25.8.2007 | 23:28
Skordýrin farin að ruglast í ríminu????
Þrjár risaköngulær hafa kíkt í heimsókn undanfarna tvo daga. Þær eru rosalega sprettharðar og ég verð að hafa mig alla við þegar ég stend upp í sófa að verkstýra þeim gjörningi eiginmannsins að ná þeim undir glas á pappaspjald svo hægt sé að setja þær útfyrir. Er löngu hætt að ryksuga þær eins og ég gerði fyrst...er svo skíthrædd um að þær skríði út úr ryksugunni um miðja nótt og refsi mér fyrir að sjúga þær í fangelsi. Sit núna með allt kveikt svo ég sjái nú örugglega ef þær eru fleiri á ferli og séu með einhver plön um að leggja sig í mínu rúmi.... Eitt finnst mér samt skrítið og það er hversu snemma þær eru á ferli þetta árið þessar stóru..hafa vanalega ekki komið fyrr en seint um haust eða í endan september eða í október mánuði. Ætli þetta hafi eitthvað að gera með hversu sumarið hefur verið leiðinlegt og sólarlaust hérna? Ég bara þarf alveg heilt ár á milli svona heimsókna til að byggja upp styrkinn og taugarnar...er bara ekki tilbúin fyrir þessa innrás alveg strax.
Svo sá ég alveg furðulega sýn í dag sem ég var að stúdera...en ég verð að blogga um það á morgun eða hinn þar sem ég er ekki búin að setja inn myndirnar sem ég tók. Þetta fjallar líka um skordýr sem voru að haga sér mjög furðulega. Hef bara aldrei séð neitt þessu líkt. Maurar og flugur í einhversskonar stríði hérna í grasinu. Það furðulega var að maurarnir sem eru svona tuttugu sinnum smærri en flugurnar unnu þennan bardaga. En ég segi ykkur nánar frá þessu þegar ég kem myndunum inn sem ég tók af þessu.
Úff ég ætla núna að hugsa um blómálfa og englasöng. Það er skárra fyrir svefninn heldur en skelfilegar skordýrasögur.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 311562
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari
Athugasemdir
Heyrðu mig nú mín kæra vinkona; hvað varð um "ég er löngu hætt að vera hrædd við köngulær eftir að ég flutti til Englands"? Skelfing léttir mér að þú ert að verða mann(kven)leg á þessu sviði. Þetta skil ég. Ég þori heldur ekki að beita mér gegn köngulóm. Er viss um að þær komi og hefni sín. Muhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 23:45
Sko miðað við að fyrir nokkrum árum hefði ég hreinlega verið lögð inn með lost við að sjá svona skrímsli þá er ég hætt að vera hrædd við köngulær. Mér er ekki vel við þessar stóru þegar þær koma í hús en held alveg geðheilsu og fæ ekki tremmakast. Það er mikill munur þar á. Og í staðinn fyrir að hlaupa þegar eitthvað hreyfist..þá kíki ég og skoða og tek meira að segja nærmyndir. Það er sko framför. Ekki samt af spretthörðum risaköngulóm.
Ætla samt að hafa kveikt aðeins lengur!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.8.2007 kl. 23:53
Þá á ég sem sagt ekkert erindi til Englands á haustdögum því að ég færi ein taugahrúga úr landi ef ég myndi mæta stórri könguló
Heimsæki frekar landið að vori enda er sá tími yndislegur og vonandi minna um skordýr!
Knús á línuna
Vilborg, 26.8.2007 kl. 00:11
Úff hvað ég er ekki að öfunda þig kona. En good night and don´t let the bugs bite, muhahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 01:32
Ætlaði allataf að kommenta á myndirnar af fallega litla barninu hér að ofan. Yndislegur einstaklingu til hamingju með hana. ÉG er orðin 51 og ég óx upp úr pödduhræðslunni fyrir tveim árum, mjög þægilegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 10:26
Kósý kóngulóarkvöld hjá ykkur elskendum! Kóngulær eru dýr sem ég hvísla að leyndarmálum svo þær vísi mér á réttan stað og beri í mig gull og græna skóga! Í gær sá ég eina sem var með risalappir og ég brosti til hennar og fór út! Hún er einhversstaðar hérna að finna gersemar!
kakkalakkar eru öllu verri og fyllist ég nær alltaf drápseðlinu þegar þeir reyna að líta við .........
Pot í bumbu á Sunnudegi
www.zordis.com, 26.8.2007 kl. 10:41
Ó, þú mikla hetja! Er ekki viss um að ég héldi geðheilsunni með svona skrímsli inni hjá mér. Samt skánaði ég helling eftir að hafa verið au pair í London í eitt ár. Hafði fengið aðstoð vinkonu við að myrða eitt risaskrímsli en svo hvarf "líkið" ... og ég gleymdi því. Nokkrum dögum seinna var ég að horfa á Dracula-mynd í sjónvarpinu, dró fyrir gluggann fyrir aftan mig án þess að sleppa augunum af blóðsugunum og ... hefnd risakóngulóarinnar brast á ... var í stuttermabol og fann hvernig kvikindið, sem hafði greinilega verið á gardínunni, viðbúið að ráðast á mig, skreið niður handlegginn á mér. Var ein í húsinu en stóð samt upp og hoppaði og öskraði. Tók æðiskast sem endaði með sigri mínum. Hef róast aðeins síðan en er meinilla við stærri gerðina af skrímslunum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.8.2007 kl. 11:47
Mér er meinilla við köngulær en þær mega eiga það að vefurinn sem þær spinna er oft listalega vel gerður.
Þið hjónin eru greinilega nærgætin við ykkar köngulóaveiðar. Ef könguló er svo óheppin að komast inn til mín er hún snarlega kramin á kaldrifjaðan hátt með eldhúspappír og sturtað niður í klósettið.
Björg K. Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 12:36
Óskemmtileg uppákoma en skemmtileg frásögn, gott að allt endaði vel.
Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 14:23
Úff Katrín þetta er Ekki skemmtilegt með köngulærnar. Ég lendi í biti frá eitthveri pöttum og er stokkbolgin á handleggnum. Já Katrín hérna á islandi.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.