Leita í fréttum mbl.is

Gæti ég fengið að heyra eitthvað íslenskt??

M141~Everything-Will-Be-OK-Unknown-Posters

226-J~Chocolat-Chaud-Posters

Það er haustlegt um að litast úti núna. Laufblöðin hafa fokið af trjánum í trilljónatali í nótt og þekja nú allar götur, rennandi blaut og brúnleit og regnið heldur áfram að lemja. Ég er að hita mér kakó áður en ég sest niður til að vinna. Svo verður tekið til við að plana og pæla. Það er meira en að segja það að flytja aftur heim eftir 7 ára fjarveru. En alveg rosalega spennandi og skemmtileg tilhugsun.

Ég sé fyrir mér dásemdina við að skafa fagrar frostrósir af bílrúðunni á morgnana, sitja föst í umferðarsultum og fjúka á milli bílastæða með hárið klesst oní augu og maskarann rennandi eins og stórfljót eftir andlitinu. Man það núna að það er næsta ógjörningur að vera fín dama um vetur á íslandi. Borga mun meira fyrir matinn og geta hangið í sturtu þar til ég er gegnheit og hrein.

Hver staður hefur sína töfrastund og sinn kost. Og núna kallar mín ljúfa fósturmold á mig að koma aftur heim. Veit vel að ég á eftir að sakna hundrað ára eikanna, rólegheitanna, skógarins og milda veðursins hér. En ég er til í að takast á núna , bryðja þakrennur og fara á útopnu næstu 7 árin eða svo. Lífið hefur sinn rythma og hjartað ólmast og allt í mér brennur. Já ég er svo eldheit núna að jöklar munu bráðna og vindar þagna þegar ég stíg á íslenska grundu. Komin til að segja hæ!!!Joyful Gott að sjá ykkur aftur.

Vinnumál ættu að skýrast fljótlega og svo er bara að finna hlýlegt hreiður fyrir litlu familíuna pakka panta far og koma á vængjum þöndum flugfélagsins sem býður best.

Og bíl þurfum við og skólavist fyrir krakkana og muna að skrá sjónvarpið svo maður fái nú örugglega að borga afnotagjöld eins og sannur íslendingur. Skyr og flaktkökur með hangikjöti, nýtt hairdú og byrja að kaupa á visarað einhvern óþarfa sem allir verða að eiga. Já það er engu líkt að vera íslendingur. Maðurinn minn segir að ég sé greinilega búin að steingleyma hvað ég var fegin að komast burtu og sjái nú allt íslenskt fyrir mér í hillingum en ég segi bara á móti að hann skilji ekki konur.

2425

Þegar ég fór frá eldhúsborðinu heima  var ég frekar þreytt húsmóðir en kem núna heim sem ný kona með fortíð og reynslu frá ítalíu, frönsku ríveríunni, fjallatindum í Wales og strauma og stefnur frá landi Elísabetar drottningar.

Og mitt margrómaða og róttæka raunsæi!!

Get ekki beðið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við bíðum í ofvæni.

(Skilur einhver konur?)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.9.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður yndislegt að fá ykkur heim dúllan mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vertu velkomin heim aftur og megi landið taka vel á móti þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo skemmtilegt og spennandi.  Katrín ég er svo glöð inn í mér að vita að þú ert að koma heim.  ´Það er góð tilfinning. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:03

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En gaman að þú sért að flytja heim.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 13:25

6 Smámynd: josira

 Megi heimkoma þín auka litróf landans og landsins  

josira, 24.9.2007 kl. 13:28

7 Smámynd: Ibba Sig.

Iss, hér eru engar frostrósir lengur og við erum allar lekkerar dömur með blásið hár og maskarann fastan á augnhárunum. Global warming, skilurðu?

Og það er nauðsynlegt að stokka upp í hlutum á sjö ára fresti. Sumir segja að maður eigi jafnvel að skilja við makann á þeim tímamótum en við hlustum ekki á svoleiðis vitleysu, enda löngu komnar langt fram yfir þessi sjö ára tímamót. Mörgum sinnum.  

Ibba Sig., 24.9.2007 kl. 13:40

8 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

og það eru fleiri sem geta ekki beðið

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.9.2007 kl. 16:22

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi ykkur vel með þetta alltsaman.

Marta B Helgadóttir, 24.9.2007 kl. 17:35

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

De bor en bager i Norregade.....

æææ þetta er ekki eitthvað íslenskt en Det var brennivin í flasken...bíddu eru öll helstu djammlögin á dönsku !!!!

Reynum aftur : reyndu aftur ég bæði sé og skil og veit

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.9.2007 kl. 18:17

11 identicon

Verður æðislegt að fá ykkur heim!!  Hlökkum til að hafa loksins afa og ömmu í Reykjavík

Linda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:14

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Reykjavík, hún er að koma á Skagann.

Þröstur Unnar, 24.9.2007 kl. 22:31

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha Hulda..við reynum að finna eitthvað íslenskt þegar heimkomupartýyið verður haldið. Rafvirkinn og bróðirinn ættu að geta glamrað eitthvað á gítara.

Elsku Linda mín...já það verður sko frábært að hafa ykkur og litla kútinn við hendina og hjartað. 

Get ekki flutt á skagann..það fýkur úr mér allt vit og von. Eða von úr viti??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 22:49

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ísland verður ennþá betra þegar þú ert komin heim. 

Anna Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 00:07

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vertu velkomin heim Katrín.

Svava frá Strandbergi , 25.9.2007 kl. 00:08

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona eiga sannir Íslendingar að vera. Leggjast í víking í fáein ár, en snúa svo aftur heim ti föðurlandsins.    

Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.

Ágúst H Bjarnason, 25.9.2007 kl. 07:26

17 Smámynd: www.zordis.com

Spennandi að gera róttækar breyingar!  Ég er líka að flytja en ekki út fyrir landsins steina!

Gangi ykkur allt í haginn með herlegheitin.  Þú gleður marga með því að vera þú.  Takk fyrir það   Ísland er yndislegt og kröftugt land, ég fæ alltaf mikinn innblástur og fyllist miklum móð, verð óð og rjóð í kinnum!

www.zordis.com, 25.9.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband