Leita í fréttum mbl.is

Jæja, magapína og fiðrildaveisla

Jæja.

Og aftur Jæja.

 Núna er kominn tími á að segja aldrei aftur jæja.

Jæja er einhvernveginn svona orð sem er sagt í óþolinmæði og þar sem hlutir eru ekki að gerast alveg á réttum hraða.. Svona.."Jæja eigum við ekki að fara að koma" ...eða ´"jæja fer ekki maturinn að verða tilbúinn". Þess vegna á þetta orð ekki við hjá mér lengur. Það er nefninlega ekki eftir neinu að bíða!!!

28

Við erum búin að vera að vinna hörðum höndum að verkefni sem nú fer að líta dagsins ljós. Öll gögn og kynningar verða tilbúin í byrjun september og þá verður verkefnið okkar Óla kynnt. Óli er lífsförunautur og sálufélagi minn. Það er mikið búið að læra,stúdera, þjálfa sig og safna reynslu og þekkingu til að ná þessu marki.  Í meira en 20 ár á fjölda mörgum sviðum.  Og í gegnum besta kennarann...lífið sjálft.

En nú er bara alveg að koma að þessu.  Má segja að við séum að tala um lífsverkefnið mitt/okkar. Er alveg með fiðrildi í maganum sem stafar bæði af eftirvæntingu og smá svona spennu tilfinningu um hvað gerist svo í framhaldinu......er samt búin að sjá fyrir mér í mörg ár hreint magnaða útkomu.

Sem ég trúi einlæglega á að sé einstök og muni hjálpa svo mörgum með svo margt.

Heart

Og ég veit svo í hverri einustu frumu innra með mér að akkúrat þetta er lífið, starfið og ég í einum pakka. Mér líður eins og marmara sem búið er að höggva utan af og í ljós kemur....ÉG!!!!

Tilbúin eftir margar fíniseringar og stærri og smærri lagfæringar á öllum sviðum til að láta ljós mitt skína.

 Magapína.

Hafið þið hugsað um hversu mörg frábær verk urðu aldrei að veruleika eingöngu vegna þess að fólk fékk magapínu af tilhugsuninni einni saman?

32

 Ég er með magapínu og fiðrildi.

Sterka ætlun og titrandi hjarta

Vissu og vongleði

Hamingju og hughreysti

Mig í eigin höndum.

34

Fullskapaða

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, hvað þetta hljómar stórfenglega. Í orðsins fyllstu. Sendi þér árangurs - og styrktarkveðjur!  Spennandi að fylgjadt með því hvað þetta í rauninni er.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

- fylgjassssssst....átti þetta að vera...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 11:22

3 identicon

Já hugsa sér hvað magapína getur haft mikil áhrif og drepið mörg sköpunarverk.  Spennandi að sjá útkomuna hjá ykkur Óla.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Rebbý

verður spennó að sjá hvað veldur magapínunni og fiðrildunum

Rebbý, 14.8.2007 kl. 12:48

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég tek undir með guðnýju, það verður spennandi !

það er ekkert betra en lífsförunautur sem er með manni í gegnum lífið og hjálpar manni að slípa kanta og vankanta, og hjálpar manni að finna égið !

Gangi ykkur best !

þér og óla !

AlheimsLjós til þín

steina í Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:25

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíð með öndina í hásli.  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

En spennandi. og hvenær fær maður að vita meira.

þetta gullkorn er bara frábært. Ætla að muna það.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 17:37

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hlakka mikið til að sjá útkomuna 

Marta B Helgadóttir, 14.8.2007 kl. 18:16

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta verður spennandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.8.2007 kl. 20:24

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Jæja, þetta verður gamanhjá þér.

Þröstur Unnar, 14.8.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég leyfi ykkur að fylgjast með.  Alltaf svo gaman að koma einhverju endanlega saman sem hefur verið lengi að fæðast.  Gaman að hafa fiðrildi í maganum...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 21:15

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já endilega leyfðu okkur að fylgjast með Katrín mín.  Þetta er spennandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 22:26

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hef bara of lengi verið að fela mig og fyrir hvað ég stend og hvað ég er að gera dagsdaglega. Það er alveg að verða tímabært að standa upp og taka sér stöðu. Og gera sitt. Bara þannig.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband