16.9.2007 | 13:33
Bara rjúkandi grænmetissúpa getur bjargað þessum degi!
Þegar það haustar og næðingurinn hefur ekki í sér neina hlýju og sendir manni tóninn með vini sínum vindinum, kælir í manni blóðið og beinin er bara eitt að gera. Rjúkandi grænmetissúpu. Með brokkoli og baunum, kartöflum, laukum og gulrótum. Kjötbita og kryddi að hætti hússins ásamt súpujurtum og nýbökuðum smábrauðum. Kraftmikil grænmetissúpa er best upphituð og getur dugað í nokkra daga og virkar alltaf þegar kuldinn læðist að. Það er bara ekkert betra en að setjast með sínum við borðið þar sem stóri potturinn er fullur af rjúkandi súpunni með öllum gjöfum jarðar svamlandi um í eigin næringu og vítamínum og ilmandi smábrauð syngja borðsálminn.
Haustið er komið.
Áður en ég hefst handa við eldmennskuna og saxa grimmilega niður allt góða grænmetið ætla ég að gera annað sem er líka best á fyrsta degi hausts. Fara í heitt bað með bubblum og bregða á leik með litlu gulu baðöndina mína. Setja sítrónuilm í hárið og þurrka mér svo með mjúku handklæði og fara í bómullarkjól og innskó úr ull. Setja svo ilmjurtir í krús og halda áfram að lesa Kundera svo ég geti tekið þátt í umræðunum hjá Mörtu með leshringnum mínum um upplifanir af bókinni
Lífið er annarsstaðar.
Já hvort það er.
Í mér og þér.
Líka hér.
Gleðilegt haust.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Haustið er góður tími
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 13:37
Ja, hér á litla Íslandi sýnist mér nú eiginlega að vetrarbyrjun sé hafin. Ég hjólaði í gær úr Skálholti í sumarbústað í Biskupstungunum í slyddu og smá hagléli á tímabili, Kári vár í liði með okkur og flýtti för okkar um minnst klukkutíma - og hvítt er orðið í fjöllin. En þetta er líklega bara fyrsti vetur á síðari árshelmingi, svo kemur aftur haust og aftur vetur svo smá sumar og aftur haust og aftur vetur.
LKS - hvunndagshetja, 16.9.2007 kl. 13:44
Allt gerist á haustin. Samkvæmislífið hefst og ég fæ almennilega afsökun fyrir áhugamálinu mínu; innivist og svona. Mikið hljómar súpan vel. Góða skemmtun í bókaklúbbnum. Ég ætla að vera fluga á vegg þar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:48
Alltaf jafnljóðrænn og yndislegur textinn hjá þér og myndskreytingarnar konfekt (eða grænmeti ;-) Já það var frost í nótt, frosið í grosbrunninum í morgun, svo kettirnir þurftu að hinkra aðeins á meðan sólin bræddi frostfilmuna af. Þá gátu litlu loðnu verðir götunnar fengið sér sopa.
Ragnhildur Jónsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:49
LKS.. Ég er í Englandi og í dag fannst fyrsta kuldanepjan í blænum og boðaði komu haustsins. Ég er svoleiðis búin að bíða eftir þessum boðbera svo ég gæti gert grænmetissúpuna góðu með viðhöfn
Og Gurrí mín..þessi bók Lífið er annarsstaðar sem þú gafst mér í afmælisgjöf er þvílíkt búin að gleðja mig..Og heldur bara áfram að gleðja mig meira og meira. Takk takk og aftur takk! Það er líka annað sem kemur með haustinu og það er bókalestur og kakó. Hvernig getur fólk lifað án árstíðanna. Þær eru svo mikilvægar og hafa einhvern takt í sér sem passar við ferð sálarinnar. Stundum myrkur og kuldi, stundum ljós og hiti og svo allt þar á milli.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 13:55
Komdu sæl frænka ég er dóttir henar Kristrúnar systir hans Magga afa þíns , ég rakst á bloggið þitt á síðunni hennar Þórdísar Tinnu, og mátti til með að kíkja á þig
Súpan þín er mjög girnileg nammi namm ég á örugglega eftir að búa hana til, myndirnar á síðunni þinni eru alveg rosalega fallegar
Hafðu það gott Katrín mín
kveðja
Ragnheiður frænka
Ragnheiður Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 16:46
Verði þér grænmetissúpan að góðu og gleðilegt haust.
Svava frá Strandbergi , 16.9.2007 kl. 16:51
Ég var með þessa súpu í gær eftir þinni uppskrift hún var æði takk Katrín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 17:27
Hæ Ragnheiður...ég bið kærlega að heilsa ykkur öllum og vona að lífið sé ykkur gott og sérstaklega sendi ég kveðju til Inga frænda og gamla bekkjarbróður míns. En gaman að þú skyldir kíkja hér við!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 17:42
Hljómar vel elsku Katrín mín, svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 18:22
Ég er komin á þriðju grænmetissúpuna sem við snörlum i á kvöldin. Hún er aldrei eins þar sem efniviðurinn breytist eftir búi.
Yummy gott og gaman að upplifa haustin ..... ég fylgi íslenski tímatali og nýt haustsins þótt það komi síðar á almannaksárinu hér sunnan.
Allt er vænt sem vel er grænt!
www.zordis.com, 16.9.2007 kl. 18:41
Já, haustið, laufin falla, grjónagrautur, slátur, yndislegur árstími.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 21:13
Mikið rosalega langar mig í grænmetissúpu núna. Yrði ekki vinsælt á mínu heimili, en ég er viss um að með elju og trú þá geti ég bætt mataræðið hér í Akurgerðinu 3f. Þetta er allt á réttri leið, en góða grænmetissúpu þyrfti ég að læra að gera ... og geri eflaust fljótlega.
Knús og kveðjur til þín, frá Akureyri hinni smáköldu, en það er hlýnun væntanleg, þótt hlíðar Hlíðarfjalls og Vaðlaheiðinnar séu hvítar. Með grænmetissúpunni verður allt grænt ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:52
Bon apitit.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.