6.10.2007 | 19:17
Verð að gangast við frægð og upphefð minni...
Undanfarið þegar ég hef haft samband heim heyri ég bara sögur af umfjöllunum um mig í útvarpi eða að pistlar mínir séru birtir hér og þar.....og enginn segir mér neitt. Að það hafi verið viðtal um söguna um Reyni Inga á útvarpi Sögu..að pistill birtist í MBL um að ég sé að flytja heim. Amma greyið hringdi og spurði mig um hvað þetta ætti eiginlega allt að vera og ég kom af fjöllum ofan.
Þegar ég svo hringi heim að segja fréttir eru allir búnir að lesa eða heyra um þær. Og engum kemur neitt á óvart!!!! Það er frekar fúlt að láta ræna sig ánægjunni að færa fréttirnar sjálfur.
Ég meina common....það væri nú bara gustuk að leyfa manni að fylgjast með eigin frægð heima fyrir...svo ég verði ekki viðutan og mjög hissa þegar þið standið öll með íslenska fánann í flugstöðinni og fagnið heimkomu minni þegar ég kem heim.. Af því að ég er orðin svo obbosslega fræg án minnar vitundar. Maður þarf nú að næra EGÓIÐ...ekkert gaman að njóta athygli sjálfs síns...er það nokkuð???
Þett er nú frekar dónalegt comment.....og ekki alveg það sem ég meina.
Finnst myndin bara flott og textinn skemmtilega á skjön við ímynd konunnar.
Endilega upplýsið mig um hvað er um að vera þarna hinu megin við hafið svo ég sé ekki alltaf eins og kona komin af fjöllum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 311442
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
- gurrihar
- ibbasig
- zordis
- ipanama
- hugarfluga
- poppoli
- skessa
- vilborg-e
- gudnyanna
- vikingurkr
- sarcasticbastard
- landsveit
- asthildurcesil
- jenfo
- svalaj
- halkatla
- matthildurh
- jahernamig
- katlaa
- svavs
- kiddirokk
- ludvik
- heiddal
- jonaa
- arh
- palmig
- leifurl
- mediumlight
- bjarkitryggva
- 810
- haukurn
- amason
- heringi
- emmgje
- hk
- zoa
- steingerdur
- hronnsig
- holi
- steina
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arikuld
- arnaringvarsson
- agbjarn
- asgerdurjona
- gammon
- baldvinj
- barafridriksdottir
- bardurorn
- kaffi
- storyteller
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- salkaforlag
- gattin
- skordalsbrynja
- tilfinningar
- brandarar
- diesel
- draumur
- einarborgari
- einari
- gustichef
- elinarnar
- zoti
- happy-dog
- evabenz
- utlit
- finni
- stjornarskrain
- lucas
- gudmundurhelgi
- gudnym
- glostrup
- zeriaph
- gullvagninn
- silfri
- gylfigisla
- handtoskuserian
- iador
- heidistrand
- latur
- hlf
- helgatho
- hehau
- drum
- himmalingur
- hinrikthor
- ringarinn
- ingahel
- ingasteinajoh
- jara
- astromix
- kreppan
- jensgud
- josira
- jogamagg
- jax
- islandsfengur
- jonsnae
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- kjartanis
- leifur
- kreppualki
- kreppukallinn
- kerla
- lauola
- larahanna
- liljabolla
- astroblog
- markusth
- manisvans
- methusalem
- misskilningur
- neo
- oktober
- olijon
- olofannajohanns
- svarthamar
- skari60
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- ragjo
- salka
- pensillinn
- sjos
- meyjan
- amman
- sigrunsigur
- siggi-hrellir
- sigurgeirorri
- sylviam
- slembra
- athena
- must
- sunnadora
- svatli
- saethorhelgi
- tinnaeik
- nordurljos1
- kreppuvaktin
- valgerdurhalldorsdottir
- vertu
- eggmann
- what
- vigga
- perlan
- zeitgeistonair
- tsakalis
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- tothetop
- icekeiko
- thorsaari
Athugasemdir
Ég er saklaus! Í alvarans alvöru!! Vissi ekki neitt! En hvenær kemurðu annars heim til mín??
Hugarfluga, 6.10.2007 kl. 19:52
Ég verð komin fyrir næstu mánaðamót ef allt gengur eftir.
Erum búin að fá yndislegt húsnæði, vinnan bíður og flugið verur bókað á næstunni. Fjölskyldan flýgur svo heim og verður settluð inn um mánaðamótin. Svo byrjar hið íslenska líf. Göngutúrar í miðbæínn og kaffihúsaheimsóknir. Einnig hittingar við bloggvni. Verið bara velkomin.
Það sem ég var bara að furða mig á eru allar þessar fréttir af viðkomu minni heima án minnar vitundar. Enginn segir neitt við mig sem fylgist ekki með neinu. Skemmtilegt og skrítið!!!!
Það verður spennandi að byrja nýtt líf eina ferðina enn. En það er lífið. Að koma og fara eftir tilfinningunni. Vera þar sem hlutirnir eru að gerast og þegar þeir kalla. Núna bara kallar íslandið á mig. Vona að Ítalía vinkona mín geri vart við sig þegar ísland er búið aftur. Við eigum að hreyfa okkur eftir því sem hjartað talar. Gera það sem við viljum þegar við viljum. Svoleiðis lifi ég.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 20:32
Erum bara að pakka og ganga frá öllum hlutum núna....vúúú..ekkert smá erfitt að sortera hvað á leið heim og hvað ekki. Selja þetta, gefa hitt. og taka rest með sér sem manni finnst skipta máli. Nýja íbúðin bíður frá og með 1. nóvember og mér til mikillar gleði er hún bara mjög nálægt þinni. Ykkur er hér með boðið í matarboð Jóna Ingibjörg. Getið komið labbandi. Vesturbærinn blífar!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 20:44
Mikið hlakka ég til að fá ykkur heim, elskurnar! Ég var greinilega aðeins of fljót á mér að selja Hringbrautina ... annars er stutt úr Vesturbænum í himnaríki.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:02
Ég sá bloggið þitt í mogganum, ég er svo einföld að ég hélt að mbl léti bloggara vita eða bæði um leyfi að birta bloggið á síðum blaðanna
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.10.2007 kl. 21:04
Nei enginn segir neitt...maður bara fréttir eitt og annað. En það var fyndið um daginn þegar amma hringdi og spurði um hvað allt þetta tal ætti að þýða í útvarpinu um mig...og ég hafði ekki græna glóru um hvað væri að gerast!!!!Sgan um Reyni Inga hafði greinilega haft áhrif hér og þar en það sem var fyndið var að enginn hafði samband við mig. Þar em ég var einu sinni útvarpskona..þá hefði mér aldrei dottið í hug að setja saman viðtal án þess að hafa samband við þann sem setti fram söguna. Eru allir bara að bulla eitthvað og nenna ekki að skoða hvað er hvað??
Svei mér þá...ég held að þið þurfið mig aftur í loftið!!! Ef einhver vill gera þætti um mál...er það minnsta sem fólk gerir kröfu til er að viðkomandi viti um hvað hann eða hún er að tala...ekki satt??
Þar sem ég hef eytt a.mþk 20 árum í rannsóknir og menntun um óheðfbundin mál þá hlýt ég að hafa eitthvað meira um þau að segja en fólk sem bara tiplar um yfirborðið og heldur að þar með sé málefnið coverað??? Af því það veit ekki betur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 21:15
betra að vera með egóinu .... og að vera í göngufæri við Jónu Ingibjörgu er himneskt! Besti staðurinn í bænum, sá allrabesti.
Frægðin gerir ekki boð heldur boðar þig heim!
www.zordis.com, 6.10.2007 kl. 21:18
Ef einhver hefur vreið efasemdarmanneskja þá er að ég !!!! Ég dreg allt í efa. Fer mínar leiðir og rannsaka og les og fer á fyrirlestra af því að ég vil ekki trúa sjálfri mér og mínm upplifunum.Afneiðati þeim svo lengi....því ég fann ekki vísindalegar sannanir fyrir að vera það sem ég fann og var stöðugt að rekast a hindranir fyrir því sem ég stóð fyrir skipti máli. En ég er hætt því núna því mínar reynslur segja mér annað.
Og ég hef ákveðið að fara með þeim
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.10.2007 kl. 21:39
Ég er nú farin að hlakka til að sjá hvernig þú lítur út, alltaf teiknuð kona hjá þér , en kannski get ég flett þér upp á myndasíðu MBL.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 00:39
Er ekki áskrifandi að Mogganum síðan sonur fór en les hann stundum í vinnunni. Heyri því miður sjaldan í útvarpi nema bara kvöldfréttunum og þegar maður er að keyra eitthvað á milli staða.
Hef alveg misst af umfjöllun um þig en ég hefði látið þig vita.
Segi eins og Hulda, hélt lengi vel að Mogginn fengi leyfi hjá bloggurum áður en þeir birta skrif þeirra í blaðinu. Þegar ég var í sumarfríi og var að blogga öðru hvoru um ferðina um landið þá var það Hugarfluga sem lét mig vita inn á bloggsíðuna að skrifin væru í blaðinu, ég varð mjööög hissa.
Fyrst ekki merkilegri pistlar en það var, rötuðu inn á síðurnar í blaðinu þá máttu alltaf búast við að þín flottu skrif rati þangað.
Njóttu bara meðvindsins, megi hann verða þér til góðs
Marta B Helgadóttir, 7.10.2007 kl. 01:34
Ásdís mín hélstu að ég væri alvöru kona??
Ég er bara teiknimyndafígúra og er sprottin út úr ævintýri og er bara til á blogginu
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 10:34
He he. . . auðvitað ertu alvöru "fígúra" Ég held ég hjálpi bara henni Ásdísi minni við að finna þig
Gangi þér vel að pakki pakka...
Guðrún Þorleifs, 7.10.2007 kl. 12:47
Ekki vera að brúka munn Katrín (sbr. mynd að ofan). Hehe. Gemmér eiginhandaáritun
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 13:16
Ég les bara blöðin á netinu og hlusta aldrei á útvarp! Hafði ekki hugmynd um að ég þekkti svona fræga konu!!! En mikið dj.... hlakka ég til að hitta þig loksins kona!!!!!
Heiða B. Heiðars, 7.10.2007 kl. 13:42
Ég verð að viður kenna að ég hefekki litið í blöð en verð að kíkja á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 7.10.2007 kl. 18:06
Vá ertu orðin svona fræg Les ekki moggann og missti af þessu alveg, en gaman samt. Þarf að fara að fletta þessum mogga, svo ég geti fylgst með frægð vina minna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2007 kl. 18:30
Já segðu Cesil mín....og það allt saman án minnar vitundar..Hef samt aldrei talað í BBC útvarpið eins og þú og get örugglega farið með strætó án þess að þurfa að gefa eiginhandaráritanir hægri vinstri. Stöðugt verið að vitna í bloggara um allt..umkvörtunarefni húsmóður var mest um upplýsingastíflur á flæðilínunni milli íslands og englands
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 18:57
Þú ert alla vega heimsfræg í Skagasápunni ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2007 kl. 19:03
Frægð þí fór fram hjá mér, enda er ég algerlega laus við fjölmiðlafíkn. Horfi hvorki á sjónvarp né les blöð. Læt mér nægja að fylgjast með hér í bloggheimum, sem ég hélt að vissu allt. Ég hef heyrt af mínum pistlum á síðum Mbl en aldrei séð. Bara gaman af því. Frægð mín af þessum sökum er þó greinilega algerlega huglæg. Engir papparassar, sem bíða mín þegar ég staulast í vinnu á morgnana.
Ég þarf meira að segja að sýna nafnskírteini, þegar ég leigi mér vídeó. Skandall segi ég. Veit fólk ekki hver ég var!?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 19:37
Alger skandall Prakkari minn..segi það með þér!!!
Heyrðu nú líður að því að við getum kannski fengið okkur kaffi á parís bráðum..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.10.2007 kl. 19:42
Ég bíð spenntur. Kannski við nafna mín og þú gætum fengið okkur sopa. Hún var að nefna bloggvinahitting.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.