Leita í fréttum mbl.is

Að ganga um lífið á opnum skóm

Er búin að sitja með lappirnar á mér undir mér í sófanum og vona að ég sjái ekki einhverja hreyfingu útundan mér. Og er algerlega örugg eins og er. Engin risakönguló hlaupið yfir gólfið. Fór í kaffi til vinar í næsta húsi sem hefur sama vandamál.  Risaköngulær hlaupandi yrir gólfið!!!

Þar með get ég útilokað að þetta sé einhver persónuleg árás hinna langfættu og búttuðu köngulóa inn á mitt heimili til að gera mér skrekk. ....þær eru allsstaðar!!!!

En svona til vonar og vara er ég í skónum.  Þeir gefa manni smá öryggi...eins og maður þurfi þá ekki að snerta jörðina meðan maður er berfættur og varnarlaus.

Get þá trampað á einni ef hún sýnir sig núna þar sem eiginmannshetjan er ekki í húsi.

En frá köngulóm yfir í annað merkilegra.

252

Skórnir.

Skósagan hefur fengið góð viðbrögð og ég er núna á fullu að taka fleiri myndir og setja saman söguna um þá.

 Ekkert smá merkilegt hvað svona skópör fá mikla athygli.  Það er sem ég segi...Skórnir skapa söguna.

Hverjir eru þínir uppáhaldsskór og hvers vegna???

Á hvernig skóm gengur þú í gegnum lífið??

249

Annars er lífið bara einfalt.

 Það er um opnun.

Þú opnir þig og ég mig. Hafa allt galopið og hætta að felast.

Á einhverjum stað erum við öll eins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já er þetta ekki merkilegt??

Enginn af vinum mínum heiman frá comenta nokkurntíman á bloggið mitt en svo kemur í ljós að þeir lesa allt sem hér er skrifað. Get bara talið á hendi annarar þá sem ég þekki sem viðurkenna að hafa verið hér. Allir aðrir eru bara bloggvinir...sem ég hef kynnst hér og hafa kynnst mér!!! Kannski eru allir bara á skömmustuflippi yfrir að þekkja mann???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: www.zordis.com

Lífið snýst um opnun, er endalaust upphaf hreint út sagt dásamlegt.  Lífið er eins einfalt og það getur verið erfitt, hvort sem það meikar "sens" eða ekki.

Mér finst best að vera berfætt í ofurþægilegum skófatnaði svo ilinn geti andað og verið meðvituð.  Elska skó því þeir eru eins og smart hattur og eru punkturinn yfir i ið í uppdubbi.

Ég á svo fáa vini sem sumir hverjir kommenta en það er með ólíkindum að frétta hverjir fylgjast með manni.  Ólíklegasta fólk, sko.

Hlakka til að sjá meira af ævintýrum skóparanna .....

www.zordis.com, 3.9.2007 kl. 07:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á ég að móðgast?  Er á Íslandi, er vinkona þín og kommentera reglulega!  Er maður ekki talinn með?

Bíð spennt eftir fleiri skómyndum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama og þið.  Fæ allskonar komment, frá fólki sem ég hef ekki hugmynd um að lesi það sem ég skrifa.  En skór eru auðvitað undirstaða hvers manns, nema þeirra sem ganga berfættir

Hátt upp í fjöllum Mexíco  Copper Canion, eru indíjánar þjóð hinna hlaupandi fóta.  Þeir eru í ilskóm, aldrei í neinu öðru skótaui, svo reima þeir með bandi upp legginn til að festa skóna.  Þeir eru alltaf berfættir í skónum.  Enda er skinnið á fótum þeirra eins og fílahúð, svo þykk er hún orðin.  Það athyglisverða er að þarna getur verið upp í yfir 20 ° frost á veturna.  Þessi þjóð býr í hellum og óeinöngruðum timburkofum.  Þau virðast rosalega kuldaþolin þjóð.  Og þau ganga gegnum lífið á mjög svo opnum skóm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 09:17

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jenný mín ..ég er að tala um fyrir utan bloggara og vini sem eru bloggarar.. Auðvitað gleymi ég þér ekkert.

Hvaða skó ætti ég að setja á fætur mína í dag???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skór já........

ég geng um í sandölum, strígaskóm, kúrekastígvélum, hælaháum stígvélum - svona þegar ég ætla að slá í gegn og þegar ég virkilega vil vekja athygli fer ég í rauðu skóna. Þeir klikka aldrei

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:21

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg færsla fallegar myndir !

AlheimsLjós til thin

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 10:30

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæl Katrín mín.

Hef verið að renna yfir færslurnar þínar. Alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt.

Mér finnst best að vera berfætt. Er alltaf berfætt heima. Mér finnst ekki gott að vera í skóm  Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.9.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband