24.8.2007 | 12:29
Hver er maðurinn?
Nú fáið þið að sjá skúlptúrhausinn sem ég var að dusta af rykið og laga til með skóáburði. Þurfti að hreinsa burtu ryk og kónuglóarvefi eftir dvölina í garðskýlinu svo vinnan gæti hafist.
Veit ekki hvort þetta var góð hugmynd með skóáburðinn en ég sé til hvað ég geri. En hvern minnir hann ykkur á? Þegar ég gerði þennan skúlptúr gerði ég hann með lokuð augun og bara eftir tilfinningu. Það skringilega var að þegar ég opnaði augun fannst mér hann minna mig mjög sterklega á einhvern en kom honum samt ekki fyrir mig. Spurði bekkjarfélaga mína sem höfðu ekki grænan grun um hver maðurinn væri enda öll útlensk og ekki kunnug öllum íslendingum. En þegar maðurinn minn kom að sækja mig sagði hann.."Nei vá flottur.......og nefndi nafnið hans. Þá sá ég hver þetta var. Ég var samt alls ekki með hann í huga þegar ég var að gera skúlptúrinn ..vann bara eftir tilfinningu og með augun lokuð meðan ég var að móta andlitið. Þetta er sossum engin listasmíð enda bara annar hausinn sem ég gerði og var að læra hvernig maður gerir svona haus úr leir.
Daginn eftir kom íslensk vinkona mín í stúdíóið og sagði..Rosalega er þetta fín eftirmynd af honum....og sagði sama nafnið. Nú langar mig að biðja ykkur að geta hver maðurinn er..eða gæti verið. Hverjum hann líkist að ykkar mati. Finnst reyndar að skóáburðurinn hafi tekið margt úr svipnum sem var þar áður..en sjáum hvað setur. Þegar þið eruð búin að geta og koma með tillögur segi ég restina af sögunni. En ef engum finnst hann líkjast þeim sem ég er að tala um...er málið dottið dautt og þið fáið aldrei að vita framhaldið. Svo nú skuluð þið sko vanda ykkur..hehe.
Smá vísbending..maðurinn er íslendingur en er látinn. Var þekktur.
ATH restin af sögunni er í athugasemdum hér fyrir neðan!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 311562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Meistari Þórbergur?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 13:09
Sobeggi afi ????
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.8.2007 kl. 13:48
H.C. Andersen.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 14:11
Ekki Íslendingur en þeir eru glettilega líkir.
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 14:12
http://www.skolavefurinn.is/_opid/saga/old/19/folk/h_c_andersen/index.htm
Anna Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 14:12
Þórbergur er nær vissum það ???
Kristín Katla Árnadóttir, 24.8.2007 kl. 14:13
H.C. Andersen, ekki spurning.
Halldór Egill Guðnason, 24.8.2007 kl. 14:40
Þórbergur - ekki spurning
Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 15:01
Ekki glóru en væri samt til í að heyra restina af sögunni
Vilborg, 24.8.2007 kl. 16:26
Já þetta er einmitt Þórbergur Þórðarson Meistarinn sjálfur. Þegar vinkona mín hin íslenska sá hann og við fórum svo að spjalla sagði ég henni að ég væri að skrifa bók.. Hefði tekið mér frí úr skólanum eftir hádegi í nokkrar vikur til að skrifa og þá sagði hún..Sko Þórbergur hefur bara verið að láta vita af sér í gegnum leirinn. Og hann mun vera þér til halds og trausts. Þetta er sko greinilega hann og einmitt hann hefði haft húmor fyrir því að birtast svona óvænt í leirklumpi..svona rétt til að heilsa upp á okkur jarðarbúana. Og ég kýs að trú þessu frekar en einhverri tilviljun því það er bara svo miklu skemmtilegra. Hugsið ykkur kannski er það bara Þórbergur sem er að skrifa bloggið í gegnum mig???? Og ef ég fer að blogga á Dönsku...Þá vitið þið hver það er . Auðvitað H. C. Andersen.
Já fræga fólkið er sko hér!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 16:29
Flottur meistarinn ... Ég fékk þjófstart á síðunni hennar Guðnýjar Önnu svo ég þagði dauðans þögn!
Frábært og Þorbergur kitlar þig reglulega mín kæra!
www.zordis.com, 24.8.2007 kl. 17:18
Þórbergur Þórðarson auðvitað., sá það eins og skot.
Svava frá Strandbergi , 24.8.2007 kl. 18:06
Það er náttl. svo borðleggjandi Þórbergur, bara frábært.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:17
hahahaha þú ert frábær!!! Blogga á dönsku......
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:26
De er skidegodt
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.8.2007 kl. 19:25
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=4b3f92b2-d515-4ee7-9d5c-7782e09ce400&mediaClipID=786826b3-2ff5-45aa-b0e6-eef3e33b47e7
Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 19:33
Ég sá það ekki fyrr en í þriðju heimsókn og er ég þó með Þórberg á heilanum. Liturinn villti um fyrir mér. Skollinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 19:38
Ég ætlaði að skjóta á Nelson Mandela, þann alls enga manndela. En ég held að skóáburðurinn hafi blekkt mig .... og hann.
Hugarfluga, 24.8.2007 kl. 20:00
Flottur Þórbergur hjá þér!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:36
Heyrðu... eftir að hafa skoðað linkinn hjá Önnu Einars þá er engum blöðum um það að fletta að þetta er H.C. sérðu það ekki kona?
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 11:12
Bíddu bara þar til þú sérð myndina sem ég fann af Þórbergi ungum...rosalega svipaðir miað við þá mynd. En ég er alveg jafnglöð með H.C. Andresen á öxlinni..kannski eru þeir bara báðir þarna í einu

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 12:01
Ég hélt satt að segja að þetta væri Björn í Björnsbúð, en hann er ekki svona brúnn og var mikið á lífi síðast þegar ég frétti.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.8.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.