Leita í fréttum mbl.is

Konur taka sitt næsta skref.....

bitch_goddesses_lg

 

Og hálf veröldin bíður.

Var á svo frábærri myndlistarsýningu þar sem ungur listamaður sýndi myndirnar sínar og þær voru svo innspieraðar af íslenskri náttúru. Hann er enskur en var á íslandi um tíma. Það var interesting að heyra hvað hafði svona mikil áhrif á hann frá heimalandinu.

GreenfeldMasks

Vantar ekki eitthvað mikilvægt inn í þessa veröld??

Var að horfa á fréttirnar sem maður á náttla ekki að gera ef maður vill halda geðheilsu.....en það er allt að verða vitlaust.  Börn að drepa börn...heimskingjar að stjórna og taka ákvarðanir, venjulegt fólk er leiksoppar furðulegra örlagavalda og ekkert ...ég meina ekkert meikar sense!!!!Hversu lengi þurfum við að horfa uppá þetta rugl???

Æ minn haus er ekki að ná utan um þessa vitleysu.

Á ekkert að fara að bjóða uppá ferðir til annarra pláneta.

Ég nenni þessu ekki meir.

Alger bilun!

Elizabeth%201569%20Three%20Goddesses

Ó fagra veröld hvað varð um þig???

Verðum við ekki bara að taka til baka kraftinn okkar og skýra hugsun???

Og hætta að hlusta á framámenn sem hafa ekki vitund né visku til að stýra neinu nema eigin hagsmunum? Sjá ekki út úr sínum eigin heimi???

Eru ekki fréttir niðurdrepandi? Hvað varð um allar fréttirnar af fólkinu sem er að gera gott og vel í þessum heimi?

Ég er alltaf að hitta fólk sem er frábært og er að gera merkilega hluti. Skammist ykkar fjölmiðlar að halda þessari heimsmynd að fólki sem gerir ekkert nema draga niður og búa til ótta. Það hjálpar ekki...Auðvitað þurfum við að vita hvað er að gerast..en við verðum líka að vita ALLT sem er að gerast. Líka um ALLT það góða og það sem gefur von og uppörvun. Fréttamenn sem trúa því að einungis hörmungar séu fréttaefni eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir eru vatn á myllu hins ómögulega og útiloka alla hina góðu möguleika.  Ef fólk hefur enga von hefur það ekki kraft né dug. Og veröld sem skortir það er búin að vera.

Verum góð og hjálpumst að....leysum vandamálin og okkur sjálf úr viðjum óttans.

Verum heil!Heart

untitledangel restinh

Ég verð bara stundum svo þreytt á þessu öllu.

Hvar ertu viska

sem færir á diska

mannkyns

eitthvað ætt?

 

Sko þegar maður varpar út spurningum koma svörin alltaf á einhvern hátt.

Skoðið bara bloggið hjá Prakkara og hlustið á Eckhart Tolle tala um allt þetta þar.

Alveg meiriháttar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel skrifað stelpa og svo satt. Takk fyrir þennan pistil og svo eru myndirnar fallegar.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:36

2 identicon

Flott skrif og himneskar myndir. Elska litina í þessum myndum, sérstaklega þessa gulu sem fara svo appelsínugult og svo rautt.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskuleg, fréttir eru oftast niðurdrepandi og leiðinlegar.  Ég er að mestu hætt að hlusta á það sem er vont og leiðinlegt.  Sálin mín herpist saman og verður svo lítil, en hún á að vera stór og flæða um allt, senda ljós og kærleika út og suður.  Það er ekki hægt ef maður ætlar að sökkva sér niður í fréttirnar, af hamförum, stríði, rifrildi allskonar og græðginni sem tröllríður öllu nú orðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 01:00

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn erum við að slá í takt kæra Snætrýna... Var einmitt að setja inn blogg um Eckhart Tolle og lýsingu hans á "painbodies" Entity í okkur, sem hefur náð að festa ræturnar misjafnlega djúpt. Þetta entity, sem nærist á sársauka og ofbeldi og það að manneskjur, sem eru illna haldnar af þessu, matreiða í okkur fréttir og framleiða ofbeldi, til að næra aðra sársaukalíkama. Lítið við þí að gera en að sjá það og leiða síðan hjá sér.

Ég horfi ekki á sjónvarp.  Ekki meðvituð ákvörðun, sem ég tók einn dag, heldur eitthvað, sem hætti að höfða til mín um leið og sársaukalíkaminn dofnaði. Píslarvættið, reiðin, biturðin...

Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2007 kl. 05:03

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Takk stelpur og ég er sammála þér Ásthildur um að auðvitað á sálin að vera stór og flæðandi um allt af kærleika og ljósi en ekki samanherpt í óttanum.

Gaman að sjá þig minn kæri Prakkari.  Já þetta virðist vera hugsun sem er á sveimi og pompar svo í kollinn á mér og þér á sama tíma..fyndið ..þetta hefur gerst nokkrum sinnum að við erum að blogga um það sama á sama tíma. Ég hef nefninlega dregið svo mikið úr því að horfa á eða lesa fréttir en datt inn í fréttatímann í gærkvöldi og var hreinlega miður mín á eftir . Myndin sem dregin er upp af veröldin er svo ljót . grimm og miskunarlaus og hreinlega sturluð. Eins og veröldin sé vitskert. Samt veit ég að það eru milljónir manna og kvenna að gera vel og fara með allt öðrum áherslum um þessa jörð. Það þykir bara ekki fréttnæmt. Það eru miklar breytingar að ganga yfir á jörðinni núna og það skiptir máli að hver og einn haldi ljósinu sínu og hafa hugarfar sem er fullt af von en ekki ótta. En meðan við erum stríðalin á óttaímyndum og óöryggi verður fólk bara hræddara og vanmáttugra til að bregðast við. Það er miklu betra að sitja úti í garði og horfa á túllið og hugsa sig uppp til stjananna klukkan tíu á kvöldin en að horfa á fréttirnar. Ég ætla að halda því áfram.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 07:32

6 Smámynd: www.zordis.com

Heimsfréttirnar eru daprar því miður virðist það vera fæða fréttamanna númer eitt, tvö og þrjú.  Gott að hafa jafnvægið þar sem heimurinn er ekki bara góður eða bara slæmur.  Höndla svo hlutina út frá því ljósi er við náum að geisla.  Það er ekkert það slæmt að það geti ekki nýst okkur á jákvæðan hátt ...... Ætla að skjótast til Prakkarans og verða fyrir annari ljómun!

Knús á þig sæta kona!

www.zordis.com, 8.9.2007 kl. 09:25

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er allt satt og rétt hjá þér. Fréttirnar eru niðurdrepandi og oft horfi ég ekki á þær. Kannski ég sé eins og strúturinn að stinga höfðinu ´sandinn. Ég veit það ekki, ég vil bara ekki sjá allan viðbjóðinn. Hvað með börnin fá þau að horfa á fréttir? Takk fyrir frábæran pistil

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:00

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær pistill. Takk.

Marta B Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband