Leita í fréttum mbl.is

Auðnuspor sandkorns á sunnudegi

"Oehehee..oehhehhhe...ehhe... ehhooo"....Sit hér með sjálfri mér og raula..."og við öldunið um aftanstund að eiga leyndarmál og ástarfund" Svo gaman að hlusta á Álfa og Fjöll.

 Horfi á sængurnar sem sveiflast um í rokinu úti á snúrum. Settar út til að viðra sig og taka í sig nýtt og ferskt loft.  Góða veðrið ákváðum við hér í landi Elísabetar Drottningar að senda yfir til eyjunnar fögru í Norðri svo Gurri bloggvinkona og alvöru vinkona mín fengi einstaka blíðu á afmælisdeginum sínum. Á meðan viðrum við bara sængur og huga í vindblænum sem hreinsar og hressir.

Fór og fékk mér morgun kaffi með Jacqui vinkonu minni. Hún færði mér grænt veski sem var troðfullt af bleikum risarósum úr garðinum hennar. Fallegur grænn silkiborði hélt þeim saman og ilmurinn af þeim er einstakur og ég anda nú að mér rósum alla leið ofan í lungu. Líður eins og alvöru blómarós bæði að innan og utan. Græna veskið passar líka svo einstaklega vel við grænu gleraugun mín og augun sem eru líka græn . Allt er vænt sem vel er grænt segi ég nú bara. Jacqui er yndisleg vinkona..og vináttan okkar er brú tveggja kvenna sem deila sorgum og gleði.

200131177-001

"Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér".....Ég hugsa líka um allt það góða fólk sem hefur orðið á leið minni í gegnum lífið.  Að hver og ein einasta manneskja hafi kennt mér eitthvað mikilvægt og merkilegt. Líka þær sem mér fannst vera að gera mér grikki en voru svo bara að kenna mér mikilvægar lexíur.

200125925-001

Og það er fólk í lífi mínu sem er alltaf að gera mér gott. Sem hjálpar mér að vera ég í mínum bestu sparifötum. Og lætur mér líða vel með sjálfa mig. Er það ekki mikil blessun að hafa svona góða og jákvæða spegla allt um kring sérhvern dag og sérhverja stund? Það minnir mann líka á að vera góður spegill fyrir aðra..að hjálpa þeim að sjá það sem er gott og fallegt við þá sjálfa. Við þurfum stundum svo mikið á því að halda að sjá hvað við erum mikið ljós undir daglega argaþrasinu sem stundum tekur yfir. Og hugsið ykkur...hér á blogginu fær maður svo hrós og ljós í löngum bunum frá bloggvinum og lesendum og hvar sem maður kíkir við er fólk að hvetja hrósa og hughreysta hvert annað. Þessi veröld er svo stór og stundum líður manni eins og agnarlitu sandkorni á ströndu.En með öllum hinum verður maður ströndin sjálf..sandkorn í heild.

nature6

Ég held að við mannverur séum í alvöru að byrja að vakna til vitundar og tilfinninngar um að á einhverjum stað..erum við öll eitt.  Að ég er þú og þú ert ég. 

"Og saman við leiddumst og sungum

með sumar í hjörtunum ungu

hið ljúfast úr lögunum þínum

..ég las það úr augunum þínum".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Nákvæmlega rétt Katrín. Hér á blogginu eru allir í kappi hvor við annan að hrósa og hvetja, sumt verðskuldað annað ekki. Það gerir það að verkum að t.d ég er að blogga. Sama hversu lítilfjörlegt það er sem maður setur hér inn, alltaf er einhver tilbúinn að gefa manni af sér með því að kommenta á það.

Ég tala nú ekki um síður eins og þú er að gera, það gefur lífinu gildi að lesa þær.

Sorrí pínu væmið, en so true.

Þröstur Unnar, 12.8.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þakka þér fyrir alt sem þú talar um sem er alveg rétt. Eigðu  góðan sunnudag.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Katrín mín. Mælt þú kvenna heilust.

Alltaf gott að kíkja til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 20:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndsileg sunnudagshugvekja

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: www.zordis.com

Það er ekkert eins gott eins og að nálgast manneskjuna með jákvæðni því hún örvar og gefur!  það er næg neikvæðni í heiminum til að viðhalda henni ekki!  Ohhhh hvað það hefði nú verið gaman að " gúffa " í sig brauðtertu og vænum dreitil hjá Gurrí bloggvinkonu.  Hún er vonandi sátt og sæl með daginn sinn!

www.zordis.com, 12.8.2007 kl. 21:44

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bloggið togar í mann því þar hefur maður eignast góða vini og finnur til samkenndar með þeim. 

Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Rebbý

Mikil og holl lesning
Takk fyrir þetta ... ég sem ætlaði ekki að nenna að skoða bloggið í dag

Rebbý, 14.8.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 311566

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband