Leita í fréttum mbl.is

Jæja...gott að bíða og láta hugann líða um heim og geim

13207

Ég er búin að spila tónlistina eins og ég heyri hana og bíð nú bara og vona að alheimurinn bregðist við tónum mínum og finni sér samhljóm með vonum mínum og draumum.

Biðin hefur sérstakan hljóm sem gefur óm inn í það sem koma skal.

Og það er bara spennandi að hanga stundum í lausu lofti og ímynda sér lendinguna.

Hvar verður hún og hvernig? Á réttum stað og réttum tíma?

 Á morgun kemur inn ný skíma

í öllum regnbogans litum.

Eða í svart hvítum skýjum. 

Á bak við skýin skín svo sólin stöðugt og alltaf.

Heit og rjóð eins og feimin blómarós.

Það er gott að vita þegar maður spennir upp regnhlífina með blómamyndunum og horfir til himins.

8383~Violet-Horizon-Posters

Mikið er alltaf spennandi að breyta til og taka skref inn i það óþekkta

sem verður síðar hið þekkta og skapar aftur eitthvað óþekkt.

Maður veit aldrei.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lífið er ferðalag   og töskurnar eru misþungar.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

-Katrín

Þú ert heimspekilega hugsandi. Þannig hugsanagangur bíður upp á fjölmarga möguleika. Ertu sátt?

Haraldur Haraldsson, 5.10.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

-Katrín

Þú ert heimspekilega hugsandi. Þannig hugsanagangur býður upp á fjölmarga möguleika. Ertu sátt við tilveruna?

Haraldur Haraldsson, 5.10.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín, það hlýtur að vera mjög spennandi að taka svona skref, stundum hugsa ég um það að flytja heim, en ég veit að eftir hálft ár sakna ég danmerkur, og flytja heim.

gangi þér vel kæra bloggvinkona

AlheimsLjós til þín 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 07:23

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Haraldur minn ég er sko sátt við tilveruna. Líka þegar hún er óræð og á enn eftir að taka sig myndina sem ég er að skapa með sjálfri mér..ég veit hvert ég er að fara svona nokkurn veginn. Myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Alltaf gaman að hafa pláss fyrir hið óvænta.

Ég bíð í eftirvæntingu eftir fréttum dagsins og krosslegg fingur , tær og rugla á mér hárinu. Þá gerist það!! Þið vitið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 07:59

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Innlitskvitt og góðar óskir þér til handa

Guðrún Þorleifs, 5.10.2007 kl. 09:39

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gangi ykkur vel í flutningunum og velkomin heim aftur.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.10.2007 kl. 10:19

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins gott að ég mundi að krossa fingur og tær og rugla á mér hárinu þegar ég vaknaði..ekki eins og það hafi þurft en samt..alltaf að gera gjörninginn. Enda var ég bara búin að vera vakandi í smá tíma þegar ég fékk símtal sem lét mig hoppa og skoppa um gólfið eins og belja að vori. Erum búin að fá yndislegt húsnæði..en það bíður önnur orrusta og núna er bara að bretta upp ermar og taka hana með trompi. Þannig vinnst stríðið með fleiri unnum orrustum en töpuðum..og mér sýnist talan vera að hækka mín megin. Tek aftur stöðuna undir kvöldið.

Megið alveg senda milljón blóm og hjörtu á meðan. Takk fyrir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 13:33

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forritið mitt býður hvorki upp á blóm né hjörtu, því verð ég að láta orð og góðar hugsanir nægja til að lýsa góðum óskum mínum, ykkur til handa.

Bloggin þín lýsa upp tilveruna :-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 311442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband