5.10.2007 | 17:42
Fullur poki af skrímslum hangandi á hurðarhúninum hjá mér!
Þegar ég kom heim í gærkveldi hékk gulur plastpoki á hurðarhúninum hjá mér. Þegar ég kíkti ofan í pokann störðu fjölmörg svört augu beint á mig og ég hoppaði til baka og argaði eins og konur gera þegar starað er á þær svona græðgislega og óforskammað.
Þegar við fórum að skoða betur sáum við að þetta voru lúxusrisarækjur..stuttu seinna fékk ég sms frá Jacqui vinkonu minni sem spurði hvort ég hefði ekki örugglega fundið kvöldmatinn.
Ekki misskilja mig. Mér finnast rækjur rosagóðar..en án augna, hala og klóa. Eftir því sem mér skildist á Jacqui var ein af fínu frúm vinkonum hennar að losa sig við lúxusinn þar sem það eru takmörk fyrir hversu mikið að lúxusrækjum ein hjón geta borðað og gaf henni nokkur kíló þar sem það þurfti að búa til pláss í frystinum fyrir kavíar og kampavín.
Núna sit ég og horfi á skrýmslin með svörtu augun þiðna og bíð bara eftir að þau blikki mig eða klípi. Og hef í raun ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þau. Eitt er víst ég ætla ekki að elda þau og borða meðan þau góna á mig af diskinum með þessum svörtu litlu starandi augum.
Leita eins og galin manneskja á netinu af uppskriftum og leiðbeiningum. Ekki getur maður hent svona miklum lúxus þó hann sé ljótur..er það nokkuð??
Hvítlaukssmjör hlýtur að vera galdurinn og ég á fallegt salat sem getur verið svona beð fyrir svarteygu skrímslin...læt þau lúlla þar ofan á og loka svo augunum og vonast til að koma þeim í munninn á mér án þess að rispa mig á öllum þessum aukahlutum sem fylgja. Hvað varð um gömlu góðu fallegu allsberu rækjurnar í pokunum? Rosalega hlýtur að vera flókið að vera ríkur og fallegur og þurfa að borða mat með augum og alles.
Fann eina uppskrift sem hentar mér...og ætla að láta vaða. Um leið og ég hef safnað kjarki til að slíta og skera, plokka og pikka allt þetta drasl utan af skrýmslunum. Svo ét ég þau og fæ svo martröð um svört starandi illskuleg rækjuaugu sem svamla um í maganum á mér og reyna að klípa í garnirnar á mér.
Er þetta ekki bara málið?
Vitiði ég er að hugsa um að hafa þær bara á morgun.
Ekki í stuði fyrir þær núna.
Allar mannlegar uppskriftir vel þegnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Sko.. ef þú gufusýður skrýmslin í smá stund þá er auðvelt að ná þeim úr brynjunni...
En ég hef sagt það áður og segi það aftur... sá/sú sem át fyrstu rækjuna hlýtur að hafa verið nær dauða en lífi úr hungri!
Heiða B. Heiðars, 5.10.2007 kl. 18:00
Þetta eru skrímsli sem ég öfunda þig af og svo ískalt hvítvín, ummmm verði þér að góðu.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 18:03
MMMMmmmmmmmm.... þetta er sko það sem kallað er "Lúxus vandamál" vildi að ég fyndi svona poka á húninum hjá mér,.... nema ... kettirnir yrðu örugglega á undan mér, það má ekki sko.
Mæli með hvítvíns eða kampavínssósu til að dýfa í eða bara íslenskt smjör (ef þú finnur það þarna í útlandinu) og pínu salt, jú og fallegt salathreiður. mmm fæ vatn í munninn, nú fer ég út og kaupi þessar einföldu fallegu og alsberu í kvöldamatinn.... njótið vel!
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.10.2007 kl. 18:29
þið eruð alveg dýrðlegar - mikið eruði skemmtilegar Katrín og líka Heiða
Marta B Helgadóttir, 5.10.2007 kl. 22:18
djúpsteiktar eru þær góðar, þekki vel til þeirra, var á rækjuveiðum í fjögur ár og var að veiða stundum rækju sem taldist um 50 í kílói, stór og falleg rækja, heil máltíð að fá svona fimm, sex rækjur í máltíð, þegar kokkurinn var í stuði.
Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 22:57
Æi, ég myndi henda þeim. Einfalt mál. En ég get líka verið algjört killjoy. Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 08:47
Ég hefði étið augun. Hrá. En ég er líka villimaður.
Ingi Geir Hreinsson, 6.10.2007 kl. 09:00
Ég er ekkert búin að gera við þær ennþá. Er að skoða uppskriftir og aðferðir...ætla samt að nota þær í eitthvað með kvöldinu. Sé einna helst fyrir mér að koma þeim út úr sjálfum sér og steikja svo uppúr hvítlaukssmjöri og hafa svona salatbeð með litlum ristuðum brauðteningum. Örugglega mjög gómsætt og um fram allt FALLEGT OG ANDLITSLAUST. Man þegar ég var í Brcelona einu sinni að það var varla nokkuð í boði á veitingahúsunum niður við ströndina en svona allskonar skrýmsli með augum klóm og alles, bara sjávarfjölskyldan saman komin á einum diski...Ég drakk bara rauðvínið og beit í brauð með. Enda gat ég varla hjólað beint heim á eftir.....hahaha.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 09:18
Eina rækjusögu get ég sagt þér sem er mér sjálfri alveg ógleymanleg. Þegar ég var 25 ára fór ég til Stokkhólms í starfsviðtal. Maðurinn minn fyrrverandi ætlaði í nám þarna og mig vantaði gott starf. Flaug út bara til að mæta í þetta eina viðtal því mikið var í húfi. Tilvonandi yfirmaður minn kom vel fyrir, sannkallaður séntilmaður og frjálslegur í framkomu, svona Bill Clinton týpa, heimsvanur og kurteis. Hann bauð mér út að borða í hádeginu og vildi þannig hafa starfsviðtalið óhefðbundið, sagði sem rétt er, að maður kynnist fólki betur með því að borða með því og ég var jú komin langt að.
25 ára gömul var ég veraldarvön á veitingahúsum en þóttist bara cool auðvitað, innanum alla uppana þarna. Ég kunni bara mína skóladönsku, en enga sænsku og pantaði rækjurétt af matseðlinum og vildi svo fá svart kaffi á eftir. Það kom stór yfirhlaðinn diskur af rækjum Í SKELINNI! Ég varð skelkuð og kunni ekkert hvað ég átti að gera við þessa skel því rækjur hafði ég aldrei fengið fyrr nema pillaðar. Þetta fór versnandi því svo var kaffifjandinn borinn fram MEÐ RÆKJURÉTTINUM! Ég hafði semsagt algjörlega klúðrað þessari pöntun eins og hægt var. Sat svo og borðaði brauð og drakk kaffi (í aðalrétt) og reyndi að sannfæra manninn um að ráða mig í vinnu á minni skóladönsku. Það reyndi sannarlega á coolið í manni þarna og pókerfeisið.
Ég fékk vinnuna. Nokkrum mánuðum seinna þegar ég var búin að kynnast vel þessum yfirmanni mínum sagði hann mér að hann hefði alveg séð hvað var að gerast en kunni ekki við að leiðrétta eða skipta sér af þessu, lét sem ekkert væri til að gera ekki lítið úr mér en hann var að springa úr hlátri og fannst hún bæði fyndin, kotroskin og metnaðarfull þessi unga kona að spyrja engra leiðbeininga.
Marta B Helgadóttir, 7.10.2007 kl. 01:08
...ekki veraldarvön á veitingahúsum - átti þarna að standa
Marta B Helgadóttir, 7.10.2007 kl. 01:09
Frábær saga Marta..sé þetta alveg fyrir mér. Bill Clinton samt sætur í sér að skellihlægja ekki að þessu öllu saman. Og þú góð..ég hefði ráðið þig líka bara fyrir að halda andlitinu með þessu öllu
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.