3.9.2007 | 11:54
Plágur og frægar pempíur
Var að lesa í blaðinu að nú væri geitungaplága að ganga yfir, sú versta í yfir 25 ár. Vegna votviðrisins sem hér gekk yfir í sumar og "indian summer" sem þýðir meiri hita en vanalega núna í ágúst hafa orðið til skilyrði fyrir plágu. Hugsið ykkur svona plágur eins og talað er um í biblíunni þegar óaragardýr koma fljúgandi í hópum, stærri, grimmari og reiðari en nokkru sinni. Og tilbúnir í að stinga og stinga hvar sem þeir komast. Eins og það sé ekki nóg að köngulærnar séu stærri og fljótari?? Og voruð þið búin að frétta um stærsta köngulóarvef sem fundist hefur? Yfir 190 metra breiður. Það er einhvernveginn að verða meira af öllu og allt að verða stærra í heiminum núna. Nema kannski það sem maður vildi sjá meira af .eins og umburðarlyndi, viska, samkennd og skilningur. Samfélög sem hafa þá grunnhugsun að sjá vel um sitt fólk..sérstaklega þá sem minna mega sín.
Ég er ekkert alvarlega hrædd við geitunga en mér líst illa á plágur af öllum sortum. Og mér líka ekki svona hugsanaplágur sem éta upp alla skynsemi og bræðralag og leyfa því að viðgangast á litlum eyjum að þeir sem minnst mega sín, mega mest eiga sig. Það er bara alveg óttalegt að lesa um hvað við erum ekki að skilja hvað skiptir mestu máli. Lesið bara bloggið hennar Þórdísar Tinnu.
Þess má svo geta fyrst við erum að tala um ótta að Johnny Depp fallegasti karlmaður og hæfileikaríkasti leikari á jörðinni er skíthræddur við trúða...honum finnst alltaf eins og eitthvað ógnvænlegt búi á bak við málað andlitið og gervibrosið.
Ætli hann sé þá ekki líka hræddur við flestar Hollywoodstjörnurnar??
Mér hefði nú þótt smartara fyrir svona flottan gæja að vera hræddur við eitthvað stórfenglegra en saklausa trúða. Sjóræningja t.d.
Nicole Kidman sem er líka falleg, fræg og hæfileikarík leikkona er hins vegar skíthrædd við fiðrildi.
Fiðrildi??? Hvernig er hægt að vera hræddur við fiðrildi??
Þetta fræga fólk eru bara pempíur af verstu sort.
Og Ophra Winfrey sjónvarpsþáttastjarna er brjálæðislega hrædd við...TYGGJÓ!!!
Til að enda þessa bloggfærslu á jákvæðum nótum þá hefur stærsti demantur í heimi fundist. Hann fannst í Afríku og er metinn á svo mikla peninga að það eru ekki til nægilega mörg núll til að setja fyrir aftan þá tölu. Þegar ég las um þennan merka fund fór gleðibylgja um hjarta mitt og ég hugsaði með sjálfri mér hversu frábært þetta væri fyrir afríkubúa. Nú hefðu þeir efni á að byggja skóla og spítala, fá lyf og mat og hreinlega bara fara að laga til í þessari fallegu heimsálfu sinni og jafna kjörin og bæta ógnarástandið sem víða ríkir. Ég hreinlega gleymdi mér í dagdraumi um hvað hægt væri að gera..en svo mundi ég allt í einu eftir að svona gerast ekki hlutirnir.
Demanturinn er núna geymdur í bankahólfi meðan eigendurnir eru að hugsa um hvað þeir ætla að gera. Kannski að fjárfesta í einhverju sniðugu. Hlutabréfum eða spariskírteinum Ríkissjóðs.
Einhverju allt öðru en þvi sem kemur fólkinu þeirra til góða. Því það er þar eins og hér að þeir sem minnst mega sín gleymast alltaf. Þannig að jákvæða fréttin dó sjálfri sér þegar ég mundi að það er bara eitt sem stjórnar í kringum svona demanta og olíulindir.
Græðgi... ekki góðvild.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Því miður er þetta satt hjá þér, græðgin stjórnar öllu. Allavega hjá þeim sem nógan eiga aurinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 13:46
Já, Katrín, það hefur ekki verið aðall De Beers auðfjölskyldunnar að útrýma plágum, því að það hefði verið sjálfstortíming. Nicky Oppeneheimer, einn af ríkustu mönnum heims (sonarsonur stofnandans) fer varla varhluta af demantafundinum stóra, því að enginn fær leitarleyfi í Suður- Afríku nema með hans samþykki. Skattgreiðslur eru eitthvað tæpar, þannig að skólar og spítalar verða vart reistir, heldur styrkist hundrað ára arðrán hollensku fjölskyldunnar! Harkan tíu!
Ívar Pálsson, 3.9.2007 kl. 13:53
Maður getur orðið svo reiður þegar hugsað er til þessarar græðgi og eiginhagsmunapots. Í sjálfu sér er græðgin og öfundinn sennilega mestu plágur jarðarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 14:50
góð færsla að vanda, og guðmundur er frábær, ekki amalegt að fá svona flott komment, og eiga það skilið !
AlheimsLjós til þín i gegnum mig
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 17:00
Mjög góð færsla Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 19:10
Yndislegt að vanda, elsku vinkona! Bókin lagði af stað til þín eftir hádegi í dag ... vona að hún berist þér í vikunni! Til hamingju með afmælið 13. júní ... hehehehehehe!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:30
Yndisleg færsla Katrín.
Marta B Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 20:21
Takk Guðmundur fyrir demantinn og falleg orð. Ég er alveg rjóð í kinnum. Ég ætla ekkert að sýna mínum manni þennan demant..hann gæti misskilið stærðina eitthvað þú skilur???
En auðvitað veit ég að við munum aldrei ná fullkomnum jöfnuði og það er ekkert málið... en lágmarkið sé að huga vel að minnstu bræðrum okkar svo þeir geti lifað með reisn og stolti og njóti umhyggju og aðstoðar þar sem þarf. Það ætti ekkert að vera svo erfitt ef allir leggjast heilshugar á eitt. Er það nokkuð???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:52
Held að það sé "penpíur" en ekki pempíur
Kannski veit einhver annar bloggari hvort sé rétt ???
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.9.2007 kl. 21:08
Ehhh... sko í Hollywood segja vinir mínir pempíur. Það getur vel verið að það sé sagt penpíur í Hveragerði 810...I wouldn´t know Hulda mín Nei svona í alvöru...pen pía virkar skynsamlegar en pem pía nema það sé einhver dulin eða óþekkt merking í orðinu pem.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.