14.8.2007 | 22:45
What a wonderful world....
Ég elska sögur úr mannlífinu og hvernig sumt fólk finnur lífstilganginn sinn í gegnum þjáninguna sína og svo "tilviljanir" sem eru ekki til.
Hér kemur ein slík.
Vinur minn einn var þegar hann var 18 ára í skóla og átti þar kærustu sem hann elskaði mest af öllu. Einn daginn sagði hún honum að sambandið væri búið og hann var algerlega miður sín. Fannst bara lífinu lokið og gat ekki fest hugann við eitt eða neitt. Í sorg sinni ákvað hann að leggja land undir fót og skoða heiminn. Lagði af stað eitthvað út í buskann og vann fyrir sér á bóndabæjum fyrir fæði og húsaskjóli. Leið hans lá víða um evrópu næstu mánuði og ekkert leið honum betur og var alveg týndur í sjálfum sér á þessu einmanalega ferðalagi.
Eina kalda og rigingarsama nótt var hann staddur í Búdapest og hafði engan stað til að sofa á. Sá kvikmyndahús og hugsaði með sér að hann gæti horft á eina kvikmynd og hlýjað sér meðan mesta rigningin gengi yfir. Keypti sér miða og settist inn.
Kvikmyndin sem verið var að sýna var myndin um Motzart..Amadeus.
Það gerðist eitthvað þegar hann sat þarna blautur, kaldur og aleinn í heiminum að honum fannst. Einhver neisti kviknaði í brjósti hans þegar hann hlustaði á tónlistina, eitthvað vaknaði innra með honum.
Þegar hann gekk út var hann ákveðinn í að verða tónskáld.
Hélt heim á leið og skráði sig í tónlistarnám þrátt fyrir að allir segðu að það væri frekar seint að ætla að ná árangri með því að byrja svona seint. Hefði verið betra fyrir hann að byrja að læra sem krakki ef hann vildi ná árangri. En hann hlustaði ekki.
Þessi innri tilfinning dró hann áfram og hann æfði sig 8 tíma á dag..spilaði og spilaði og æfði sig endalaust. Heltekinn af þessum tónum sem hann heyrði fyrir sér í kollinum.
í dag er hann frábært tónskáld og vekur athygli fyrir frábærar tónsmíðar sínar. Kennir tónlist og söng. Kenndi mér m.a að syngja og hlusta.
Hann sagði mér að þetta kvöld hefði verið yfirfullt af töfrum og að hann væri sannfærður um að hann hefði verið leiddur inn á þessa sýningu á myndinni. Mörgum árum síðar ákvað hann að horfa aftur á myndina og endurlifa töfrana sem hann varð fyrir. Honum til mikillar undrunar fannst honum frekar lítið til myndarinnar koma. Skildi ekki alveg hvað hefði haft svona mikil áhrif á hann.
Svona er lífið stundum merkilegt.
Að vera á réttum stað á réttum tíma skiptir öllu. Maður veit aldrei hvað bíður og hvað það er sem kveikir í manni ljós og tilgang. Það sem skiptir hins vegar máli er að bregðast við því sem hreyfir við manni. Hvernig sem það kemur. Einn af mínum bestu uppáhaldskennurum sem ég hef haft segir allltaf.....
"To be responsible is to respond to what is here now!!!!!
Langaði bara að deila þessari yndislegu sögu með ykkur.
Verið vakandi fyrir því hvað er að gerast í kringum ykkur og hlustið á veröldina tala til ykkar. Það gætu verið mikilvægustu skilaboðin sem þið eigið eftir að heyra á lífsgöngunni og breyta öllu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Frábær saga.
Og já, maður á að grípa gæsina þegar hún gefst og leyfa sér að eltast við það sem hugurinn segir manni að nálgast.
Þetta er svo gjörsamlega mitt lífsmottó þessa dagana, alveg merkilegt hvað ég get alltaf tengt mig við færslurnar þínar.
Takk fyrir mig.
Maja Solla (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 23:13
Takk fyrir þessa góðu sögu kæra Katrín. Það er staðreynd að það er talað til okkar í stóru og smáu en við erum ekki alltaf í nógu góðu standi til að hlusta. Stundum taka forlögin í taumana og hrifsa mann inn á braut draumanna eins og í sögunni. Draumanna sem allir fela í sér þrá um að skapa og vera skaparar. Til þess erum við fædd og í því felst leit okkar. Þegar við hættum að geta skapað, deyjum við eða förum á nýjan vettvang þar sem okkur er kleyft að skapa. Sorglegast er þegar fólk deyr á meðan það enn dregur andann. Deyr með hjartað fullt af bæn um útrás og sér ekki þegar því er leiðbeint. Treystir ekki. Það heitir að missa trúnna. Án hennar höfumst við ekkert að því við treystum ekki hugboðunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 23:14
This is so true :) Falleg saga um hvernig fólk er oft leitt áfram til að finna tilgang sinn eða hamingjuna í lífinu :)
Hólmgeir Karlsson, 15.8.2007 kl. 00:16
Takk fyrir þessa fallegu sögu, - já og takk fyrir þessa fallegu bloggsíðu sem besta bloggvinkonan mín benti mér nýlega á
.
Ágúst H Bjarnason, 15.8.2007 kl. 06:48
Frábær saga Katrín mín. Já við þurfum að gefa máttarvöldunum tækifæri til að leiða okkur að því góða sem við viljum að gerist í okkar lífi. Því okkar er valið, og ef við biðjum ekki um hjálp, má ekki veita okkur hana. Þannig er hinn frjálsi vilji í raun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2007 kl. 09:06
Yndislegt!
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 10:27
Falleg saga
Langar til að þakka fyrir gulldrenginn sem sat heillaður í Covent Garden að fylgjast með strengjasveitinni
flottar myndirnar og þegar hlustað er á diskinn sem hann kom með þá lifnar yfir honum og hann lýsir því sem fyrir augum bar
YNDISLEG MINNING FYRIR HANN
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.8.2007 kl. 19:45
Já þetta var svo flott að sjá....þarf að setja inn myndir frá ferðalögum okkar með íslensku gestina. Upplifðum svo margt skemmtilegt og frábært. Bara frábærir krakkar sem þið eigið Hulda mín.
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.