Og hlakka ti að sjá hvar þessi hjólatúr endar. Alveg klár í slaginn með hatt og hálsslæðu og í bláum munstróttum kjól. Framhjá trjánum mínum burt burt.....hvar endar þessi stígur eiginlega?
Já í litla bænum þar sem allir vita allt um alla. Sitja við árbakkann og horfa á gulu húsin og velta fyrir sér lífi íbúanna. Rabba svo saman um sögurnar sem verða til í kolli þeirra. Svo sem ekkert annað við að vera í svona hljóðu þorpi. Getgátur geta verið spennandi gátur þó þær eigi ekki við rök að styðjast. Hver þarf á rökum að halda í veröld sem tifar án nokkurra sýnilegra raka?? Skáldskapurinn ræður ríkjum og öllum er sama um það. Bara ef þær kitla eitthvað sem er að sofna.
Svartur köttur situr um bráð sína í hjátrúarfullum stellingum. Ekki láta hann sleppa og hlaupa í veg fyrir þig. Það boðar eigi gott í þessu litla þorpi. Sögur og sagnir verða að fá að lifa meðal manna sem hafa lítið við að vera. Kötturinn sá svarti hefur sín níu líf og nærist vel..en sögurnar hafa níuhundruð líf og umbreyta raunveruleika allra í hinu þögla þorpi. Það nærir íbúana líka vel.
Píanótónlistin lyftir andanum og minnir alla á að hlusta vel og njóta þess sem er.
Hvílast, anda og leyfa hinu að vera. Þurfa samt aðeins að kíkja á glugga til að vera vissir um að allir séu að lifa sínum níu lífum í takt. Við hinar níuhundruð sögur svo allt sé rétt.
Segðu mér sögu úr þínu Þorpi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Þorpið mitt var yndislegt ég horfði á alltaf á sjóinn hann var svo margbreytilegur. Þegar ég var lítil telpa ég var alltaf að spekulegra i sjónum. Ég elska hafið. Þá vissi ef það var vont í sjóinn þá var ég alltaf hræddÉg þekkti öldurnar
Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2007 kl. 23:57
Í litla gullbrúðkaupsþorpinu mínu voru fánar dregnir í hálfa stöng í gær. Nágranninn á númer 4 hafði sofnað svefninum langa. Nágrannarnir vottuðu þannig hljóðir samúð sína. Hér þekkir fólkið hvert annað, gamla fólkið á margar sameiginlegar minningar og það setur ljúfan blæ umhverfið.
Guðrún Þorleifs, 15.9.2007 kl. 07:46
Ég ætla að rölta götuna sem liggur í hálfhring í gegnum þorpið mitt og faraað horfa á strákinn spila fótbolta. Helen bíður mín þar. Hún er konan sem býr til fallega skartgripi ur steinum héðan og þaðan úr heiminum og á margar kisur , kall og tvo krakka. Og krútttlegasta eldhús sem ég hefi séð. Ískápurinn er stór og bleikur. Við kellur þurfum að ræða heimsmálin meðan strákarnir okkar sparka. Eða kannski bara mittismálin...hún er glöð því hennar er að minnka og ég er glöð því mitt er ekki að minnka. Þá yrði ég eins og stundaglas í laginu og það þykir of ögrandi í litla þorpinu mínu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 09:07
Lítil saga frá þorpinu mínu; 6 ára við leik hjá ánni, niður hennar sagði galdrasögur frá Fjöllunum í kring. Fjörðurinn fagri bjó yfir dulúð, skip við höfn og fólk við störf. Hvítur köttur og klifurmús, löng amma og ævintýri í garðinum hennar! Eskifjörður heitir staðurinn sem framkallar sögur í þúsund afbrigðum.
Mörg þorp og bæjir hafa mætt mér og hvert og eitt eiga sína sérstöku sögu!
Eigðu yndislega dag!
www.zordis.com, 15.9.2007 kl. 09:08
Katrín, þetta er meistaraleg athugasemd hjá þér!: „Við kellur þurfum að ræða heimsmálin meðan strákarnir okkar sparka. Eða kannski bara mittismálin...hún er glöð því hennar er að minnka og ég er glöð því mitt er ekki að minnka. Þá yrði ég eins og stundaglas í laginu og það þykir of ögrandi í litla þorpinu mínu.“
Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 09:12
Í þorpinu mínu var trébátur við hvert húsanna við sjóinn. Við rerum oft út og kynntumst furðuveröldinni sem lá annars hljóð fyrir framan okkur með því að veiða á heimatilbúin handfæri: ufsa, þorsk, lúðu og furðufiska eins og marhnúta. Nú er ég í sama húsi, engir bátar eru við húsin og engir þekkja furðuheiminn nema gamlir hundar eins og ég sem sakna þess að róa út á ölduna. Skerjafjörður er eins og sér þorp sunnan flugvallarins.
Ívar Pálsson, 15.9.2007 kl. 11:13
Hafið lék svo stórt hluverk í bernskuminningunum og það hefur fylgt mér allatíð.
Við götuna mína bjó blindur maður sem hafði sterkar tilfinningar til hafsins. Ég gekk stundum með honum í átt til sjávar og þá sagði hann: Einu sinni sá ég út á hafsauga og vissi um allt sem gerðist í sjávarmálinu, ég tók þátt í lífinu. En núna er það bara Ilmurinn einn sem minnir á gamla tíð.
Myndirnar á blogginu þínu heilla mig, það hafa litir og form alltaf gert þó ég hafi ekki snefil af hæfileikum í þá veru, rétt næ því að gera beint strik, en ég nýt þess í botn að horfa á vel gerðar myndir. Þessar myndir uppfylla þá þörf.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.9.2007 kl. 11:40
Litla þorpið mitt, sem var eiginlega hluti af Ísafirði, en samt það langt í burtu að við krakkarnir fórum ekki niður í bæ, nema til að fara í skólann, þá tóku sig saman nokkrir strákar og stofnuðu sjoppu. Þeir byggðu sér kofa, og fóru í bæinn og keyptu sælgæti, sem þeir svo seldu okkur hinum. Þetta var virkilega spennandi og sniðug hugmynd hjá þeim. Við vorum líka alltaf saman í leikjum, það fengu allir að vera með, þó aldurinn væri misjafn. Fallin spýtan, hringbolta, brennibolta, risaleik og stundum kærustuleik. Það var fátt sem við létum okkur ekki detta í hug að leika. En þetta var skemmtilegur tími.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 12:01
Litla þorpið mitt er orðinn stór bær í dag en ég bý aftur í gamla húsinu sem ég ólst upp í. Bryggjan með öllum skipunum og fiskinum farin og stórar íbúðarblokkir að koma í staðinn. En í kringum heimilið mitt er ennþá andi gamla þorpsins, gömul bárujárnsklædd hús og Hellisgerði með öllum sínum undrum. Þegar ég var lítil átti ég vinkonu sem bjó í kletti í Hellisgerði, í dag er þessi sama vinkona orðin fullorðin eins og ég en við erum ennþá vinkonur. Hér eru gömul og vitur tré og viðkvæmar ungar rósir sem þekkja ekki íslenska veðráttu. Lifandi klettar og ógrynni af ævintýrum.
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:31
Þorpið mitt er bæði lítið og stórt. Lítið vegna þess að það er lítill svefnbær þar sem fólk sefur á nóttunni, en sækir vinnu sína til stórborgarinnar sem er nú orðin samgróin litla bænum. Kannski er bærinn minn orðinn of stór, því hér þekkist fók varla. Allir fara að heiman á bílum og koma heim á bílum.
Oft hugsa ég til þess hve yndislegt það væri að búa í litlu þorpi þar sem fólk gengur um göturnar til að sýna sig og sjá aðra. Hefur tíma til að staldra við og spjalla. Í litlu þorpi þar sem tíminn getur staðið í stað.
Í gær gekk ég þvert í gegn um bæinn minn, alla leið niður í fjöru. Á leiðinni dáðist ég að fjallahringnum og Snæfellsjökull var á sínum stað handan hafsins. Þá naut ég þess að vera til, enda finnst mér fátt betra en góður göngutúr. Sjávarloftið var ferskt og ilmurinn úr fjörunni í Garðabæ unaðslegur.
Ágúst H Bjarnason, 15.9.2007 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.