Leita í fréttum mbl.is

Það eru eins og kampavínsbubblur í hjartanu á mér

Segi það satt það bubblar í hjartanu á mér. Veit ekki hvort það stafar af einskærri hamingju og gleði eða hvort ég ætti að fá lækni til að hlusta hvort það sé nokkuð komið gat á mitt góða hjarta. Ég meina það eru nú takmörk fyrir hvað eitt hjarta getur þolað. Ekki það að tilfinningarnar mínar séu að setja óhóflegt álag á hjartað en það gera heimsfréttirnar. Enda er ég hætt að horfa og hlusta. Sit frekar og hugleiði ljós í alla króka og kima og einbeiti mér að því sem ég vil sjá meira af.....eins og það sé ekki nægileg athyglin á ömurlegheitunum og mannvonskunni?? Já það er bara betra fyrir mitt götótta hjarta að rýna í ljósið um stund.

10189745

Ég er farin út að gróðursetja  Lífsins tré með þér.

Lífsins tré á háum hól, í fjarska sé ég bjarta morgunsól.

Og ég hugsa með mér "Þetta er yndisleg jörð"

Aftur finn ég fyrir kampavínsbubblum í hjartanu.

Best ég panti mér tíma hjá Dr Patel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Heyrðu ljósið mitt, getur bara ekki verið að hjartastöðin þín sé að uppfæra sig til að aðlagast stighækkandi ljósmagni Alheimsins? Mér finnst það frábært hjá þér að beina athyglinni innávið, - er að því líka. Er líka að gróðursetja "Lífsins tré" með þér.

Hugsa æ oftar til Jarðarinnar, með þakklæti og kærleika fyrir að eiga kost á að vera hérna núna og fara í gegnum umbreytingarnar með henni.

--- ---

Vilborg Eggertsdóttir, 6.9.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: www.zordis.com

Vilborg mælir vel hér að ofan og ég tek þátt í kampavínsskál Guðmundar!

Ég var næstum því búin að kaupa mér Reiki bók um daginn og heyri hvíslað Reiki í meðvituninni.  Kanski ég þurfi eitthvað að kynna mér það og panta mér tíma! 

Væri það kanski sniðugt? 

Ég fæ stundum svona kraumandi tilfinningu í hjartað, í mallann og ég segi ekki meir í bili ..... 

www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jörðin andar út og inn, er yndisleg í fjölbreytileika sínum og orku, er hörð og óvegin og mild í senn. Njótum fegurðarinnar, friðarins og andans. Fréttafólk einbeitir sér aðallega að því sem miður fer, því að slíkt selur betur en tal um að blómin spretti út. Fólk man betur eftir sorg og töpum en gleði og sigrum, því miður. Kannski voru áhyggjumanneskjurnar þær einu sem lifðu af á þróunarbrautinni?

Rétt útgeislun eins og þín er rétta leiðin. Láttu ekki utanaðkomandi áreiti trufla hana. Andinn lifi!

Ívar Pálsson, 6.9.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ef enginn ætlar að segja þér það, þá er best að ég gerist svo jarðbundinn að ráðleggja þér að panta tíma hjá lækni. Það er ágætt að fara í læknisskoðun öðru hvoru. Sérstaklega ef þú finnur breytingar.

Better safe than sorry!

Haukur Nikulásson, 6.9.2007 kl. 19:22

5 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.  Það er rétt sem Ívar segir ágætt að fara í læknisskoðun af og til.  Ég lék mér eitt sinn að því að lesa hvorki dagblöð né horfa á fréttir í nokkra mánuði, heimurinn varð einfaldari og betri.  Lá í blómabeðum í þess stað eða bara sat og skrifaði.  Nú kíki ég í blað ef ég heyri eitthvað sem ég vil sjá með eigin augum en fréttir í sjóvarpi nenni ég ekki að horfa á.

Eitt að lokum, var nefnilega að lesa það sem Vilborg skrifaði, hefurðu upplifað kundalini.  Farði samt varlega.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já takk fyrir hugulsemina Haukur minn..ég er búin að bóka tíma hjá töfralækninum frá Indlandi. Svo sjáum við hvað setur. Hann trúir ekki á sjúkdóma og getur hreinlega talað úr manni hugmyndina um að vera veikur. Algerlega frábær heimilislæknir sem ég hef. Hann segir alltaf við mig að ég sé of ung og jákvæð og skemmtileg kona til að vera burðast með veikindi..en á sama tíma rannsakar hann allt nákvæmlega. Hann skilur nefninlega að hugurinn getur búið flesta sjúkdóma til og að þeir byrja stundum á öðru sviði.

Svo skipti ég bara um tíðni og verð ósýnileg og get flogið. Bara meiriháttar!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 20:09

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Það er eitthvað töfrandi við síðuna þína sem erfitt er að útskýra. Best bara að halla sér aftur og njóta.

Bergur Thorberg, 6.9.2007 kl. 21:59

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 6.9.2007 kl. 23:27

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kampavín hehehehe... gættu þín á rónunum FRUSSSSSS......

En í alvörunni þú ert frábær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband