Leita í fréttum mbl.is

Bjargaði hundi frá dauða......bara með því að vera ekki OF kurteis!!!!

Bretar geta verið OF kurteisir. Í morgun þegar við fórum að horfa á fótboltann þar sem strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir að tapa með tveggja marka mun...þá munaði nú litlu að lítill hundur tapaði stöðunni. Við mömmurnar sátum í okkar fínu grænu veiðistólum og horfðum á leikinn og töluðum um nýjar hárgreiðslur og megrunarkúra. Rétt við hliðina á okkur var maður með lítinn sætan gráan hund í ól..í æsingnum..eins og karlmenn eiga til að gera..gleyma öllu nema boltanum og hvort hann er utan marks eða innan og hvernig strákar sparka honum á milli sín..steingleymdi hann litla hundinum sínum. Hélt bara ólinni yfir öxlina og æpti allt um hvernig strákar skyldu sparka og gefa boltann. 

Á hinum enda ólarinnar hékk litli hundurinn..rétt náði niður til jarðar með afturfótunum og dinglaði þarna hálfkyrktur og reyndi að krafsa í eigandann með framfótunum og gelta sem hann gat auðvitað ekki þar sem hann var hálfhengdur þarna.  Kerlurnar sem sátu með mér voru hálflamaðar yfir þessu og voru ein augu yfir þessari meðferð á litla hvutta en hreyfðu hvorki legg né lið þar sem þær vildu ekki vera að MÓÐGA hundeigandann með því að skipta sér af!!!.

Ég sem er íslensk frenja stóð auðvitað upp hljóp að hundeigandanum og handsnéri hendina á karlinum niður sem var algerlega dottinn inn í heim fótboltans..og sagði með þjósti.."You are killing your dog"

Litli hvutti komst til jarðar og úr hengingarstöðunni og andaði djúpt..karlinn bara hváði og hafði greinilega ekki hugmynd að hann var kominn langleiðina með að hengja hundinn sinn. Kerlurnar voru agndofa yfir framgöngu minni og fannst ég hugrökk að blanda mér í málið.  Fannst það samt ekki KURTEISI að segja öðrum til og vildu meina að þær myndu gera hið sama bara ef þær þyrðu. Maður yrði nú að kunna sig!!!!

Stundum held ég að fólk sé ekki alveg með fulle femm...Ein þeirra sagði.."Manni hefur bara verið kennt að blanda sér ekki í annarra mál"...Gasp Og svo vill maður ekki að aðrir haldi að maður sé afskiptasamur og maður gæti orðið óvinsæll.

 219

Ég hef hér með ákveðið að vera aldrei þátttakandi í veraldarinnar vinsældakosningu sem gengur út á það að vera óvirk, aftengd og afskiptalaus. Og ég held að litli grái hundurinn sé mér þakklátur fyrir það og að ég kunni mig ekki neitt. Skipti mér af því sem gerist fyrir framan nefið á mér og tapa þar með öllum helstu vinsældarkosningum í heiminum...enda skiptir engu máli hvað sumu fólki finnst. Sé það núna. Og ætla að sofa vært með mína afskiptasemi á samviskunni. Stundum held ég að við mannfólkið séum bara eins og fiskar á þurru landi..vitum ekkert hvað snýr upp eða niður á þessari veröld..hvað þá okkur sjálfum. Við verðum jú að vera stöðugt á verði um hvað aðrir gætu verið að hugsa og halda vinsældum okkar sem steinsofandi og aðgerðarlausar mannverur.  Auðvitað eigum við að bregðast við neyð hvors annars , hvort sem um er að ræða litla gráa  hunda eða annað mannfólk.

Einn besti kennari sem ég hef haft sagði..

"To be responsible is to respond to what is here now and act. That is what life is about. That makes you human!

Og ég tek undir með henni.

Við erum algerlega lost um leið og við hættum að láta okkur varða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Heyr heyr! ég er sannfærð um að hundurinn er þér algjörlega sammála og eigandi hundsins líka. Sá held ég hefði fengið áfall ef þú hefðir ekki "skipt þér af" og eftir leikinn hefði hann bara séð hundinn sinn hangandi í ólinni ... úff ... nei, það er takmörk fyrir "kurteisi".

Gott hjá þér Katrín, þetta var ekki afskiptasemi, þetta var ábyrgð

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.9.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guði sé lof að þú varst þarna Katrín mín.  Vesalings dýrið.  Og það er alveg hárrétt hjá þér, maður Á að skipta sér af svona löguðu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er bara um að bregðast við þar sem maður er...en það kemur mér endalaust á óvart hvað fólk treystir lítið eða ekkert á eigið innsæi eða viðbragð. Dregur algerlega í efa hið mannlega viðbragð sitt við að stæðum og hugsar fyrst um hvað er viðeigandi eftir því sem því hefur verið kennt af einhverjum ....æ ég veit ekki hvað það yfirvald á að kallast eiginlega. Það að setja fólk úr sambandi við sjálft sig svo það virðist týnt og ráfar um eins og villuráfandi sauðir og man ekkert um hvað það er. Og flækjurnar innra með því verða bara stærri og meiri þar til það verður bara algerlega dofið og veit ekkert hvernig ber að bregðast við lífinu.  Þetta er kannski ekki stórt dæmi sem ég varð vitni að í dag en er kannski myndbirting á mörgum stærri málum.  Og skýrir á sinn hátt að við látum ekki hvort annað varða og horfum bara í hina áttina.

Það hefur einhver stolið mennskunni. Veit bara ekki hver eða hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábært hjá þér Katrín !  Þú kannt lífsins kúnstir betur en margur. 

Anna Einarsdóttir, 23.9.2007 kl. 19:41

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 23.9.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband