Leita í fréttum mbl.is

Hvað...getur fólk ekki bara hugsað og framkvæmt jafnhratt og ég?

DE-228~Farniente-Posters

Ég sit ekki uppí í rúmi og borða soðið egg og horfi á undirfötin þorna meðan ég drekk hið enska te.. Nei, ég er á fullu að láta hlutina gerast fyrir heimferðina...en það er bara eins og enginn sé í mínum takti. Þegar ég er búin að taka ákvörðun vil ég bara gera allt einn tveir og þrír...en hinir allir eru bara á asnabaki og tölta þetta í hægðum sínum og skilja ekkert hvað mér liggur á!!!!! NÚNA OG STRAX eru fyrirmæli dagsins.

Gott að ég á fjögur börn ..þar lærði ég heilmikla þolinmæði en hún er bara ekki að gagnast mér núna.

10100920A~Butterfly-Chariot-Posters

Væri ekki frábært að geta bara sleppt takinu á trjágreinunum hér og fokið yfir hafið á töfrum fiðrildavængja þar sem allt er létt og rétt?

Svífum seglum þöndum yfir Íslandsströndum!!

Núna sendi ég töfraduft á alla þá sem að málum koma og hjálpa þeim að hugsa hratt og taka góðar ákvarðanir.

 Mér í hag í dag!!

Tíminn líður, tíminn bíður

eftir mér og mínum.

21220~Watching-the-Starlings-with-Doris-Posters

Horfi yfir hafið og hugsa um heimkomuna.

Þið getið þá samglaðst mér á hundrað ára afmæli mínu á Austurvelli ef ég verð þá komin!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Góði Guð gefðu Katrínu þolinmæði STRAXXXX

á meðan syngjum við

ég hlakka svo til........

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.10.2007 kl. 22:31

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko þetta er ekki einfalt....ég get ekki pakkað fyrr en ég veit með vissu að ég sé komin með vinnu sem borgar fyrir  húsnæðið sem fæst ekki nema ég borgi fyrirframgreiðlsu sem ég þarf að fá að láni frá bankanum þar til ég fæ útborgað úr vinnunni sem ég er ekki búin að fá.....svo ég geti borgað bankanum til baka og......fest húsnæðið með vinnunni sem er enn ekki komin. Er nokkur furða að manni fallist hendur???

Held að okkur  takist aldrei að koma heim nema fólk fari að flýta sér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hugljúf hughrif

Galleríið þitt er flott

Bk - SS

Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2007 kl. 00:56

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Katrín.

Ertu að flytja til landsins?

Æðislega skemmtilegar og fallegar færslurnar þínar.

Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 01:50

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Magga mín á morgun kæmi ég ef ekki væri fyrir fólk sem hugsar hægar en ég.  Verð að róa hugann og láta hann fara í hægferð 101 í Ármúla.  Eitt hef ég samt lært..aldrei að taka blund um miðjan dag...það dregur úr viljanum till að sofna á réttum tíma.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 01:54

6 Smámynd: Viðar Zophoníasson

Tad er svo gott ad vera a asnabaki, tar til,,, gangi ter vel ad flytja heim.

Viðar Zophoníasson, 2.10.2007 kl. 04:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta gangi...... hægt og rólega,,,,,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2007 kl. 05:43

8 identicon

Rólega,rólega ég rölti af stað

Áður,áður en veit ég af,

komin er ég  HEIM í hlað.

(þriggja línu vísan mín til þín)    Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 05:49

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það verður fengur að fá þig heim.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.10.2007 kl. 10:28

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Katrín mín það eru ekki allir eins og þú en vildi svo væri.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 16:09

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Katrín, ég þekki þig aðeins í gegnum bloggið (nema ef vera skyldi af róló í den ) en ég hlakka samt til að fá þig hingað heim á klakann. Vona að þú hættir ekki að blogga þó þú færir þig heim til Íslands. 

... og þjálfa svo þolinmæðina..... áður en maður veit af er dagurinn í dag liðinn og kemur aldrei aftur. Morgundagurinn líður líka og allt í einu er ferðadagurinn upprunninn og þú og þínir á leiðinni í ný ævintýr.

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.10.2007 kl. 16:26

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er að róast elskurnar mínar..takk fyrir allar hughreystingar og falleg orð. Þetta er allt að smella saman..og góðir hlutir gerast hægt. Hver fann það upp eiginlega?? Mér finnst að þeir eigi að gerast á mínum hraða. Er búin að sena út mail til allra sem ég þekki og virkja áhrifahringinn i að leita með okkur að íbúð eða litlu sætu húsi..Vinnumál hjá makanum eru að ná landi og ég er búin að senda sjálfa mig í formi ferilskrár um allan bæ þarna heima. Hef reyndar vinnuna mína og listina sem ég tek með mér hvert á landi sem er, en langar líka í svona hefðbundið alvöru starf þar sem árshátíðir og þorrablót og grillveislur eru haldnar..heheh.

Já ...þetta er allt á leiðinni. Ég finn það á mér og það klikkar sjaldnast!  Og píanóleikari takk fyrir 3ja línu ljóðið. Það var mjög styrkjandi og fallegt!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 16:47

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Katrín og kærar þakkir fyrir góðar kveðjur í veikindum mínum. Ég er í því að láta mér batna, en það tekur sinn tíma eins og flutningurinn þinn heim, vona að allt gangi vel.  Ég hraðskautaði yfir færslurnar hér á undan, litríkar og skemmtilegar eins og alltaf, hlakka til þegar ég get farið að lesa daglega. Kær kveðja í Englaland

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:28

14 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

OK,

andaðu rólega gæskan!

Eins og þú vonandi veist þá "reddast allt" heima!?

Akkúrat núna er afskaplega auðvelt að flytja heim EF maður er með opinn huga og til í hvað sem er!

Kveðja úr Upplöndum Ynglinga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.10.2007 kl. 21:39

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er alveg rétt afstaða hjá þér, of mikil þolinmæði er ekki það æskilegasta þegar fólk stendur í stórræðum. Skil vel að þú viljir helst klára málin bara strax, umskipti eru spennandi  og þeim fylgir orka og framkvæmdagleði.

Held að þolinmæði sé stórlega ofmetin.

Marta B Helgadóttir, 2.10.2007 kl. 22:55

16 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

"Römm er sú taug/ er rekka dregur/ föðurtúna til".

Vilborg Eggertsdóttir, 2.10.2007 kl. 23:24

17 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það verður gaman að fá þig og þína til landsins aftur Gangi ykkur vel að koma því almennilega á koppinn. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.10.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband