fyrst. Þau eru frekar látlaust klædd, í sígildum og vönduðum fatnaði. Þau berast ekki mikið á í lífinu en eru samt ágætlega vel stæð. Þau kunna að njóta þess góða sem lifið hefur uppá að bjóða fyrir fólk á þessum aldri, börnin eru uppkomin og þau hafa tíma og fjárrað til að ferðast og sækja menningarviðburði. Pörin hafa oft ferðast saman og átt góðar stundir, áhugamál og smekkur varðandi tónlist og fleira er á svipuðum nótum og öllum fjórum þykir þeim notalegur felagsskapurinn. Þetta er myndarlegt fólk og elskulegt. Konan er falleg og skemmtileg, hún ber það með sér að á sínum yngri árum hefur hún verið stórglæsileg. Hún er frekar hávær í tali og hlær líka hátt, skellir uppúr við minnsta tilefni. Maðurinn hennar hefur mildari hlátur, hann hristist inní sér einhvernveginn þegar hann hlær og svo tárast hann. Húsmóðurinni þykir gott hve stutt er í hláturinn hjá þessum vinum þeirra, hlátursskellirnir í konunni og hláturstárin hjá manninum, húsmóðurinni þykir virkilega vænt um þau bæði.
Sambýlismaðurinn tekur við yfirhöfnum af fólkinu og hengir upp i annddyrinu. Gullfallegur antíkskápur sem hann eignaðist eftir ömmu sína prýðir anddyrið, rauðbrúnn dökkur innlagður viður og mikill gljái sem gerir enn meiri glæsileika, setur brag á fyrstu kynni þess fólks sem kemur á þetta fallega heimili. Vinahjónin dást að skápnum og staldra lengi við að skoða hann hátt og lágt.
Skyndilega sér húsmóðirin snertingu eiga sér stað þarna i andyrrinu - þar sem þau standa öll fjögur! Hún hafði snúið baki í fólkið en stór spegill fyrir framan hana blasti við. Gestkomandi konan snerti sambýlismann hennar á mjög sérstakan hátt ...... húsmóðisrin frýs.
Gestkomandi konan hafði gengið að sambýlismanninum og snert hann eins og kona snertir mann sem hún hefur haft kynmök við. Skyndilega blasir við húsmóðurinni þessi staðreynd, þetta er eins skýrt eins og svart letur á hvítu blaði og hún er ekki í nokkrum vafa. Staðreyndin hrópar á hana! Spurningar hrannast upp í huga hennar, hvernig hafði þetta gerst? og hvers vegna? og af hverju HÚN? Hugsanir flugu hratt um hugann, hún leit tilbaka og rifjaði upp þegar þau fjögur hittust síðast og þaráður – hún áttaði sig á því núna að vinkona þeirra var mikið breytt í viðmóti, hún var ekki sama skellibjallan lengur, ekki alltaf hlæjandi jafn hátt og innilega, hún var varkárari í tali og var mun meira til hlés heldur en henni var eðlislægt að vera.
Auðvitað! Þau voru byrjuð að stunda framhjáhald með hvort öðru! Húsmóðririn leit á mann konunnar og sannfærðist strax um að hann væri gjörsamlega grunlaus, eins og hún hafði sjálf verið. Hún hafði unnið mikið síðustu vikurnar til að klára þetta spennandi verkefni sem hún hafði einmitt frumflutt þennan sama dag á ráðstefnunni. Maki konunnar var að skoða myndavélina sína og símann sinn og gera sig líklegan til að sýna sambýlismanninnum nýja "fidusa" sem honum hafði tekist að læra að nota í þessum flókna tækjabúnaði sem samt var svo ótrúlega fyrirferðarlitill. Þeir voru vanir að sitja yfir slíku vinirnir og höfðu báðir mikla ánægju af, alls kyns tækjabúnaði. Þetta voru leikföngin þeirra.
Gestirnir voru núna komnir inn á mitt gólf, húsmóðirin stóð eins og límd við gólfið. Hana langaði ekkert til að fela þann sannleika sem þarna blasti við henni, reiðin sauð upp eins og í flautukatli. Hún var vön að geta treyst sínu innsæi og var ekki í nokkrum vafa. Hana langaði ekkert að fara í eldhúsið og þjónsuta til borðs þessu fólki í þessum aðstæðum. Hún bað fólkið að setjast með sér inn í minni stofuna og ræða við sig. Makinn kom ekki strax svo hún beið ... svo sagði hún blátt áfram - hve lengi hafið þið stundað kynlif saman? og nefndi nafn gestkomandi konunnar og sambýlismanns síns. Það varð grafarþögn - löng þögn. Maki gestkomandi konunnar horfði á húsmóðurina undrandi og skelkaður, hún var þakklát honum fyrir að segja ekkert því hún var ekki að tala til hans á þessari stundu.
Gagnkvæm virðing hafði einkennt samskipti hennar við sambýlismanninn og hann var ekki fjöllyndur maður. Hann átti ekki mörg sambönd að baki þegar þau kynntust. Gestkomandi konan var hinsvegar vön nýjum og nýjum bólfélögum áður en hún gifti sig og hafði líklega átt frumkvæðið milli þeirra. Hann var svo vitlaus að láta tæla sig og hugsaði ekki um afleiðingarnar og nú helltist yfir hann samviskubitið þar sem þau voru öll þarna samankomin. Að heyra hlutina sagða upphátt í vitna viðurvist gerði þetta svo yfirþyrmandi. Hann reyndi ekki að neita þessu en gestkomandi konan reyndi það. Hún flissaði, skellti uppúr eins og skellibjöllum er tamt að gera og hristi sig eins og hún vildi helst hrista af sér einhverja bleytu, rigningu.
Sambýlismaðurinn leit til húsmóðurinnar og sagði einlægur og hreinskilinn eins og honum var svo eðlilegt að vera - það er rétt við höfum verið að stunda kynlíf í nokkur skipti. Það hafði enga merkingu það var bar ríðirí, mínar tilfinningar til þín eru óbreyttar – ég er búinn að særa þig svo mikið ég ætlaði aldrei að særa þig, ég var bara ekki að hugsa neitt fyrr en of seint. Ég ætlaði ekki heldur að særa vin minn hérna, minn besta vin sem ég hef þekkt alla ævi. Þetta bara gerðist – orðin streymdu frá honum eins og flóð, eins og stífla hefði brostið - og hann hélt áfram - mér leið strax illa yfir þessu. Ég hef getað dulið það af því þú hefur verið svo upptekin og litið heima síðustu vikurnar. Þú ert alltaf að vinna og svo kemurðu heim og heldur áfram að vinna fram á nótt. Venjulega er ég farinn að sofa löngu á undan þér og hef þess vegna getað falið það hvernig mér hefur liðið.
Sambýlismaðurinn er grátandi, hann grætur þungt og mikið. Hann er viðkvæmur maður, listrænn og sjálfmiðaður. Hann er líka vandaður og góður maður, sem þolir illa að sjá það sem aumt er hjá öðru fólki. Hann gætur lengi og innilega, hann hristist og skelfur, allur likaminn er eins og hann muni falla saman. Gestkomandi konunni langar greinilega að fara til hans en situr á sér. Hún hefur ekkert sagt síðan hún skellibjallaðist í byrjun samtalsins, maki hennar hefur ekki sagt orð og er sem steinrunninn. Einu hljóðin sem heyrast lengi lengi er grátur og ekkasog sambýlismannsins.
Húsmóðirin er orðin einkennilega róleg, hún furðar sig á þvi sjálf. Hún er þakklát sambýlismanninum fyrir að hafa ekki reynt að neita þessu með því að búa til einhverja lygi. Hún laðaðist að þessum manni þegar hún kynntist honum ekki síst fyrir hreinskilni hans og æðruleysi með sjálfan sig, hann er sá sem hann er og fer ekkert í grafgötur með það.
Húsmóðirin talaði nú loks aftur. Lágri röddu bað hún gestina að yfirgefa heimili þeirra. Gestkomandi konan fór hratt á dyr með manninn sinn á eftir sér. Hann hafði enn ekkert getað eða reynt að tjá sig. Það var eins og hann tryði ekki því sem fyrir augu og eyru bar.
Húsmóðirin var óskaplega hrygg og örþreytt en hún vissi hvað gera þurfti. Traustið var farið.
Höf.: MBH/ 14/08/2007
Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 05:19
Blómin eru ljós þitt, ásýnd litur og ljóð. Án fegurðar skapa, unaður og ilmur alls ekki neitt ekki eitt augnablik án þín!
Smá leiðrétting á orðskrumi en í misritun stendur ljós og á að vera ljóð .....
sunnudagskknússlur (hehehe mér finst vera endalaus helgi núna)
www.zordis.com, 14.8.2007 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.