24.8.2007 | 20:57
Skemmtilega skóævintýrið
Skórnir segja allt um hverja konu. Hvernig fótabúnað hún velur sér er merki um innri persónuleika og jafnvel innri persónulegar flækjur og fögnuði. Eða þannig. Hér kemur saga míns fótabúnaðar.
Mary Poppins skórnir mínir eru eðalskór. Blásilkiklæddir að innan og brúnar silkireimar hnýtast í fallegar slaufur. Ég fann þá í gamalli skóbúð í sérkennilegu hverfi í London Alltaf þegar ég klæðist þeim gerist eitthvað furðulegt og göldrótt. Taka mig á staði sem ekki má segja frá hér.
Grænu grátandi regndropa stígvélin fara með mig í skógargöngur og gera alltaf sitt gagn. Sjaldan glaðari en að vaða drullusvað og pollahopp elska þau hreint út af lífinu. Eiga það til að vera svolítið skapvond og öfundsjúk á köflum og það skýrir þennan græna lit sem á þeim er.
Rauðu dömuskórnir eru nauðsyn konum sem ekki vita hvert ferðinni er heitið. Settir á fima fætur þegar ekki er vitað hverf ferðinni er heitið þann daginn og svo eltir maður bara rauða litinn. Bregst ekki að maður endar alltaf í einhverju stórskemmtilegu teboði eða jafnvel í skrautlegum skranbúðum.
Skópörunum mínum kemur oftast vel saman en það kemur fyrir að það slettist upp á vinskapinn.
Í dag þegar við ætluðum að eiga notalega stund öll saman í garðinum voru þau mjög prúð og settleg svona til að byrja með.
Þau voru mjög hrifin af steinskúlptúrunum og fóru að tala um hversu gaman væri að fara á söfn í heimsborgum, sýna sig og sjá aðra. Grænu grátstígvélin voru ekki hress með þessar umræður.
"Hvernig stendur á því að ég fæ aldrei að fara á svona fín söfn, bara í blautar göngur í drullusvaði í gegnum skóginn og einstaka sinnum fæ ég að fara og taka upp kartöflur. Þetta er bara ekki sanngjarnt"
"Æ góðu farið nú ekki að grenja sagði rauða skóparið.."Hver heldurðu að fari á stígvélum eitthvað fínt. Það erum bara við, ég og Mary Poppins sem fáum að fara allt svona spari" sögðu þeir með kvenlegum rómi.. Áður en rauða skóparið vissi af hafði annað stígvélið stígið fast ofan á þá og hótaði að sparka þeim yfir grasflötina.
Mary Poppins dró grænu grátstígvélin ofan af rauðu skónum og reyndi að stilla til friðar. Stillti sér settlega upp fyrir framan stígvélin og sagði að svona kæmi maður ekki fram við fallega rauða skó. Þau yrðu öll að vera vinir enda í sömu skófjölskyldu og tilheyrðu sama eiganda. Hvert og eitt skópar hefði sinn tilgang og ekki þýddi að vera að metast.
Það væri miklu skemmtilegra að fara í leiki. Svo fóru þau í myndastyttuleikinn og skemmtu sér ljómandi vel og hlógu mikið af uppátækjum hvers annars.
Persónur og leikendur
Rauðu skórnir, Mary Poppins skórnir, Katrín Snæhólm og Grænu stígvélin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 311562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Frábær pistill. Snilldr myndir, þú ert nú galdrakona held ég. Helgarkveðja til útlanda
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 21:05
ég er svo klofinn... þetta á allt við mig;)
En átt þú þessar fínu tásur?? Smart lakkanagl:)
Heiða B. Heiðars, 24.8.2007 kl. 21:47
Hahaha, frábært. Þessi grænu eru geðveikt flott, en ég léti aldrei sjá mig í þeim. Þessi rauðu eru sæt á öðrum en Mary Poppins skóna skalt þú pósta til mín á morgun. OGÉGMEINAÐA
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 22:25
Hahhahaha, yndislegt, yndislegt! Frábært ævintýri!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 22:25
Góðir skór enda eiga þau frábæran eiganda
Lífleg saga sem fékk mig til að brosa
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.8.2007 kl. 22:41
hahahaha.. ÆÆÆÆðislegir skór!!!.. og ææææðislegur pistill og ææææðislegar tær
Björg F (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:45
Skemmtileg saga, frábær. Takk.
Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 22:49
Bloggið þitt er komið á "Wall of Fame" Moggabloggsins! Kíkti áðan og þú varst efst og auðvitað langsætust!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2007 kl. 23:14
þú ert svo lifandi :P elska mary poppins skóna og ég held að ég verði að eignast stígvél til að hoppí pollum... strigaskórnir láta svo fljótt á sjá ef þeir eru mikið notaðir í það verkefni ...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 09:49
Hvar færðu svona brilljant hugmynd ? Þórbergur ? Ég skemmti mér konunglega. þú ert snillingur.
Anna Einarsdóttir, 25.8.2007 kl. 10:47
Katrín nú setti ég mig í stellingar við lestur. Snilldarfærsla og skemmtilegt lítið ævintýri. Það er nú hægt að gera heila barnabók úr þessari hugmynd skal ég segja þér.
Tengdó sagði mér um daginn að skór eins og Mary Poppins skórnir þínir eru kallaðir granny boots. Mér finnst það krúttlegt
Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 11:09
Frábær hugmynd, skrif og myndir. Snilld.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 15:06
Ég er nú bara rétt að byrja..á morgun liggur leið á frábæran markað og götuskemmtun..ætlum að sitja á útikaffihúsi og njóta karnivalsstemmingar. Með mér í för verða 5 frábær pör...skópör sem verða mynduð við hinar ýmsu aðstæður. Ég ætla að taka þessa hugmynd lengra og get ekki beðið að byrja að mynda og semja...setja saman það sem er fætt í mínum fína konukolli!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 16:53
Faðmlag og hagkvæm fyndni til þín. Alveg exelent ævintýri og hugmyndin að sjálfsögðu brilljant þar sem hún ert þú!
www.zordis.com, 25.8.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.